ESA krefst EKKI aðskilnaðar félagslegra og almennra lána Íbúðalánasjóðs!

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki farið fram á að aðskilja þurfi félagsleg og almenn lán Íbúðalánasjóðs eins og haldið hefur verið á lofti í umræðunni. Hins vegar hefur ESA bent á að hugsanlega þurfi að setja skýrari takmörk á lán Íbúðalánasjóðs sem bera óbeina ríkisábyrgð - ekki sé ætlast til þess að ríkistryggð lán séu veitt auðmönnum.

Það er einföld lausn til á "ríkistryggingarvanda"  Íbúðalánasjóðs.

Lausnin er sú að Íbúðalánasjóði verði heimilað að stofna dótturfyrirtæki í formi hlutafélags sem sjái um fjármögnun allra útlána sjóðsins án ríkisábyrðar. Slík lán falla ekki undir ríkisstyrktarreglur Evrópska efnahagssvæðisins og því unnt að veita öllum landsmönnum slík húsnæðislán.

Það er ekki rétta leiðin að aðskilja útlán Íbúðalánasjóðs í almenn og félagsleg. Lánin eiga að vera einsleit. Félagslegur stuðningur á að koma gegnum húsnæðisbótakerfi og miðast við stöðu hverjar fjölskyldu fyrir sig á hverjum tíma fyrir sig.

Slíkar húsnæðisbætur eiga að sjálfsögðu að vera sambærilegar hvort sem um er að ræða að fjölskyldur búi í leiguhúsnæði, búseturéttarhúsnæði eða eigin húsnæði.

Það er alger óþarfi að flækja málið með aðskilnaði "féalgslegra" og "almennra" lána - sérstaklega þegar ESA hefir EKKI farið fram á slíkt!

 PS: FRÉTTIN SEM ÞESSI FÆRSLA VAR TENGD VIÐ GUFAÐI UPP!  KANNSKE HAFA MENN ÁTTAÐ SIG Á AÐ STAÐHÆFINGAR UM AÐ ESA KREFÐIST AÐSKILNAÐ LÁNAFLOKKA SÉU EKKI Á RÖKUM REISTAR! Wink


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband