Þegar kjósendur ganga af göflunum!

Það er víðar en á Íslandi sem kjósendur virðast ganga af göflunum í kjörklefanum! Í Tyrklandi hafa þarlendir ítrekað kosið yfir sig ríkisstjórn íslamistans Recep Tayyip Erdoğan  - sem brotið hefur ákvæði stjórnarskrár og áratuga hefð í tyrkneskum stjórnmálum um að trúarbrögð megi ekki hafa áhrif á stjórnskipun landsins.

Ofan í kaupið kaus tyrkneska þingið Abdullah Gül samflokksmann Erdoğan sem forseta landsins!

Tyrkir gera þetta þrátt fyrir ótrúlega dýrkun á Jóni Sigurðssyni þeirra Tyrkja -  Kemal Atatürk  - föður nútíma Tyrklands. Í tiltölulega friðsælli byltingu sem hann gerði í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar kom hann á fót viðamiklum félagslegum umbótum - veitti konum meðal annars kosningarétt - og skildi að stjórnmál og trúmál.

Tyrkir dá og dýrka Atatürk.  En kjósa yfir sig Erdoğan og islamistana og Gül - sem reyndar eru á hóflegum nótum miðaið við strangtrúarmúslíma. En þeir  heimuluðu konum að bera höfuðklút í háskólum í Tyrklandi - en slíkt hafði verið bannað frá tímum Atatürksþ Táknræn aðgerð!

Kannske er þetta tákn um ákveðinn "geðklofa" í tyrknesku samfélagi  - líkt og stundum virðist vera hjá okkur Íslendingum líka

Langar í því efni að vísa í blogg hjá Silfur-Agli - sem ég mundi eftir í vikunni þegar ég var að pæla í þessum skrítna tvískinnungi.  Egill sagði í fyrra:

"Tyrkland togast á milli hins vestræna heims með neyslu sinni og velmegun og austursins með trúarhita sínum og dulhyggju.

Hin opinbera heimspeki er veraldarhyggja sem er varinn af slíkri hörku að bannað er að fjalla um sögu landsins nema á ákveðinn hátt; það má ekki móðga Ataturk, föður þjóðarinnar, ekki segja frá fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum sem tilurð þjóðarinnar byggir að vissu leyti á.

Samt er íslam alls staðar, í körlunum sem lauga sig við moskurnar, konunum með höfuðklútana, úti um sveitir þessa stóra ríkis. Evrópusambandið getur samt ekki hummað Tyrkland fram af sér - staða þess í heiminum er alltof stórt mál."

Þetta er líklega málið!

Pistill Egils var ritaður í tilefni þess að rithöfundurinn Ohran Pamuk fékk nóbelinn.

Egill sagði í pistli sínum um Pamuk:


"Ég ætla að nefna tvær bækur eftir Pamuk. Annars vegar Snjór sem fjallar um hvernigþjóðernishyggja, róttækt íslam, aðdáun en um leið minnimáttarkennd gagnvart vestrinu, minningar um þjóðarmorð, frelsisbaraátta Kúrda, birtast í hópi fólks sem er fast í snjóbyl niðurníddri borgí austur Tyrklandi. Úr þessu og margvíslegum persónulegum harmi vefur Pamuk einkennilegan vef - nánast eins og teppi úr snjó."

Ég ætlaði alltaf að vera búinn að lesa að minnsta kosti eina bók eftir Pamuk áður en ég færi til Tyrklands. Komst aldrei til þess. Sé eftir því - en mun örugglega byrja að lesa við fyrsta tækifæri!

Kveðja úr 40 gráðunum í Tyrklandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Frændi þakka góðan pistil,  haltu ´fram , óska ykkur hins besta í  frí í Tyrkjaveldi hinu forna.

Kv, Sigurjón og við hin.

Fyrirgefðu en ertu ekki í útlandinu?? Getur auðvitað ekki hætt að tjá þig;)   Júlíana , 10.7.2008 kl. 20:43

Sæl. Þú ættir nú að þekkja hann.

Kv. Sigurjón

 Rauða Ljónið, 10.7.2008 kl. 23:03

Hvernig er það, á ekki að láta þjóðmálin í friði meðan maður er í sumarleyfi með fjölskylduna?

Gaman að sjá að salernisaðstaðan hjá ykkur er betri en hún var á landsmótinu um daginn.

Vona að þið séuð ekki að stikna þarna úti.

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:54

Rauða Ljónið, 16.7.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Rauða Ljónið

haltu áfram , óska ykkur hins besta

Rauða Ljónið, 16.7.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka pistilinn. það eitt veit ég hins vegar að tyrknesk hugmyndafræði er flókin.  Frjálslyndi vinur minn tyrkneski háskólaprófessorinn afskrifar ekki  Erdogan og Gul. Hef alltaf ætlað að gera grein fyrir samræðum okkar. Kveðja til Tyrklands.  það vantar góða menn á þing (hér(og þar líka)). kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Hafðu það gott eystra, félagi Hallur; mér leið vel þar í fyrra og fylgdist með kosningum. Ekki er ég hrifinn af fyrirsögninni enda tel ég hæpið að stjórnarskrárgjafinn útrými trúnni - sem sovétmönnum tókst ekki á áratugum. Meðan Tyrkir blanda ekki saman trú og stjórnmálum (svo sem í Íran) eins og bannað er þar og í Bandaríkjunum er auðvitað ekki hægt að amast við því að veraldlegir leiðtogar eins og Erdogan, Gül og Bush hafi trú! Tyrkir eru merk menningarþjóð sem myndar iðulega mikilvæga (líklega nauðsynlega) brú milli vestræns heims og íslams - bæði varanlega með aðild að NATO og vonandi ESB og ad hoc svo sem í deilum milli Ísraela og arabískra nágrannaríkja. Fráleitt finnst mér að amast við því að Tyrkir hafi nú tvívegis kosið með hátt í helmingi atkvæða AK-flokkinn til stjórnar (og Gül sem forseta) og að leyfa sér að reyna að dæma þá frá völdum eins og nú er reynt.

Gísli Tryggvason, 17.7.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Snorri Bergz

Hvernig eru strendurnar hjá þér? Eru þær harðar og erfiðar yfirferðar á leið í sjóinn?

Snorri Bergz, 17.7.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli!

Eitt er að hafa trú. Það er ekki bannað. En að blanda saman trú og stjórnmálum - það getur orðið hættulegt.  Snorri  - strendurnar eru misharðar :)

En hér er gott að vera. Gerir ráð fyrir að fara í mosku á morgun - föstudag.  (ekki moskvu eins og ég sá annað hvort á visir.is eða sv.is um daginn!!)

Hallur Magnússon, 17.7.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband