Saknar einhver dollaranna og hersins á Miðnesheiði?

Æskuminningu skaut upp í huga mér í dag þegar enginn möguleiki var á að afl ferðaeyris í erlendri mynt í íselnskum bönkum. Mundi eftir gamla tímanum þegar ferðaeyrir var mjög naumlega skammtaður - og íslenskri ferðalangar voru í sambandi við vel tengda Keflvíkinga sem gátu reddað dollurum ofan af velli. Á ofurkjörum náttúrlega!

Saknar einhver dollarana og hersins á Miðnesheiði?


mbl.is Útrás fyrir 450 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei! Klárlega ekki.

Haustmaðurinn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei...

Óskar Þorkelsson, 8.10.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég stoppaði um hálfs árs skeið á Vellinum árið 1977. Kom þá bráðungur beint norðan úr landi og fannst lífið innan girðingar ákaflega absúrd á þeim tíma. Þar voru vinnufélagarnir, og síðan ég sjálfur, á kafi í því að redda dollurum fyrir vandamenn á leið til Mallorca. Ég varð fljótt nokkuð góður í þessu og kom mér upp "tengslaneti" eins og það heitir í dag. Mig minnir að gengið hafi verið á bilinu 80-90 krónur (gamlar) á þeim tíma og keypti á ca 10% yfirverði sem mörgum fannst blóðugt þá. Þá gerði maður "framvirka samninga" sem fólust í því að geta gengið nokkuð visst að ákveðnum hermönnum á þeirra útborgunardegi.

Við þetta má bæta að á föstudögum var gefið út blað sem hét The White Falcon. Í blaðinu var dálkur sem hét fore sale. Þar voru gjarnan þeir sem á heimleið voru að losa sig við ýmislegt sem þeir töldu borga sig að koma í verð hér. Ég man vel hvernig stemning var rétt áður en blaðið fór í dreifingu... eða eitthvað svipað og þegar beðið er eftir réttum tölum í lottóinu.

Hafi manni fundist ástandið sjúkt þá...hvað getur maður þá sagt um það sem ríkir er í dag - utan girðingar.    

Atli Hermannsson., 8.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband