Sterk Framsóknar nýrra tíma

Styrkur Framsóknar nýrra tíma hefur komið mörgum á óvart eins. Finn að það fer um andstæðinga Framsóknarflokksins. Eðlilega. Þeir sjá og finna vatnaskilin fyrir flokkinn sem er að rísa aftur sem öflugt og ráðandi stjórnmálaafl eftir erfiða tíma.

Samheldni Framsóknarmanna sem samþykktu að gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þar sem innan við 20 þingfulltrúar af rúmlega 900  greiddu atkvæði á móti - sem þýðir að yfir 97% þingfulltrúa ganga ekki gegn viðræðum - sýna þennan styrk.

Það er gaman að vera þátttakandi í ört stækkandi fjöldahreyfingu sem er að stykjast svo hressilega sem raun ber vitni!


mbl.is Framsóknarmenn ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er svolítið stórkarlalegt að tala um styrk þegar allir framamarar landsins komast fyrir í valsheimilinu

Þorvaldur Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hvernig getur jafnskynsamur maður og þú látið aðra eins þvælu út úr þér. Vaxandi fjöldahreyfing? Vatnaskil og upprisa? Venjulegt fólk hlær að þessu brölti. Hlutverki framsóknarflokksins er lokið.Kveðjustundin á næsta leiti. Og þeir verða ekki margir sem sjá eftir spilltasta flokki í sögu landsins.

Sigurður Sveinsson, 17.1.2009 kl. 10:35

3 identicon

Sterk framsókn nýrra tíma. Hvað er í gangi hjá þér Hallur ? Vertu nú raunsær og hættu,  þessi flokkur mun kannski mælast með 2% ef manneskjur eins og Valgerður skrá sig úr flokknum. Hún hélt því fram að þennslan og ábyrgðin væri ekki henni að kenna, veit hún var ekki ein um það en á svarta listanumn er hún

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:09

4 identicon

Það eru um 12.000 félagsmenn í Framsóknarflokknum. Aðalfulltrúar á flokksþingi eru 964 og varafulltrúar eru 518. Það eru 83 félög framsóknarmanna á öllu landinu. Það er óraunsæ óskhyggja hjá grunnhyggnum andstæðingum Framsóknarflokksins að spá einhvers konar endalokum flokksins. Þeir hinir sömu eru hins vegar velkomnir að slást í hópinn og taka þátt í breytingunum!

Einar Skúlason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: ragnar bergsson

Já Hallur minn það eru beinagrindurnar í skápnum það er ekki nóg að henda þeim út, skápurinn verður líka að fara.

ragnar bergsson, 17.1.2009 kl. 11:56

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ekki veit ég hvaða flokka þeir vila kósa sem skrifa á þeim nótum sem Ragnar gerir. En stefna Framsóknarflokksins á vel við á Íslandi í dag og landið þarfnast þess að nýtt fólk taki við á krísutímum. Fólk sem skilur eðli viðskipta t.d.

Við látum ekki svona úrtölur og gamaldags hugmyndir um breytingastórnum lama okkur. Takk fyrir góða grein. 

Jónína Benediktsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:11

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins, ég kíkti inn í tvo klukkutíma, voru haldnar margar ræður.Því miður verð ég að segja það að tilfinning mín strax og ég kom inn var sú að þingfulltrúar væru helst til of mikið uppteknir af sjálfum sér og gerðu sér ekki grein fyrir stöðu flokksins.Það eru trúlaga mikið til sömu andlitin sem eru þarna núna og voru þá.Framtíð flokksins ræðst á morgun þegar ný forysta verður kosin.Ef boðið verður upp á sömu andlitin, þótt þau segist vera orðin ný. þá held ég að framtíð Framsóknarflokksins sé óviss vægast sagt.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Tja þessi tillaga ykkar um aðild að ESB en með undanþágu frá sjávarútvegshlutanum er eins og að biðja um þríhyrning sem að er hringlaga. Þessi tillaga er auðvitað bara markleysa og aumkunarverðs tilraun flokks sem að hefur ekkert fram að færa til þess að hafa eitthvað fram að færa. En mér finnst sérstakt að með þessari tillögu er Framsóknarflokkurinn endanlega að segja skilið við uppruna sinn. Það er líka staðreynd að landbúnaðurinn mun eiga mjög erfitt að aðlagast þeim breytingum sem að aðild að ESB hefur í för með sér. Nú ætlar fyrrum flokkur bænda að snúa algerlega bakinu við landbúnaðinum til þess að trekkja fólk að með aðild að Evrópusambandinu sem baráttumáli. Ég tek undir orð Páls Péturssonar og efast stórlega um það að þetta verði Framsóknarflokknum eitthvað til framdráttar.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 13:46

9 identicon

Gott kvöld; Hallur, líka sem þið önnur, hver geymið og brúkið ritlinga nokkra !

Hallur ! Við; almenningur á Íslandi, munum ALDREI gleyma þætti flokks þíns, Framsóknarflokksins, né samsekt, í glæpaverkum frjálshyggju aflanna.

Þið getið sparað ykkur; sjálfumgleðina og sjálfhælnina, Hallur minn, því,...... að leikslokum mun spurt verða, um síðir.

Flokks fjanda ykkar; skildi hegna, grimmilega, sem Sjálfstæðisflokki og Samfylkingar hörmunginni, fyrir eyðileggingar starfsemi ykkar, á umliðnum árum.

Með afar þunglegum kveðjum; en kveðjum þó, úr Árnesþingi  /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:17

10 identicon

Gott atrið þar sem verið var að endurlífga framsókn

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:45

11 identicon

Gott atriði í spaugstofunni meina ég

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:48

12 identicon

Það er nú ekki alveg tími til kominn að aftengja öndunarvélina strax Hallur. Líðan sjúklingsins er ennþá mjög tvísýn. Það er enga betrumbót að sjá ennþá. Álgerður er ennþá í afneitun og neitar að taka lyf við því. Og þegar þetta er ritað þá er líklegast að Páll Magnússon hennar hægri hönd fái formennskuna.

Hans hlutverk verður þá væntanlega það að sjá um útförin fari þá fram með viðeigandi hætti þ.e.a.s í boði S- hópsins.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:10

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Jæja kreppukarl!

Þú veist greinilega ekkert um sagnfræði!

Nokkrar staðreyndir!

Fjöldaatvinnuleysi hefur fylgt ríkisstjórnum Sjálfstæðisfloks og Krata. Ekki Framsókn.

Það hefur verið í ríksstjórnartíð Framsóknar sem fjöldaatvinnuleysi sem orðið hefur í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Krata hefur verið eytt.

Rétt að a angt?

Óska rökstuðnings en ekki sleggjudóma sem einkennir skrif þín um Framsókn!

Hallur Magnússon, 18.1.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband