Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra?

Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra til að hafa eitthvað uppi í erminni fyrir fjárlög næsta árs - fjárlög sem fyrirsjáanlegt var að þyrftu að taka tillit til nýrra samninga við ýmsar opinberar stéttir?

Við erum meðal annars að súpa seyðið af verðbólgufjárlögum ársins í fyrra þegar Samfylkingin fór á eyðslufyllerí af gleði yfir að komast í ríkisstjórn - og Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í fjörinu!

Við skulum ekki gleyma því að þar voru 20% raunaukning á útgjöldum á fjárlögum í fyrra - einmitt þegar allir málsmetandi aðiljar hérlendis og erlendis bentu á að aðhalds væri þörf!

Nú situr ríkisstjórnarparið í þynnkunni - og horfir fram á erfiða fjárlagagerð - þar sem tekjur hafa dregist saman - en útgjaldaþörfin aukist!

Kannske heldur ríkisstjórnarparið að það geti bjargað málum með því að níðast á nokkrum ljósmæðrum sem berjast fyrir eðlilegri leiðréttingu launa sinna. Það væri eftir því enda liggur ljósmæðrastéttin vel við höggi - þetta er jú kvennastétt!


mbl.is Kreppan kemur fram í fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband