Álverið hennar Valgerðar ljósið í kreppunni!

Álverið hennar Valgerðar Sverrisdóttur - sem mestan heiður á í að koma upp álveri á Reyðarfirði - eru nú ljósið í kreppunni. Þaðan fáum við nú miklar gjaldeyristekjur - og á meðan við upplifum mestu fjöldauppsagnir í sögunni - þá bæta álverin við nýjum, dýrmætum störfum.


mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt - en þó átt eftir að fá á baukinn fyrir þessa skoðun - Nú er rétthugsun í gangi og allir kallaðir lygarar sem hugsa ekki eins og búktalari þjóðarinnar.

Sannleikurinn er auðvitað sá að álverkin hafa skapað hér mikla og trygga atvinnu og eru orðin mikil kjölfesta í íslensku þjóðarbúi. Þar missir enginn vinnu í kreppunni heldur er bætt við fólki, eins og nú kemur fram.

Gaius (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:29

2 identicon

Blessaður Hallur.

Þú heldur það.  Spurðu Friðrik afhverju hann er ennþá í vinnunni.  Mig minnir að megin skýring þessarrar kreppu er gífurleg skuldsetning á móti hægu tekjustreymi.  Hvernig skyldi endurfjármögnun ganga þessa dagana.  Jú, alveg rétt.  Bankarnir sem töpuðu hundruðum milljörðum bíða í röðum eftir því að fá að lána Íslendingum meira.  Friðrik er í áfram í vinnunni af því að hann er svo skemmitlegur.  Þetta væri kanski fyndið ef allar aðrar virkjanir landsins væru ekki líka veðsettar fyrir þessa "guðsblessun".

Og eitt að lokum.  Komdu hérna austur og skoðaðu allan uppganginn eftir að verktakarnir fóru.  Þú gætir t.d. farið að spjalla við starfsmenn Malarvinnslunar eða leitað að austfirskum smáatvinnurekendum.   Öll hliðarstarfsem er svo blómleg þessa dagana.  Og fjölgunin maður, og fjölgunin maður.  Reyndu að finna hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvað er þekkingar iðnaður sem allir eru að tala um ? Áliðnaður er hátækni þekkingariðnaður og orkufrekur þannig að í honum sameinast allt hið góða það er mikil sala á auðlind mikil þörf fyrir háskólaborgara og um leið mikil þekking á öllum sviðum alt sviði náttúrufræðingar verkfræðingar iðnfræðingar vélfræðingar og miklu fleiri fræðingar koma að rekstri á áfyrirtæki svo sem þeim sem á íslandi starfa.

Ástandið á Austurlandi er sjálfsagt svipað og á höfuðborgarsvæðinu þar sem þenslan var mikil verður niðursveiflan einnig mikil það er samansem merki á milli Malarvinsunar og Mest trú ég.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.11.2008 kl. 09:24

4 identicon

Ómar ég kom austur 2001 þá var allt á niðurleið og á Fáskrúðsfirði var ástandið vægast sagt hræðilegt. En eftir að álver á Reyðarfirði kom snarbreyttist ástandið. Það er var þennsla en hún er minni en ætli ástandið sé ekki skárst fyrir austan og ef þú býrð þar enn þakkaðu þá fyrir það. Ef álver hefði ekki komið þá væru þið í sömu stöðu og Raufarhöfn þyrftuð að fara úr húsum ykkar óseldum og engin til að leigja. Ég mæli með því að þú þegir því álverið hjálpaði fleiri en færri

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:42

5 identicon

Ómar!.. ég er fyrrum starfsmaður Malarvinnslunnar  og nýhætt áður en fall kom til, og var búin að starfa þar frá árinu 1996 sem bókari, gjaldkeri og innheimtufulltrúi og uppbygging álvers kemur falli hennar ekkert við.  það vita þeir sem þekkja til. Og ætla kenna álversuppbyggingu þar um, er dæmi sem bara rökþrota fólk grípur til þegar allt annað er fokið.

(IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvað eru miklar nettógjaldeyristekjur eftir?  Þegar búið er að greiða fyrir hráefnið, vexti og afborganir af erlendum lánum og fleira tengt álverinu?  Mér finnst ekki nóg að tala um brúttótekjur af sölu áls.

Hvar getur maður séð þetta svo maður geti haft upplýsta skoðun um þetta?

Lúðvík Júlíusson, 14.11.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Guðrún vill þagga niður í gagnrýnisröddum á álverið í Reyðarfirði. Af hverju má ekki gagnrýna ástandið Guðrún? Af hverju má ekki einfaldlega leggja tölurnar á borðið og reikna dæmið út? Hvað skuldar Landsvirkjun núna vegna Kárahnjúkavirkjunar? Hversu mikið borgar Reyðarál fyrir orkuna á ári? Hverjar eru útflutningstekjurnar þegar aðföng hafa verið dregin frá? Hvað þá þegar afborganir af erlendum lánum hafa verið dregnar frá?

Ljósið í kreppunni segir Hallur. Gjaldeyristekjur? Það hlýtur að þurfa sannan Framsóknarmann til að komast að þeirri niðurstöðu!

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú er Þjóðhagsstofnun fjarri góðu gamni. Hún var lögð af árið 2002, sjá hér. Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn og Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu, sjá hér.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 11:42

9 identicon

Nei Hrellir, það þarf ekki sannan framsóknarmann til, það er skoðun fólks úr öllum flokkum, meira segja frá vinstri grænum

(IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:43

10 identicon

Ég er ekki bara að tala um tölur á borði, það sem ég er að tala um hvað álverið gerði fyrir fólkið á staðnum/stöðunum hefuru skoðað það ? Ætla að taka það fram ég er ekki framsóknarmaður né hrifin af Valgerði en það má samt tala um það sem hefur gert fólki og landsbyggðinni gott. þetta eru svör til þín Hrellir Mér finnst fólk á höfuðborgarsvæðinu oft gleyma því að við úti á landi þurfum líka að lifa og til þess þurfum við vinnu.

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég vill síður en svo gera lítið úr fólki sem kýs að búa á landsbyggðinni. Sumir eru hins vegar haldnir hroka gegn þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu og finnst að þeir eigi alls ekki að skipta sér af atvinnuuppbyggingu annars staðar.

Náttúra landsins er sameign okkar allra. Auk þess þarf að skoða mjög stórar framkvæmdir út frá þjóðhagslegum forsendum fremur en með hagsmuni fárra í huga.

Mér finnst það bara ódýr lausn á stóru vandamáli að klessa niður stóriðju í litlu samfélagi, hvort heldur það er á Reyðarfirði, á Húsavík, í Vesturbyggð eða Reykjanesbæ. Stjórnmálamenn velja stórar lausnir af því að þeir geta baðað sig í allri athyglinni sem það hefur í för með sér. Hins vegar valda þeir sundrungu með svoleiðis stefnu því að mjög margir eru henni andvígir.

Ef skynsemin fengi að ráða væri verið að byggja upp á mörgum mismunandi sviðum og mörgum mismunandi stöðum víðs vegar um landið. Það er hins vegar alltaf snúið upp í einhverja afbökun þar sem fjallagrös og "eitthvað annað" er notað sem smjörklípa.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 12:20

12 identicon

Guðrún.

"..sömu stöðu og Raufarhöfn".  Hvað kjaftæði er þetta eiginlega.  Veistu hvaða landshluta við erum að tala um?  Þér til upplýsingar vil ég benda þér á að 3 af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins eru í Fjarðabyggð.  Á árunum fyrir álver var stóriðja Noregs, laxeldið að byggjast upp hér fyrir austan.  Þensluvextirnir drápu þann vaxtasprota.  Þú segir að ég eigi að þakka og þegja fyrir störfin. Þú gleymdir að bæta því við "og leita að þeim líka".  Heldur þú að gjaldþrot Malarvinnslunar væri slíkt mál hjá Hérunum ef allt blómstraði í hliðarstörfum.  Og það væri meira en skrítið ef einhver stört fyndust ekki eftir  sirka 250 milljarða heildarfjárfestingu.  En ég er líka Íslendingur og ég vil að hlutverk stjórnvalda sé að hlúa af atvinnulífi alls landsins með skynsamri efnahagsstjórn en ekki glórulausri offjárfestingu, sem skilir ekkert eftir sig nema örfá storf og gríðarlega timburmenni og fjöldagaldþrot í verktakastarfsemi. 

Sigurlaug.  Ein helsta gullrótin til okkar Austfirðinga var sú, að okkar illa stödd fyrirtæki fengju innspýtingu í formi vekefna og fjármagns (hagnaðar) á meðan framkvæmdartímanum stóð og síðan átti allt að blómstra með öflugri hliðarstarfsemi, mannfjölgun og uppbygging fyrirtækja.  Vissulega er t.d uppbygging í einu bæjarfélagi í Ungverjalandi sem sér um bókhaldið fyrir álverið og svo get ég minnst á þorp í Kína og Portúgal en þetta var samt ekki það sem Austfirðingum var lofað.  Ástæða þess að ég minntist á Malarvinnsluna var sú, að hún var eitt af örfáum  Austfirsku fyrirtækjum sem fékk  verkefni í kringum þessar framkvæmdir.  Þegar maður lítur yfir brunarústirnar niður á fjörðum þá var það alltaf huggun að vita að einhver græddi á Egilstöðum.

Jón.  Það sem þú sagðir um "the day after" tilbúnar þenslu er ein meginástæða þess að það fékkst ekki nokkur viti borinn hagfræðingur til að verja þess framkvæmd sem byggðastefnu og atvinnuuppbyggingu.   Það var ekki þannig að ekki væri varað við þessu.

En við erum Íslendingar.  Afhverju var Friðrik kallaður aftur til starfa??.  Ég er með þá tilgátu að hann sé svo skemmtilegur en ég er ekki innanbúðarmaður hjá Landsvirkjun.  Veit fólk þar á bæ eitthvað meira um elda en við vitum?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:36

13 identicon

Já ég veit það því árið 2001 var maðurinn minn á sjá á Fáskrúðsfirði og gekk það vel en samt var íbúðaverð þar á þessum tíma mjög lágt og þó nokkuð af tómum íbúðum og ef ég miða það við íbúðaverð í Bolungarvík sem er líka sjávarpláss þá var það mun lærra á Fáskrúðsfirði en eftir að loforð um byggingu álvers kom fór allt upp á við ég veit það. Það sama skeði á Reyðar og Eskifirði. Hvað er það hefði ekki komið, hvar væru þá þessi byggðarlög stödd ? Veit ég til þess að þið umhverfisliðið viljið heldur ekkert á Vestfirði en á hverju á fólkið að lifa því ferðaþjónustan þar er nánast bara á sumrin því veturnir eru oft á tíðum mjög erfiðir þar. Svo er ein spurning til þín hefuru búið úti á landi ?

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:36

14 identicon

Sigurður Hrellir. Það sem landsbyggðarfólki svíður er, að þegar fólk á SV-horninu er að ákveða að fólk megi ekki búa úti á landi. Ég hlustaði í fyrrasumar á Kolbrúnu Bergþórsdóttur í útvarpsviðtali, gera lítið úr fólki sem vill búa á landsbyggðinni. Hún tók sem dæmi "Hver vill búa á Flateyri, það er ekkert þar". Hvaða rétt hefur hún til að dæma, hvað er ekkert og hvað er eitthvað.

Landsbyggðin hefur yfir auðlindum að "ráða" og landsbyggðarfólk er orðið þreytt á að öll raforka sé flutt á SV-hornið, ekkert megi gera í þeirra byggðarlögum sem skapar atvinnu. Í stað þess hefur fólk þurft að flytja og skilja húsin sín eftir á þeim stöðum sem það var fætt og uppalið, og fara þangað sem fjöldinn er.

Reykjavík hefur t.d. flest opinber störf og byggingar, þar af leiðandi tekjur af því. Því finnst mér þetta mikil fátækt hjá þér, Sigurður Hrellir, að tala svona niður til fólks sem vill vera þarna. Ef þú kemur með tölur varðandi atvinna og tekjur frá upphafi (2003) vs. lánaafborganir Landsvirkjunar og sýnir fram á að þú hafir rétt fyrir þér, skal ég klappa og samþykkja þar með að landsbyggðina skal leggja niður.

Landsbyggðin hefur reynt lengi að lifa af í stöðugri samkeppni við SV-hornið og ekki haft erindi sem erfiði. Þú sem íbúi á þenslusvæðinu ættir að skilja það, að það þarf að vinna hratt til að sporna við fólksflótta. Í nútíma fólksflótta til annarra landa, þetta er það sam landsbyggðin hefur verið að berjast við. Það var bara ekki hægt vegna VG og fleiri ofurnáttúrusinna, loka þessu fyrirtæki s.s. kísilverksmiðju í Mývatnssveit og fl.

Að mínu mati eru þeir sem velja og vilja búa á landsbyggðinni, í raun og veru einu sönnu náttúruverndarsinnarnir. Líður best í nálægð fjalla og heiða, passa vel upp á sitt umhverfi.

Soffía (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:34

15 identicon

Flott hjá þér Soffía stend með þér, þú veist hvað þú ert að tala um og það veit ég líka enda erum við báðar af landsbyggðinni. Og það er þess vegna sem þetta umhverfislið fær engan stuðning frá okkur á landsbyggðinni þeir banna þetta og banna hitt en hafa ALDREI komið með raunhæfa lausn nema ferðaþjónustu sem er gott mál en því miður bara hægt að reka yfir sumarið.

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:40

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Guðrún: Hvers vegna þarf alltaf að koma með lausnir?  Ég veit ekki betur en að bestu lausnirnar komi hjá klárum og úrræðagóðum einstaklingum sem hefur svigrúm til að framkvæma þær.  Hin mikla lánaþensla og illa tímasettu framkvæmdir ríkisins (td. virkjanir og jarðgöng) drógu úr svigrúmi þessa fólks og kæfi það að lokum með háum stýrivöxtum og nú kreppu!

 Nú vona ég að frumkvöðlar landsins flýi ekki land!

  Ef ríkið kemur alltaf með bestu lausnirnar þá skil ég ekki hvers vegna við setjum ekki bara allt atvinnulífið í nefnd hjá ríkinu og vona að þar sitji ekki eintómir kallar.  En þegar ríkið á í hlut þá er það ekki einu sinni öruggt.  Ef efnahagsþróun ríkja byggðist á "raunhæfum lausnum" sem bara ríkið getur framkvæmt og látið sér detta í hug, hvers vegna tökum við þá ekki bara upp kommúnisma?  Hvað annað er verið að boða?

Lúðvík Júlíusson, 14.11.2008 kl. 17:10

17 identicon

Takk Guðrún.

En Lúðvík. Það var bara alls ekki það sem var aðalorskökin að þenslunni. Hefurðu séð allar tómu íbúða-, verslunar-, skrifstofubyggingarnar og menningartengdu byggingarnar á SV-horninu?

Bankarnir höfðu það mikið fjármagn frá svipuðum tíma og Kárahnjúkavirkjun hófst, þar sem atvinnuástandi var ekki í góðum málum þegar sú ákvörðun var tekin árið 2002, var ákveðið af ríkinu að fará í þá framkvæmd. Þá byrjaði stjórnlaus útlán í Reykjavík og nágrenni þar sem sveitarfélögin þar tóku mjög virkan þátt og misstu tökin, allir fengu lóðir.

Því þurfti byggingaverkamenn frá öðrum löndum til að koma að málum fyrir austan. Í raun og veru höfðu bankarnir alla stjórntauma á fjármagni í umferð og að sjálfsögðu tók byggingariðnaðurinn við sér. Hvað eigum við að gera við allar þessar byggingar? Núna þegar blasir við að fólk flytji úr landi, verða enn fleiri tóm íbúðarhúsnæði en þau eru um 3.500 í dag.

Þetta olli þenslunni, ekki Kárahnjúkavirkjun nema að litlu leyti. Það hefði verið jákvæð þensla ef allt hefði verið eðlilegt fyrir sunnan.

En þetta hefur verið viðloðandi á landsbyggðinni að þjóðin hefur gert grín að ævistarfi fólks, sem hefur þurft að skilja húsin sín eftir og flytja. Byrja í stórum mínus, fólk yfir fertugt og fimmtugt, á nýjum stað. Þess vegna verður fólk að fá að nota sínar auðlindir í þágu síns byggðalags svo fólk sé ekki bundið átthagafjötrum og kemst ekki í burtu.

Soffía (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:47

18 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Soffía, þú kemst að kjarna málsins.  Ríkið klúðraði málum með því að halda ekki aftur að þenslu og rugli á suðvesturhorninu en þú treystir þeim til þess að fara með efnahagsmál á Austurlandi.  Þarna finnst mér vera mikil mótsögn.

Við erum kannski að deila um hvort ríkið eigi að fara í að jafna tækifæri eftir búsetu eða hvort það eigi að fara í sértækar aðgerðir.  Ég er hlyntur hinu fyrra og vil að það komi á undan sértækum aðgerðum, enda mismuna þær líka fólki eftir búsetu því þeim þarf að velja umfang, staður og stund.

Lúðvík Júlíusson, 14.11.2008 kl. 17:59

19 identicon

Blessuð Guðrún.

Þér til upplýsingar þá bý ég fyrir austan.  Og ég er einn af þeim sem hafa notið góðs af hækkun íbúðaverðs.  Og svo það fari ekkert á milli mála þá er Fjarðarál vel rekið fyrirtæki í sátt við umhverfi sitt og SAMFÉLAG.  En ég er líka Íslendingur og ég trúi á huldufólk en ég trúi ekki vitleysu þó hún sé endurtekin nógu oft.  Vissulega komst líf á íbúðarmarkaðinn og vissulega sköpuðust störf.  Og fleiri störf eiga eftir að skapast.  En ekkert af þessu var í samræmi við það sem var lofað.  Hlutur Austfirðinga í framkvæmdunum var mjög óverulegur og það lítill að forráðamenn austfirskra fyrirtækja héldu fund og kvörtuðu opinberlega.  Þessar framkvæmdir voru aðallega byggðastefna fyrir verktaka á höfuðborgarsvæðinu, nokkur þorp í Kína, Portúgal og Póllandi.  Hliðarstörf sem áttu að standa undir áframhaldandi vexti og viðgangi hafa mjög látið á sér standa enda er mjög mikil deyfð yfir verslun og þjónustu.  Fólk sem trúði stjórnvöldum og fjárfesti til að mæta uppgangnum er flest komið á hausinn eða á leiðinni á hausinn.  Það hvarflaði nefnilega ekki af neinum verkaðila að leita til þeirra.  En samlokusala var góð á meðan þessum framkvæmdum stóð, já og svo sala á lopaleistum.  Fasteignamarkaðurinn er í uppnámi því mjög margar íbúðir eru óseldar og núna þegar Pólverjarnir fara þá er leigumarkaðurinn hruninn líka.

Og hvað Fáskrúðsfjörð varðar þá voru þar verslunar og þjónustufyrirtæki fyrir álver en núna er þorpið eins og ungur Fáskrúðsfirðingur orðaði það "dautt".  Hann kom heim eftir smáfjarveru og þó hann hefði vinnu þá var það mannlíf sem hann þekkti horfið, bærinn er dauður sagði hann og hann ætlaði aftur suður. Afhverju ætti hann að vera ljúga, framsóknarmaður í marga ættliði. 

En enn og aftur Guðrún, við erum öll Íslendingar og afhverju er Friðrik Sófusson áfram í vinnu????  

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 18:12

20 identicon

Það er akkúrat málið. Þar sem auðlindir eru á fólk að fá að nýta þær til síns byggðalags. Þessu þarf að stýra svo allt verði ekki eins og "kálfar á vori".

Græðgin kom upp um bankana og er heldur betur komið á daginn. Ekki var það landsbyggðin sem fór svona að ráði sínu, enda hefur hún verið í vörn og samdráttarskeiði um langa hríð.

Soffía (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 18:25

21 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Aðeins um það hverjir eiga að stinga upp á lausnum:

Lúðvík, ég er sammála þér um að við eigum ekki að hafa oftrú á ríkisvaldinu um það. Hins vegar höfum við öll skoðanir á því hvort stóriðja sé góð eða slæm. Hún leysir ekki allt - langt frá því - og það er óðs manns æði að setja öll eggin í sömu körfuna. Fyrir fólk á litlum stöðum skiptir hins vegar máli að menn vinni í því að bjóða stórar lausnir; eitt og eitt starf bjargar ekki stöðunni. Þess vegna sárnar mönnum að þegar heimafólk og fleiri taka höndum saman um að byggja upp hugmyndir um eitthvað stórtækt þá koma aðrir og tala þessar hugmyndir í kaf án þess að koma með áþreifanlegar lausnir í staðinn.

Ég er ekki sérstakur aðdáandi stóriðju, þaðan af síður að öll slík verkefni þurfi að snúast um ál. Öll eggin í sömu körfunni. Mér finnst miklu skipta að reyna að skapa sátt um þessa hluti, þar hefðum við framsóknarmenn mátt standa okkur betur. Til dæmis er Hellisheiðarvirkjun sjónmengun fyrir fólk sem á leið fram hjá henni; ekki hefði sakað að hanna þetta mannvirki betur hvað fagurfræðina snertir, en það lá víst of mikið á fyrir það!

En - það er mikilvægt fyrir það fólk úti á landi að það sé virt viðlits, að það sé ekki bara talað niður þegar það kemur með hugmyndir um stórtækar byggðalausnir fyrir sig, heldur að þeir sem hafa önnur sjónarmið sýni þá tillitssemi að reyna að hjálpa þá með öðrum hugmyndum, og þá ekki bara skýjaborgum heldur raunhæfum lausnum. Þetta finnst mér.

Einar Sigurbergur Arason, 17.11.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband