90 ár frá fyrsta skóladegi Samvinnuskólans - nú Háskólans á Bifröst!
3.12.2008 | 09:41
Í dag eru 90 ár frá ţví fyrstu nemendurnir hófu nám viđ Samvinnuskólann forvera Háskólans á Bifröst. Reyndar er stofndagur Samvinnuskólans talinn 12. ágúst 1918 ţegar stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga samţykkti ađ halda skóla "fyrir samvinnumenn" og ađ Jónas Jónsson frá Hriflu yrđi skólastjóri.
Ţađ var öflugur hópur sem hóf kennslu ţennan dag fyrir 90 árum. Jónas frá Hriflu, Ásgeir Ásgeirsson síđar forseti Íslands, Héđinn Valdimarsson, Arnór Sigurjónsson, Guđmundur Magnússon, Jón Guđmundsson og Ólöf Jónsdóttir.
Enda varđ Samvinnuskólinn strax öflugur stjórnendaskóli sem skipti íslenskt samfélag verulegu máli. Ţannig hefur ţađ veriđ alla tíđ síđan.
Samvinnuskólinn var fluttur ađ Bifröst í Norđurárdal sumariđ 1955. Ţá hófst Bifrastarćvintýriđ - sem stendur enn!
Í kjölfar breytinga á íslensku samfélagi ţar sem menntunarstig ţjóđarinnar ţróađist Samvinnuskólinn í Samvinnuháskólann sem nú nefnist Háskólinn á Bifröst.
Hlutverk Háskólans á Bifröst er ekki síđur mikilvćgt í dag en ţađ var viđ stofnun Samvinnuskólans áriđ 1918. Ţađ er von mín ađ háskólinn haldi áfram ađ ţróast í takt viđ samfélagiđ - eins og skólinn hefur alla tíđ gert - og verđi áfram međ í fararbroddi hér eftir sem hingađ til.
Hallur Magnússon, formađur Hollvinasamtaka Bifrastar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
SÍS merkiđ var faliđ undir mottum ţegar ég var í Samvinnuháskólanum - en eftir ađ nafninu var breytt í Viđskitpaháskólann og menn föttuđu ađ sagan og arfleifđin var stykur - fékk SÍS merkiđ ađ skína á ný!
Hallur Magnússon, 3.12.2008 kl. 11:30
Ég ćtla rétt ađ vona ađ ekki sé kennt í dag í anda samvinnuhreyfingarinnar. Voru ţeir ekki nokkrir ţađan sem stóđu ađ Gift málinu. Ótrúlegt hvernig ţađ fór.
Guđrún Vestfirđingur (IP-tala skráđ) 3.12.2008 kl. 12:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.