Ræðst Saving Iceland næst á friðargæsluna?

Ætli Saving Iceland ráðist næst á íslensku friðargæsluna? Verður friðargæslan sökuð um hernaðaríhlutun í Afganistan þar sem nokkrar afganskar ár verða beislaðar í þágu fólksins í Afganistan?

Ef Saving Iceland ætlar að verða sjálfu sér samkæmt í vitlleysunni - þá megum við búast við þessu!

Annars verður við að taka Saving Iceland eins og þau eru. Hópur ungs fólks sem langar að vera óþekkir unglingar aðeins lengur! Eins og unglingar yfirfullir af réttlætiskennd vega þess sem þeir halda að sé óréttlæti - og nota tækifærið í óbeislaðan ærslagang. Yfirfæra "réttlætið" langt út fyrir hið eiginlega óréttlæti - til að geta haldið fjörinu og ólátunum áfram.

Segjum við ekki að bið eigum að varðbeita barnið í okkur?

Saving Iceland er að varðveita ólátaunglinginn í sér!


mbl.is Borga tuttugu smávirkjanir í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Það má búast við því ef friðargæslan notar Ál.

Ég vinn í álgeiranum og heimiliskött þetta er ágætis köttur á unglinga aldri hæfileikaríkur

og lítur svona út.

 kisa9

Hinsvegar mun  Saving Island líta á hann svona. 

Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 10:08

2 identicon

Rosalega dæmigerð færsla frá manni sem veit nákvæmlega ekkert um Saving Iceland annað en það að sumar (reyndar mikill minnihluti) af aðgerðum okkar fela í sér ögrun við þrengstu og forpokuðustu túlkun laganna. Og sennilega veistu ennþá minna um  umhverfisáhrif virkjana og mannréttindabrot álfyrirtækjanna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Eva mín.

Ég veit nákvæmlega hvað Saving Iceland stendur fyrir. Ég veit einnig nákvæmlega um umhverfisáhrif virkjana. Einnig raunveruleg og meint mannréttindabrot álfyrirtækjanna!

Það breytir því ekki að hegðun ykkar er hins vegar nákvæmlega framlenging á óstýriláta unglingnum, sbr. "...aðgerðum okkar fela í sér ögrun við þrengstu og forpokuðustu túlkun laganna."

Sú staðhæfing kann að standast - en veitir ykkur ekki rétt til þess að taka lögin í ykkar hendur. Elsku aktívistarnir mínir!

Ég skil hins vegar tilfinningar ykkar - sem fá ykkur til að ganga of langt - og að líkindum skaða málstaðinn frekar en að styrkja hann!

Ég fæ reynda svona nostalgíukast að fylgjast með ykkur :)

Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 17:21

4 identicon

Það er dálítið merkilegt að enginn þeirra sem fullyrðir eða telur líklegt að aðgerðir Saving Iceland skaði málstaðinn, getur fært nokkur rök fyrir þeirri skoðun.

Ég er reyndar viss um að bæði Gandhi og Nelson Mandela hafa fengið það framan í sig að aðgerðir þeirra sköðuðu málstaðinn. Ég er líka nokkuð viss um að þeir sem tönnsluðust á því hafa mest lítið lagt til baráttunnar sjálfir. Rétt eins og þeir sem agnúast út í Saving Iceland.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Eva mín!

Ég er einungis að túlka viðbrögð fjömargra vina minna sem eru á móti virkjunum - og margir hverjir hafa haft sig verulega frammi - en hafa dregið sig út úr beinni baráttu gegn virkjanaframkvæmdum vatnsfallsvirkjanna - vegna ykkar.

... og eru það vel upplýst og skynsöm - að hlusta ekki á bullið í ykkur varðandi vistvænar gufuaflsvirkjanir sem rísa eiga undir núverandi háspennumöstrum!

Reyndar finnst mér jafn skemmtilegt að þú skulir óska eftir röksemdarfærslu - eins og hluti raka ykkar eru á besta falli á þunnum ís - og versta falli rakalaus þvættingur  - eins og þegar fyrrverandi unglingurinn minn - sem reyndar er frekar skynsamur - sagði alltaf "af því bara" við eigin réttlætiskend gagnvart sjálfri sér - en bað alltaf um rök fyrir skoðunum mínum sem ekki fe´llu að hennar !

En hún var náttúrlega bara unglingur - og mótmælandi í marga ættliði :)

Síðan frábið ég mér að heyra ykkur nefna nafn Gandish og Mandela í sömu mund og síðþroskaunglingafyrirbærið Saving Iceland! Það er eins og þegar George W. Bush tekur sér í mun orðin "frelsi", "réttlæti" og "lýðræði".

Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 18:04

6 identicon

Hvaða rök eru það sem þú telur standa á þunnum ís eða vera þvætting?

Gandhi og Mandela börðust gegn kúgun og mannréttindabrotum á heimavelli. Hluti af baráttu SI er mannréttindabarátta enda eru fórnarlömb Alcoa og Alcan, t.d. á Indlandi, Jamaica og í Kína, ekkert skár sett en þeir sem hafa búið við aðskilnaðarstefnu. Við erum svo lánsöm að búa við töluvert meira lýðræði en þessir menn og þurfum ekki að óttast að sæta sömu meðferð og þeir. Það breytir því þó ekki að hugmyndafræðin sem við vinnum út frá er sú sama og ásetningurinn er sá sami; að hamla gegn valdhöfum sem eyðileggja lífsafkomu fólks og brjóta samviskulaust gegn réttindum þess.

Það er hið mesta kjaftæði að gufuaflsvirkjanir séu umhverfisvænar. Þær eru skárri en vatnsfallsvirkjanir en henta mun betur til að fá heitt vatn en að framleiða rafmagn. Borholur endast ekki nema í um 40 ár. Eftir það þarf að hvíla svæðið í önnur 40 ár. Jarðrask, raflínur og rörleiðslur fylgja jarðhitavirkjunum og hver þessara virkjana skilar aðeins litlum hluta af þeirri orku sem álver þarf á að halda. Eitt álver útheimtir margar borholur og við eigum fjandinn hafi það ekki nema um tuttugu háhitasvæði. Fyrir nú utan það að við vitum ekki sérlega mikið um lífríki á þessum svæðum og erum því ekkert með það á hreinu hverju er verið að fórna. 

Þar fyrir utan þá vantar okkur ekki meira rafmagn. Eini tilgangurinn með meiri rafmagnsframleiðslu er sá að sjá erlendum glæpafyrirtækjum fyrir tækifærum til að öðlast ennþá meiri völd. Fyrirtækjum sem hafa hrakið hundruð þúsunda fátæklinga á vergang, eyðilagt afkomumöguleika fólks sem á enga möguleika á að bera hönd yfir höfuð sér, spillt vatni með tilheyrandi heilsufarsvandamálum, rekið starfsmenn sem reyna að stofna verkalýðsfélög, haldið fólki í aðstæðum sem eru í raun ekkert annað en þrældómur og meinað því að tjá sig við fjölmiðla, fyrir utan endalausar lygar og áróður.

Þeir sem hætta að mótmæla umhverfisspjöllum, mengun og slíku framferði gegn manneskjum, vegna þess að þeim líka ekki aðferðir Saving Iceland, geta nú varla talist öflugir liðsmenn í baráttunni og lítt harma ég fráhvarf slíkra heimótta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Eva mín!

Mér líður eins og ég sé kominn í MH aftur!

Það er einkennandi fyrir "sellur" að réttlæta heimskulegar aðgerðir sína með því að vísa í göfugt fólk og göfugan málstað - til að réttlæta sjálfan sig. Þið eruð ekki fyrsta kynslóðin sem lendir í þeirri gryfju.

En hvað um það!

Hver er afstaða síðþroskaunglingafyrirbærisins Saving Iceland til þess að íslenska friðargæslan skuli fjármagna virkjanir í Afganistan?

Það var nefnilega upphaf þessa annars ágæta tespjalls okkar!

Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 21:02

8 identicon

Sé það rétt að þetta rafmagn fari til heimila, samfélgasstofnana og fyritækja í eigu heimamanna, er það bara frábært. Ég verð þó ekki hissa ef "hidden agenda" á eftir að koma í ljós.

Ég vek athygli þína á að þú ert ekki farinn að svara því hvaða rök það eru sem standa á þunnum ís. Það er nefnilega nákvæmlega sama hversu oft þú notar þetta skemmtilega orð "síðþroskaunglingafyrirbæri", það verður ekkert sannara fyrir það, og enn hefur þér ekki tekist að hrekja eina einustu af staðhæfingum "síðþroskaunglingsins".

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:02

9 identicon

Þetta er bjánaleg umræða.  Verð ég að segja að þetta"Saving Iceland" fyrirbæri fyrir mig er að einhver erlend ungmenni komi hingað og til að segja okkur hvernig við á íslandi eigum að framfleyta okkur.
Eins finnst mér það ef við eigum að ræða framtíð okkar íslendinga eigum við að ræða það á íslensku okkar móðurmáli en láta ekki einhver útlensk ungmenni, sem virðast vera atvinnumótmælendur hafa neitt um málið að segja.
Málstaðurinn verður ekkert betri eða "flottari" á ensku.

Ef þetta fólk vill koma fram með sinn málstað verður það að koma fram með það í fjölmiðlum eða kjósa í kosningum ef þá það hefur kosningarétt á Íslandi eða þá bara að halda kjafti.

Við Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því að við eigum í stórfeldum efnahagsvanda og núna eru útflutningsverðmæti af áli talsvert meiri en af öllum fiskafla og fiskvinnslu landsmanna sem þó veldur talsverðum umhverfisspjöllum þó þau eru neðansjávar. Útflutningsverðmæti áls verða ennþá hagstæðara fyrir vegna gríðarleigarar hráefnahækkunar á áli og auk þess gerir hátt olíuverð fiskvinnsluna ennþá óhagstæðari.
Sú atvinnugrein sem mengar mest er væntanlega ferðamannaþjónustan þar sem fólki er flogið í flugvélum og flest keyrir það um landið og veldur átroðningi.  Það væri gaman hvernig þetta fólk í Saving Iceland eða stuðningslið þeirra vill að við Íslendingar framfleytum okkur. Býst ég þó að það hafi væntanlega ekki miklar áhyggjur af því.
Væri það þó gaman að leggja þetta reiknistykki fyrir þjóðina hvað það myndi kosta að afsala sér öllum tekjum af orkuauðlindum þjóðarinnar.  Þetta væri þá hægt að ræða um á íslensku af íslendungum án íhlutunar erlendra ungmenna.   Auðvitað á að huga að þessar framkvæmdir valdi sem minnstum usla á náttúru og eru þar flestir sammála en að þetta verður auðvitað að vera innan skynsamlegra marka og á hinn bóginn má ekki meðhöndla hverja landspildu eins og "heilaga jörð" að mínu viti.

Gunn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:26

10 identicon

Gunn: Það er greinilegt að þú hefur ekki hugmynd um hvað Saving Iceland gengur út á. Hér eru upplýsingar um það, bæði á íslensku og ensku: http://savingiceland.puscii.nl/?language=is   Mín reynsla er að vísu sú að þeir sem mest tala um bjánaganginn hjá SI, hafa aldrei fyrir því að kynna sér þessa síðu, eða neinar aðrar heimildir frá okkur sjálfum.

Hvað varðar afkomumöguleikana þá hefur Andri Snær Magnason skrifað heila bók af tillögum. Hún heitir Draumalandið og fæst í öllum bókabúðum og á öllum bókasöfnum. Reyndar hefur mér virst sem þeir sem hæst kalla eftir öðrum tillögum en stóriðju, hafi engan áhuga á því að opna þá bók.

Varðandi hið dásamlega útflutningsverðmæti áls og umhverfisvænleika stóriðju, þá gæti ég vísað á meira en hundrað heimildir sem sýna fram á annað. Ég byrja á Draumalandinu (sem afhjúpar þessa vitleysu) til að hafa þetta ekki yfirþyrmandi. 

Ég gæti líka bent á marga tugi tengla sem sýna fram á gróf mannréttindabrot álrisanna í fátækari ríkjum en læt einn duga í bili.  http://www.nlcnet.org/article.php?id=447 Þetta er það sem við erum að bjóða velkomin hingað og það er einmitt fyrir þetta fyrirtæki og önnur álíka sem við erum að afsala okkur orkulindum þjóðarinnar. En einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þú munir ekki lesa þessa síðu, frekar en upplýsingaveitu SI eða Draumalandið. Það er svo miklu einfaldara að afgreiða málin með sleggjudómum en þekkingu.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 10:25

11 identicon

Ég las nú bók Andra Snærs og þegar hún kom út og þar er nú enginn heilagur sannleikur þar, þó hann Andri kom fram með marga punkta þar.  Því miður eru fleirri rangfærslur í þeirri bók og sannleikurinn þar ekki einhlítur.

Þú bendir á mannréttindabrot, en verstu mannréttindabrotin eru oft framin í litlum verksmiðjum, þesas undirverktökum undirverktakanna sem oft framleiða föt, skóbúnað og jafnvel leikföng eða minjagripi. Þetta eru verksmiðjur í Kína og öðrum löndum þetta eru vörur sem fólk kaupir hérna á útsölum oft undir ýmsum vörumerkjum. Á að banna þann innflutning? Álframleiðendur eru ekkert verri en aðrir og álframleiðsla er sú iðnaðargrein sem mengar minnst.  Þetta ál verður hvort er eð framleitt annarstaðar, algjör barnaskapur að halda eitthvað annað, og þá er raforkan væntanlega unnin úr kolum með tilheyrandi mengun. 

Það er auðvelt að gagrýna allt, en á einhverju verður fólk að lifa?
Við getum alltaf reynt að færa okkur niður á 19. eða 18. öldina aftur í torfkofanna.  Hætt er við að fólk þá flytji þá í unnvörpum af landi brott.  Þetta er þá hægt að leggja fyrir fólk að draga stórlega úr lífskjörum á Íslandi eða nýta orku- og náttúruauðlindir landsins. Um þetta á þá fólk að geta valið, þeir sem er með kosningarétt hér á landi.  Aðrir þeir sem þykjast hafa skoðanir um annað geta birt þær á netinu, í fjölmiðlum eða þá haldið kjafti.  Að halda því fram að það hafi einhvern rétt til að grípa til ólýðræðislegra og ólöglegra athafna er algjörlega út í hött og á að fordæma.

Það er hlutfallslega færra hámenntað fólk á Íslandi en flestum okkar nágrannalöndum auk þess búum við til þess að gera afskekkt. Stór hluti aðfanga eru innflutt.  Til dæmis til þess að stunda landbúnað hér á nútímavísu þarf að flytja inn stærsta hluta aðfanga allt frá girðingarefni, plastdúka, eldsneyti og áburð og það er varla þjóðhagslega hagkvæmt ef ekki nyti stórfeldra styrkja beinna og óbeinna að stunda landbúnað hér.  Það hefur verið bent á að það sem stendur þróunarríkjunum fyrir þrifum eru styrkir vestrænna ríkja bæði í form af beinum og óbeinum styrkjum og tollaverndar. Á að halda þessum tollum áfram? Á að hækka tollamúranna?

Ferðamannaþjónusta er ein mest mengandi atvinnugrein af öllum sérstaklega hér þar sem nánast allir fólksflutningar verða með þotuflugi og átroðningi. Fiskveiðar þar er mikilli olíunotkun, offveiði og drauganet. 

Hverjar eru hugmyndir þessara erlendu ungmennanna í "Saving Iceland"? Það vill væntanlega einungis bjarga landinu en ekki hugsað um fólkið sem býr í landinu.  Hvernig eiga Íslendingar að framfleita sér á 21. öldinni? 

Hér verður væntanlega fátt um svör. ???? Sérstaklega ef forsendan að ekki megi nýta orkuauðlindir þjóðarinnar.

Gunn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:18

12 identicon

-Hvaða rangfærslur ertu að tala um í bók Andra Snæs?

-Já, það á að banna innflutning á öllum vörum frá fyrirtækjum sem verða uppvís að mannréttindabrotum.

-Það er rangt að álframleiðsla sé sú iðnaðargrein sem mengar minnst, hvaðan í ósköpunum hefurðu þessa þvælu?

-Rökin um að álver muni þá bara rísa annarsstaðar er ég búin að hrekja svo oft að ég er nánast hætt að nenna því. Bentu mér á eitt álver, einhversstaðar í veröldinni sem var lagt niður eða hætt við að reisa, vegna álversframkvæmda á Íslandi. Við erum bara viðbót en leysum ekkert af hólmi.

-Eins og ég segi, heil bók um aðra kosti. Það bjó ekki nokkur maður í torfkofa eða át fjallagrös á Íslandi árið 1966.

-Ég hef ekki neinar patentlausnir í efnahagsmálum. Ég lít hinsvegar ekki á viðskipti við glæpamenn sem valkost. Ekki frekar en ég myndi drýgja heimilistekjurnar með því að leigja raðmorðingja herbergi í húsi mínu. Það eru einfaldlega ákveðnir kostir í atvinnumálum sem við hugleiðum ekki einu sinni. Við skoðum ekki einu sinni möguleikann á því að bjarga efnahag landsins með e-pilluframleiðslu, þrælasölu eða með því að gera líffæri landsmanna upptæk og koma þeim á markað erlendis. Þetta yrðu áreiðanlega þjóðhagslega hagkvæmir kostir en þeir eru bara of ósiðlegir til að vera inni í myndinni. Verslun við fyrirtæki sem halda hundruðum þúsunda í örbirgð og eiga sök á heilsufarsvandamálum og ofbeldi um allan heim, ætti að falla í sama flokk.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:51

13 identicon

Einmitt, eins og ég átti von þú kemur ekki fram með neitt nýtt Eva hvað varðar atvinnustefnu á Íslandi, annað en að við færum okkur 40 ár aftur í tímann hvað varðar lífskjör. Þú veist væntanlega að það felst í því að þú  fáir ca. 20% -25% af þeim launum/lífskjörum sem þú hefur í dag.  Þetta myndi þá þýða það að segja þyrfti upp fólki í stórum stíl hjá hinu openbera í skólum og sjúkrastofnunum auk þess að lækka laun fólks um 2/3, það væri væntanlega vinsælt. Þú þyrftir þá að útskýra það fyrir fólki að börn þeirra og afar og ömmur gætu ekki fengið sams konar læknismeðferð eða menntun eins og í nágrannaríkjunum, því að þið hefðuð ákveðið að friða landið.  Þú veist væntanlega ekki hversu mikið verri og lélegri læknisþjónusta var veitt fyrir 40 árum síðan það veit ég mætavel um.  Það varðar krabbameinsmeðferð, gigtarmeðferð, meðferð geðsjúkra ofl. ofl.

Skora á ykkur að hafa þetta sem stefnu og fara fram með þetta í alþingiskosningum og ef þið fenguð meirihluta þá getið þið gert þetta. ..... En það kæmi mér á óvart.  Veit að rauðu khmerarnir reyndu viðlíka fyrir allnokkrum árum fluttu fólk til sveita með afturhvarf til náttúrunnar eins og mörgum er sælt að minnast.

Fyrir 40 árum síðan skrimti fólk á Íslandi og fjöldi manns flúði land Ástralíu og Svíþjóðar.  Þetta ástand hrinti af stað iðnvæðingu á Íslandi með stóriðju.  Það væri í fá skjól að flýja núna á síðustu tímunum ef við ekki hefðum haft þá framsýni að slá fleiri undirstöðum undir atvinnuvegina og haft álútflutning.  Stjórnmálamenn bera fyrst og fremst ábirgð á fólkinu í landinu en ekki einhverjum ungmennum utan úr heimi sem vill segja okkur hvernig við eigum að lifa.  Það held ég að flestir geta tekið heilshugar undir.

Það væri ágætt að fólk á Íslandi fengi þessa valkosti upp á borðið og síðan myndi það kjósa um þetta á lýðræðislegan hátt, annars vegar að færa sig aftur um 40 ár og hins vegar að halda uppi nútíma atvinnulífi á Íslandi.  Það er vel hægt að reka umhverfisvæna stóriðju. það er það sem við viljum er það ekki?

Gunn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 18:18

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvernig er hægt að taka krakka sem brjóta handboða á 8.hæð og hlaupa út alvarlega.
Ég hef mestar áhyggur þegar nú er rætt um að lögreglan sem fjársvelt að það þurfi að hafa lögreglumenn að vakta þessa krakka og þeir geta ekki sinnt alvarlegum og raunvörulegum vandamálum sem koma upp.

Óðinn Þórisson, 27.7.2008 kl. 21:34

15 identicon

Gunn: Ég er búin að benda þér á heila bók um tillögur í atvinnumálum. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af því sjálf að þurfa að leggjast á beit úti í móa og ég hef ekki séð þig (eða nokkurn annan) rökstyðja það tillögur Andra Snæs séu ólíklegar til árangurs, eða óframkvæmanlegar. Og nei, einu sinni enn, stóriðja er bara ekki umhverfisvæn og skilar okkur ekki nærri eins miklu í þjóðarbúið og þú heldur.

Finnst þér allt í lagi að versla við fyrirtæki sem heldur hundruðum þúsunda manns í örbirgð og brýtur réttindi starfsmanna sinna að því marki að það er ekki hægt að kalla það neitt annað en þrælahald? Finnst þér engin ástæða til að kanna aðra afkomumöguleika? Eða viltu kannski bara ekkert svara því?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband