Krafan er algjör endurnýjun í forystu stjórnmálaflokkanna!

Þótt Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún skori þokkalega í skoðanakönnunum og stjórnarandstaðan sé aðeins að braggast - þá má lesa úr úr niðurstöðum skoðanakannana að krafan sé algjör endurnýjun í forystu allra stjórnmálaflokkanna!

Einnig VG þótt fylgi þeirra hafi aukist verulega að undanförnu.

Geir er búinn að vera, Guðni er farinn, engin man hver er forystumaður Frjálslynda, Ingibjörg Sólrún hangir enn inni en ekkimeira en það og fólki treystir Steingrími ekki fyrir stjórnvölinum þótt VG skori hátt í skoðanakönnun - stjórnarandstöðunni er hafnað af allt of stórum hluta þjóðarinnar.

Ég spái að flokkarnir verði við vilja stórs hluta almennings og að við sjáum nýja forystu - annað hvort fyrir næstu kosningar - eða strax í kjölfarið.

Svo er nú það! 


mbl.is Ánægja með stjórnarandstöðu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bið Guð að hjálpa þjóðinni ef að vinstri grænir verða við völd þá verður allt bannað og skattar verða sennilega hátt í 60%. Nú förum við að kjósa fólk en ekki flokka sem hver af öðrum eru svo gjörspilltir að flestum þykir nóg um.  

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:37

2 identicon

   Bið Guð að hjalpa þjoðinni ef sama folk stjornar okkur afram og gert hefur undanfarin 17 ar eða svo. Er ekki V.G og mun aldrei verða. En Hallur hittir a punktinn algjöra endurnyjun i forystu allra flokka. Hallur mundu eftir að þið eigið eftir að losa ykkur við Valgerði.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það á raunar að ganga lengra og endurnýja í þingsal líka.  Látum vera þær konur sem komið hafa inn síðustu daga, en allir aðrir eiga að stíga til hliðar.  Raunar á að ganga lengra og þeir sem hafa setið á þingi undanfarin 2 kjörtímabil á undan eiga ekki að sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum.

Marinó G. Njálsson, 2.12.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, tek undir þetta. Ég vil glæ nýtt blóð í forysturaðir flokkana.

Sindri Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Nýtt blóð í framvarðarsveitir hjá öllum flokkum; það þarf ekki að hreinsa burtu alla þingmenn en skoða hvern og einn, sumir hafa verið þarna inni sem nýliðar og það á ekki að skella allri skuld á þá. Meiri nýliðun á þing og hreinsa svolítið til.

Sem framsóknarmaður þá vil ég sjá raunhæfan kost á öðru stjórnarmynstri fyrir okkur að taka þátt í heldur en B+D. Annað hvort tveggja flokka stjórn án D (sem er fjarlægur draumur miðað við núverandi fylgi) eða þá B+S+VG, og þá þarf áherslubreytingar hjá hinum flokkunum til að það gangi upp, sérstaklega hjá VG. Nýtt forystufólk eins og fólk sem hefur verið í vinstri samvinnu í Reykjavík væri kannski meiri von til að hægt væri að vinna með heldur en Steingrímur J. Vissulega er gaman að kallinum en hætt við að hann yrði hræðilegur í samstarfi.

Einar Sigurbergur Arason, 2.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband