Lambhúshettuliðið enn með leiðindi

"Nú er lokið vikulegum mótmælafundi á Austurvelli. Lögregla áætlar að um tvöþúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendurnir segja á bilinu fjögur til fimm þúsund hafi mótmælt. Hörður Torfason sem staðið hefur fyrir fundunum lenti í orðaskaki við fundargesti þegar hann bað hóp manna að taka niður lambhúshettur sem huldu andlit þeirra."

Þetta segir í frétt á www.visir.is

Ég komst ekki á fundinn, en það er alveg ljóst að lambhúshettuliðið heldur áfram með leiðindi - og skemmir fyrir friðsömum mótmælendum sem standa fyrir máli sínu með rökum og í eigin persónu.

Mér dettur helst í hug hugleysi þegar ég sé þetta lambúshettulið.

Málstaðurinn er góður - en lambhúshettuaðferðin slæm.

Ítreka fyrri orð mín um að leiðin út úr erfiðleikunum verður að vera Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna .

Bendi einnig á góða pistla Salvarar Gissurardóttur Skríllinn mun eiga síðasta  og Þátttökumótmæli eða miðstýrð mótmæli

Einnig frábært blogg Eyþórs Árnasonar  Kryddsíld - Bardaginn á Borginni


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það er svolítið sérstakt hvar visir.is sér aðalatriðin í sínum fréttafutningi af mótmælunum.  Lambhúshettu fréttinn var líka aðalfréttin í 5 fréttum Bylgunnar. 

Til frekari upprifjunar þá bríndi forstjóri 365 lögreglu til frekari hörku gegn lambhúshettuklæddum mótmælendum á nýársdag. 

Það  spurning hvort gamla góða lambhúshettan er hætt að þjóna tilgangi sem vetrarklæðnaður, en er farin þess í stað að vekja fasískar kenndir.

Magnús Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 17:55

2 identicon

Thu gaetir kannski skyrt thad ut fyrir okkur hvada arangri 13 fridsamleg motmaeli hafa nad fram ad ganga.  Thad er haegt ad segja margt misjafnt um motmaelin a gamlarsdag en eitt er samt vist: radamonnum tokst ekki ad hunsa thau eins og Hord Torfa i 13 skipti af 13.

Sveinn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þjóðverjar sjá sérstaka ástæðu til að banna hettur sem þessar í mótmælum. Sennilega er afstaða þeirra mótuð af reynslu fyrri áratuga,þegar mótmæli breyttust í Baader-Meinhof og RAF.

Reyndar er það frekar sorglegt að þeir sem mótmæla með hettur eru feimnir við eitthvað, eða skammast sín fyrir skoðanir sínar.

Ég mæli með banni við þessum hettum í samhengi mótmæla, þó vafalaust séu þær góðar í norðanvindi.

Haraldur Baldursson, 3.1.2009 kl. 18:25

4 identicon

Það er grundvallaratriði lýðræðiskerfis okkar að í því eru kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og embættis forsetans leynilegar. Kjörklefinn þjónar sama hlutverki og lambhúshetta.

HMH.

Haukur Már Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég velti fyrir mér hvaða hagsmunagæslu Hallur stendur í. Mér er það sársaukalaust þótt einhverjir séu með skuplu fyrir andlitinu. Í dag er það fólk af sumum útmálað sem skríll og því eru gerðar upp annarlegar hvatir þótt erfitt reynist að henda reiður á hverjar þær séu.

Það er vel skiljanleg ástæða mótmælenda að hylja andlit sín þegar það sýnir borgaralega óhlýðni í ljósi þess aðstöðumunar sem fólk er í gagnvart stjórnvöldum. Hópur fólks sem ógnar auglýsingatekjum 365 einn dagpart er sett í járn og væntanlega dregið fyrir dóm. Hópur fólks sem féflettir almenningshlutafélög, lífeyrissjóði og leggur efnahag þjóðarinnar í rúst. Hann fær bjór, snafs og kryddsíld.

Tilvitnun til í færslu Salvarar Gissurarsonar færir engin rök fyrir þeim málflutningi sem viðhafður er á þessu bloggi.

Eina óvéfengjanlega tilfellið um ofbeldi eða ofbeldishótanir sem sést hefur í fjölmiðlum var í boði hagfræðings hjá Seðlabanka Íslands þar sem hann gekk við annan mann um bæinn og veittist helst að konum.

Það má til sanns vegar færa að hann var ekki með klút fyrir andlitinu, það er spurning hvort hann og hans gjörðir séu bættari fyrir vikið.

Sigurður Ingi Jónsson, 3.1.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir að benda mér á færsluna hans Eyþórs. Snilld!

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 19:55

7 identicon

Það hlýtur hver og einn að hafa rétt til að mótmæla með sínum hætti og þeir sem eru með hetturnar hafa jafnan rétt til þess og við hin, Þvimiður hafa friðsamleg mótmæli ekki skilað neinu og ráðmenn hlusta ekki á okkur, þeir segja bara já það er réttur hvers manns að mótmæla síðan snúa þeir sér við og hugsa þetta eru nú meiri hálfvitarnir halda virkilega að þeir fái einhverju breytt.

Ef stjórnmálamenn hlustuðu á friðsöm mótmæli þá þyrftu menn ekki að vera hettuklæddir og notast við hamagang og jafnvel ofbeldi til þess að fá sínu framgengt.

Hið andlega ofbeldi kemur frá stjórnvöldum, mótmælendur standa hjá vanmáttugir gagnvart þvi ofbeldi þar til þeir missa stjórn á hegðun sinni.

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Sveinn.

Heldur þú virkilega að eignaspjöll og ofbeldi skili einhverju málefnalegu?

Ef svo er þá er það misskilningur. Eignaspjöll og ofbeldi geta hins vegar skilað sé í ófrjálsara samfélagi þar sem hutir sem okkur á Íslandi hefur þótt sjálfsagðir - hverfa. Slíkt hefur yfirleitt alið af sér aukna hörku stjórnvalda og lögreglu.

Lögreglan í Reykjavík hefur staðið sig með sóma - og gefið mótmælendum mikið svigrúm.

Það er hætt við að það svigrúm farið að minnka. Tala nú ekki um ef ríkislögreglan fer að koma meira að málunum. 

Skrílslætin hafa frekar öfur áhrif á stjórnmálin - gefa stjórnmálamönnum tilliástæðu til þess að taka EKKI mark á inntaki hinna friðsamlegu mótmæla. 

Friðsamlegu mótmælin hafa hins vegar haft áhrif - og munu hafa enn meiri áhrif. Þegar þau eru fjölmenn - þá hlusta menn - því massinn mun taka þátt í komandi kosningum. En lambúshettuliðið mun hisn vegar fæla fleiri og fleiri frá friðsamlegum mót´mælum - og hinn mikli þungi sem í þeim hefur verið - hverfur. Eftir stendur fámennur hópur lambhúshettuliðs - sem á endanum munu ná markmiði sínu - aukinni hörfku lögreglu, handtökum og fangelsunum vegna spjalla og líkamsmeiðinga.  Þannig er bara ferlið þegar menn hætta friðsömum mótmælum.

Sigurður Ingi.

Ég er ekki í neinni hagsmunagæslu. Mér bara finnst þetta - og hef að öllum líkindum rétt fyrir mér í þetta skiptið!  Það er ekki alltaf svo reyndar!

En ég alla tíð sagt það sem mér finnst - óháð því hvort það hefur verið mér til framdráttar eða ekki. Og það undir nafni.

... og þeir sem hafa þekkt mig í gegnum áratugina vita að ég skirrist ekki við það að mótmæla því sem mér finnst rangt - og að ég fari eftir minni samvisku. En ég geri það friðsamlega - en af festu.

Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 22:29

9 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Eftir færslu þína ákvað ég að lesa orð höfundar um sjálfan sig - hægt og rólega!

Ekki get ég ímyndað mér hvað sr. Baldur hefði sagt um ásjónu og heilabú þess unga fólks sem mótmælir þeirri stöðu sem ,,hið spillta auðvald" hefur dæmt til að greiða fyrir sig:  3ja milljarða íbúð í New York, Lúxus-lúxus skemmtisnekkju og allt, allt hitt - ..... en hitt veit ég að sr. Baldur þykir með orðheppnari mönnum og sjálfsagt að flagga þeim ummælum sem sjálfur Baldur hefur viðhaft um þig!

Eins og ég þekki til kappans þá þykir mér næsta víst að mun merkilegra þætti honum það unga fólk sem hefur áræði til þess að líta í aðra átt, sjá aðra möguleika, en það gersamlega greindarskerta lið sem með öllum tiltækum ráðum sem peningar geta skapað, reyndi að sannfæra þjóð um þann heilaga sannleik - ,,Að aldrei hefði þjóðin búið við aðra eins velferð"

Ég var ekki orðin 10 ára þegar ég vissi að á bak við alla velferð, væri aukið magn peninga og að þeir peningar fengjust fyrir RAUNVERULEGA framleiðslu!

Hallur og Spesía - Ég var að vona að þú notaðir þína gagnrýnu hugsun, eins og þú gerir svo gjarnan við efnahagsmál - og oft góð lesning - en því miður Hallur - Eyþór er tæknimaður hjá Stöð 2 og hefur verið mjög lengi.  Indælis maður og ekkert út á það að setja, en sorrý........................... Með orðum sínum og framgöngu hefur hann sýnt og sannað að hann eins og svo margir aðrir eru til sölu.

Þetta segi ég eftir að hafa horft á myndir, myndbönd og annað í tengslum við mótmæli á Gamlársdag.

Í fyrstu brást ég reið við aðgerðum mótmælenda - en þegar betur var að gáð á fréttaflutning af þessu dæmi - kom ýmislegt ljótt í ljós - 

Að lokum Hallur - okkar beggja vegna sem foreldrar - ætla ég rétt að vona að börnin okkar - verðskuldi ekki slíkt ofbeldi sem hagfræðingur SÍ og bróðir hans svæfingalæknir beittu óbreyttum þegnum þessa lands s.l. Gamlársdag.

Forsvarsmenn Stöðvar 2 neyddust til að viðurkenna, fyrir ljósmyndara sem mætti til Stöðvar 2, til að fá að mynda hin ónýtu tæki - að ekkert slíkt hafði gerst fyrir utan einn sjónvarpskapall (Hefðu átt að láta vera) - Hins vegar var komið nýtt mál hjá þeim - þeir höfðu misst af auglýsingatekjum vegna Kryddsíldarinnar.

Skyldu þeir hafa beðið Rio Tinto um meiri styrk vegna þessarar brostnu útsendingar? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:40

10 identicon

Hvernig er hægt að finna rök fyrir því að menn sem stunda s.k. mótmæli  í lambúshettum, séu að mótmæla á málefnalegum forsendum. Þeir sem klæðast lambúshettum við iðju sína hafa hingað til verið annaðhvort hryðjuverkamenn eða  bankaræningjar.

Þarf að rökræða það eitthvað frekar?

ghb (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:42

11 identicon

SMJÖRKLÍPAN!!!!!!!  ...sem beinir athyglinni í rangar áttir.  Eruði í alvörunni að rífast um lambhúshettur þegar við þurfum að standa saman um það að koma valdhöfum í skilning um hvar valdið liggur????

Bergur (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:43

12 identicon

Það má ekki gleyma því að Geir Hilmar er að hvetja til og stuðla að ofbeldisfullum mótmælum ljóst og leynt.

Fannar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband