Össur á leið í kosningar

Össur Skarphéðinsson er á leið í kosningar ef marka blogfærslu hans Alphabylgjur og kosningaskjálfti

"...Iðnaðarráðherra var með sterkar alphabylgur, og því stresslaus. Það vakti hins vegar athygli Kristins að mælingin sýndi merkilegt frávik, sem hann hafði ekki séð áður. Yfir þessu lá eðlisfræðingurinn drykklanga stund. Síðan leit hann upp með glampa snillingsins í augum, og lagði fram greiningu sína, sem kann að hafa pólitíska þýðingu:

Heilabylgjumæling Mentis Cura á iðnaðarráðherra sýndi svo ekki varð um villst að það er kominn í hann kosningaskjálfti!"

Það veit á gott að Össur er á leið í kosningar. Íslendingar þurfa á því að halda - og það er alveg jafnljóst að við þurfum á ríkisstjórn að halda - því ekki ráða Össur og félagar við ástandið - sem að hluta til er til komið vegna vitleysisgangis ríkisstjórnarinnar á undanförnum mánuðum.

Nema Össur sé að undirbúa formannskosningar í Samfylkingunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Síðasta línan - ansi viðkvæmt mál og erfitt að ræða. Ég hef lengi haft þetta á tilfinningunni. Össur, Björgvin og Ágúst ætla sér mikinn frama.

Baldur Hermannsson, 11.1.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldur.

Sammála um að síðasta línan sé ansi viðkæmt mál - en stundum þarf að ræða viðkvæm mál. Það verður að minnsta kosti varaformannsslagur í Samfylkingunni

Hallur Magnússon, 11.1.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Solla í Svíariki

og Samfó er voðinn vís:

Össur í alfalíki

öskrar: Nú þjóðin kýs.

Björgvin R. Leifsson, 11.1.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband