Ríkistryggð íbúðalán í Bandaríkjunum! Af hverju ekki í Evrópu?

Eins og á Íslandi þá er stór hluti íbúðalána í Bandaríkjunum með ríkisábyrgð. Íbúðalánasjóðirnir Freddie Mac og Fannie Mae hafa verið öflugustu íbúðalánafyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrritækin eru hlutafélög - en það hefur alla tíð verið ljóst að á þeim væri ríkisábyrgða, það er að alríkisstjórnin myndi taka ábyrgð á þeim ef illa fer.

Nú er sú staða komin upp. Bandaríkjastjórn hefur nú tilkynnt að ríkisstjórnin sé að undirbúa að yfirtaka stjórn sjóðanna. Sjóðirnir muni halda áfram starfsemi þar sem bandaríska alríkisstjórnin ábyrgðist skuldbindingar þeirra.

Íbúðalánasjóður er í eigu íslenska ríkisins. Lán Íbúðalánasjóðs bera því ríkisábyrgð - óbeina þó.

Þessi ríkisábyrgð hefur verið eitur í beinum ekki einungis íslenskra banka, heldur evrópskra, sem líta á pínulítinn ríkisrekinn Íbúðalánasjóð innan Evrópska efnahagssvæðið sem ógnun við sig. Það gæti nefnilega einhverjum dottið í huga að setja upp slíkan vel heppnaðan Íbúðalánasjóð annars staðar í Evrópu!

Þess vegna hefur Brusselveldið gert allt til þess að knésetja Íbúðalánasjóð á Íslandi - þrátt fyrir að staða hans og hlutverk sé afar mikilvæg íslenskum fjölskyldum!

... og það á sama tíma og breska ríkisstjórnin ríkisvæddi Northern Rock - einn stærsta íbúðalánasjóð Bretlands.

Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að standa í fæturna gegn Brussel - og standa vörð um Íbúðalánasjóð!

Fyrst ég er að tala um Íbúðalánasjóð - þá verð ég að minna á bullið í Ingibjörgu Sólrúnu um ESA og Íbúðalánasjóð:

Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!


mbl.is Bandaríska ríkið að yfirtaka fasteignalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Freddie og Fannie hafa fengið aðgang að ódýrara fjármagni en þær ættu að hafa gert í gegnum tíðina vegna þessarar óformlegu ríkisábyrgðar. Lánveitendur hafa haldið áfram að lána sjóðunum í trausti þess að ríkið stigi inn og bjargi þeim ef til greiðslufalls kæmi. Rótin að efnahagsvanda heimsins í dag liggur í fasteignalánakerfi Bandaríkjanna. Hvers vegna ættum við að vilja elta Bandaríkjamenn niður í dýflissuna? Þessir sjóðir voru settir upp af ríkisstjórn Bandaríkjanna á sínum tíma. Þeir náðu yfirburðarstöðu á markaðnum og nú eru þeir búnir að valda gríðarlegu tjóni eins og reyndar ÍLS á Íslandi. Maður skilur svo sem að Framsóknarmenn vilji draga Ísland niður í þessa holu bara ef þeir fá að halda ríkisbankanum sínum...

IG (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Velkominn á fætur IG!

Hallur Magnússon, 6.9.2008 kl. 11:38

3 identicon

Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þér Hallur. Haltu endilega áfram að ræða um þetta hér a blogginu og hvar sem er.

Ríkisstjórninni veitti sko svo sannarlega ekki af ráðgjöf í þessum málum frá þér. Ég tala nú ekki um þegar ISG opnar munninn á sér á sinn yfirlætisfulla hátt um þessi mál, sífellt snobbandi fyrir einhverjum arfavitlausum eftirlitsstofnunum Evrópusambandsins, alltaf eins og sjálfur keisarinn hafi talað ! Áfram Hallur ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Það er siður frjálshyggjumanna að finna einfeldningslegar afsakanir. (IG)

F og F eru ekki beinlínis fyrstu bankarnir sem fara á hausinn í yfirstandandi heimskreppu. Þeir sem á undan rúlluðu gátu, þrátt fyrir að  vera án ríkistryggingar, fengið lán þangað til þeir fóru á hausinn.

Meinið í heiminum er frjálshyggjan sem rekin hefur verið undanfarin ár. Frjálshyggjan er, eins og bróðir hennar kommúnisminn, stjórnkerfi sem ekki getur gengið upp. Örfáir valdhafar sópa að sér eins miklum auðæfum og mögulegt er, meðan partíið varir, og síðan lendir brunarústin á almenningi eftir eldsvoðann.

En við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hreift verði við ÍLS.  Það verða engir bankar til að kvarta.  Kaupþing í ríkiseigu fer varla að nöldra út í ÍLS í ríkiseigu.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.9.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband