Ríkisstjórnin hækki húsnæðisbætur!

Það er skynsamlegt að frysta gjaldeyrislán heimilanna þar til íslenska krónan styrkist á ný - ef hún á annað borð gerir það.  En það er alveg ljóst að greiðslubyrði heimilanna af íbúðalánum mun aukast all verulega - hvort sem fólk er rmeð gjaldeyrislán eða verðtryggt lán.

Ríkisstjórnin verður að bregðast við með hækkun húsnæðisbóta - hvort sem um er að ræða vaxtabætur eða húsaleigubætur.

Reyndar væri rétt að endurskipuleggja húsnæðisbótakerfið þannig að um verði að ræða eitt húsnæðisbótakerfi sem gerir ekki greinarbun á búsetuformum, það er húsnæðisbæturnar séu þær sömu hvirt sem um er að ræða fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði, í leiguhúsæði eða búseturéttarhúsnæði. Slíkt húsnæðisbótakerfi á að sjálfsögðu að taka mið af tekjum fólk hverju sinni.

Meira um það síðar! 


mbl.is Gengistryggð lán verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Nú eða að veita fyrirfram eingreiðsluhúsnæðisbætur í formi yfirtökuafsláttar gengislána - og verðtryggða (en verðtryggingin ber auðvitað dauðann í sér eins og þú veist innst inni).

Gísli Tryggvason, 9.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eiga skattgreiðendur þeir sem ekki eiga húsnæði að niðurgreiða lán þeirra sem húsnæðið eiga ? 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.10.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli.

Nú skaltu bera saman hækkun á mánaðarlegum afborgunum gengisláns umm á 18 milljónir sem tekið var í janúar 2006 og veðtryggðs láns að sömu fjárhæð sem tekið var í janúar 2006.

Þú munt þá sjá að afborgun af verðtryggða láninu er miklu mun lægri en afborgun af gengisláninu.

Verðtryggingin er vernd fyrir neytendur.

Hallur Magnússon, 10.10.2008 kl. 07:45

4 identicon

ehhh... ég held að gamli frasinn muni sannast - gengistryggðu lánin gefa þér kjaftshögg, en verðtryggðu lauma hnífi í bakið... síðar.

við verðum að losna við verðtrygginguna, annars er bara verið að senda reikninginn fyrir ruglinu beint til saklausra, það þýðir ekkert að segja fólki að það hefði átt að "safna sér" fyrir íbúð, eins og íbúðaverð vart belgt upp á síðustu árum, verð eða gengistryggð lán voru einu kostirnir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Gullvagn!

Ég er sammála þér um að við þurfum að losna við verðtrygginguna. Það er einungis raunhæft á einn hátt. Með því að kasta krónunni og taka upp alvöru gjaldmiðil. Á meðan við erum með krónuna þá verðum við að hafa vertryggingu. Ég mæli með evru.

Hallur Magnússon, 11.10.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband