Hanna Birna handbendi sólkonungsins í Reykjavík?

Ætlar Hanna Birna að verða handbendi sólkonungsins í Reykjavík - Ólafs Friðriks borgarstjóra - sem hagar sér eins og hann sé einvaldur í skjóli Sjálfstæðisflokksins?

Sólkonungurinn ríður nú húsum sem aldrei fyrr!

Fulltrúi Ólafs Friðriks í skipulagsráði  kom sér úr húsi hjá hirðinni með því að koma við kauninn á sólkonunginum þegar hún vildi fylgja lýðræðislegum vinnubrögðum við afgreiðslu tillagna um húsnæðis Listaháskólans, ræða málið í skipulagsráði og taka síðan afstöðu til þeirra.

Fyrir þetta fær fulltrúi sólkonungsins í skipulagsráði að fjúka!

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að bera ábyrgð á sólkonunginum í Reykjavík?

 


mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög svo geðveik borgarstjórn og Hanna Birna þorir ekki öðru en að gera og segja eins og einræðisherrann býður. Það er jú borgarstjórastóllinn sjálfur í húfi. Þetta er hreinn og klár skrípaleikur og Sjálfstæðisflokknum ekki til framdráttar.

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að bera ábyrgð á sólkonunginum í Reykjavík?"

Sjálftektarflokkurinn kom sjálfum sér til valda með því að taka ábyrgð á óla FF.. nokkuð sem sjálftektarflokkurinn á eftir að sjá eftir um langa framtíð því xD verður minnihlutaflokkur í borginni um ókomna framtíð

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 11:30

3 identicon

Það sem félagshyggjuflokkarnir þurfa að gera er spila fleiri svona mál upp í hendurnar á Ólafi, því maðurinn virðist ekki hafa nokkra diplómatíska hæfileika "my way or the high way" er mantran, að kalla hann sólarkonung er því algjört réttnefni. Sjálfstæðimennirnir í valdafíkn sinni munu þurfa að verja hverja ákvörðun Ólafs, enda eingögnu um skoðanalausa hirð að ræða. Þar með koma helsærðir til sveitarstjórnarkosninga, sem ótrúverðugir frambjóðendur sem ekki er treystandi. Hönnu Birnu er reyndar vorkun það er sem hún er stödd í endajaxlatöku sem ætlar engan endi að taka. Það er bara vonandi þegar hún tekur við sem borgarstjóri að skaði Ólafs verði of stór. En þá er málið hjá R-lista flokkunum hella salti í sárið ótt og títt, sjá til þess að sólkonungurinn geti haldið áfram að láta ljós sitt skína.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:40

4 identicon

Ólafur virðist vera að tapa sér.  Sólkonungurinn rekur frá sér hirðmenn sína og sviptir þá völdum fyrir litlar sakir.  Hvað eru þá margir eftir í hirðinni?  Þrír, fjórir, kannski fimm með Jakobi miðbæjarmarkgreifa.  Einkunarorð Ólafs fyrsta Sólkonungs gætu verið: "Ruglið.  Það er ég".

marco (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:38

5 identicon

haha marco

Alveg rétt - hvert er baklandi og hve lengi þangað til að hallarbyltingin verður að veruleika. Viva le Reykjavik

pulper (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:15

6 identicon

Af með hausinn - af með hausinn, var lausnin hjá persónu einni í þekktri sögu.  Mig minnir að það hafi verið í Lísu í Undralandi.

Bryndís (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband