Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson?

Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins? Skyggir hann um of á Dag B. Eggertsson? Hefur sú staðreynd að Óskar hefur í hverju málinu af öðru tekið forystu í öflugri, en málefnalegri stjórnarandstöðu og þjarmað að meirihluta borgarstjórnar svo eftir hefur verið tekið að Samfylkingin kýs að reyna að þegja Óskar Bergsson í hel?

Svo virðist vera!

Samfylkingin er nú að keyra skoðanakönnun um borgarmál gegnum Félagsvísindastofnun. Ég lenti í úrtakinu og svaraði eftir bestu samvisku eðlilegum spurningum.  En þegar kom að lokaspurningunni sem var eitthvað á þessa leið:

"Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig. Svarið á skalanum 1 - 10", þá var spurt um alla helstu borgarfulltrúa - nema Óskar Bergsson!

Ég benti spyrlinum á að hann hefði gleymt að spyrja um Óskar Bergsson!  Spyrillinn fór ítrekað yfir spurninguna - og upplýsti að Óskar Bergsson væri ekki á listanum!!!

Það er klárlega ekki tilviljun!

Ég veit að það er Samfylkingin sem keyrir þessa könnun!

Á sama tíma og Samfylkingin reynir að þegja Óskar Bergsson í hel með því að sniðganga hann á spurningalista - og tryggja þannig að hann verði ekki fréttum fyrir að hafa staðið sig vel - þá er vinur minn Össur Skarphéðinsson að gera slíkt hið sama í bloggi sínu um ástarbríma Samfylkingar og VG!

Þetta eru skilaboð sem ekki er unnt að misskilja!

Samfylkingin óttast Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna þess að hann skyggir um of á Dag B. Eggertsson!

En heldur Samfylkingin að hún geti þagað Óskar Bergsson og Framsóknarflokkinn í hel? Ætlar Samfylkingin að flæma Óskar Bergsson úr hingað til samhentum minnihluta í borginni?

Hvað á Óskar Bergsson að gera þegar Ólafur Friðrik hættir sem borgarstjóri og nennir ekki lengur að vera í borgarstjón? Setjast í meirihluta með Samfylkingunni sem kemur svona í bakið á honum?

Þetta gæti orðið tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem vann náið með Óskari Bergssyni í fyrsta borgarstjórnarmeirihluta kjörtímabilsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já! Nú er ráð fyrir Framsókn að verða sér til skammar í borginni og hlaupa undir bagga með Íhaldinu aftur! Óskar hefur gleymst á þessum lista, rétt eins og að fólk gleymdi að nefna Framsókn þegar skoðanakannanir síðustu ára hafa verið gerðar.. þessi flokkur þinn hugnast bara borgarbúum ekki nógu vel. Það væri mjög áhugavert að sjá hvernig borgarbúar myndu bregðast við því að Framsókn myndi bjarga Sjálfstæðiflokknum úr þeim vandræðum sem núverandi borgarmeirihluti er.. kannski bætast þá við einhver samúðar eða þakklætisatkvæði frá Sjálfstæðisflokknum, en varla nægilega mikið til að ná aftur inn manni.

.

Líklegra þykir mér þó að borgarbúar myndu bara læra að vera ekkert að eyða atkvæðunum sínum í að fá bara einn mann inn hjá smáflokknunum, því þá getur sá flokkur farið í svona bjánalega valdaójafnvægisleiki eins og Framsókn og Frjálslyndir hafa verið að stunda á þessu kjörtímabili.. og engir nema sjálfir fulltrúar flokkanna hafa gaman af, og borgarbúar líða fyrir - og því hálf óhugnarlegt að þú sért að brydda upp á þessari hugmynd enn og aftur.

.

Það væri samt fínt að reka kostningabaráttu á því að segja borgarbúum að láta ekki F-flokkana vera vogaraflið í Reykjavík - veljið bara á milli Hönnu Birnu og Dags.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 9.6.2008 kl. 10:35

2 identicon

Var ekki bara verið að kanna menn með marktækt fylgi...

Ef þú ert að keyra könnun þá spyrðu um þá sem skipta máli. Því er líklegra að þeir séu að vanmeta Óskar þ.e. skortur á hræðslu frekar en hitt.

IG (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:43

3 identicon

Félagsvísindastofnun fellur á prófinu og könnunin er ómarktæk og ónýt fyrir vikið.  Ætli Samfylkingin fái endurgreitt eða gera menn könnunina aftur og þá á samkvæmt viðurkenndum vísindalegum aðferðum.  Það er ótrúlegt að stofnun sem kennir sig við æðri menntun í landinu láti kaupa sig til svona vinnubragða og nærtækast að ætla að hér sé um handvömm að ræða sem verður leiðrétt og núverandi könnun verði hent... enda ónýt og ómarktæk.

Ef niðurstöður úr svona illa undirbúinni könnun verður birt er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að siðanefndin sem eltist við gæsalappirnar um árið fari ofan í saumana á þessum vinnubrögðum og úrskurði hvort þetta sé boðlegt hjá stofnun sem kennir sig við Háskóla Íslands.

Gvald (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Pétur Sig

Tjah. Það er nú einhvernveginn orðið svo að Framsóknarflokkurinn er orðinn álíka hættulegur íslendingum og ísbirnir. Þeir birtast annað veifið og æ sjaldnar í fjölmiðlum en eru annars fyrirferðarlitlir og fólk hugsar ekki um þá. Ég sá hinsvegar ævisögu Guðna Ágústssonar á niðursettu verði í Eymundsson um daginn, en keypti hana ekki.

Sem minnir mig á það að Það var einmitt téður Dagur Bergþóruson Eggertsson sem reit ævisögu Steingríms Hermannsonar, það ritverk er lengsta samfellda rit um Framsóknarflokkinn í manna minnum. Kannski Dagur hafi þar lært við fótskör meistarans hvernig á að díla við framsóknarmenn? 

Pétur Sig, 9.6.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg ljóst að Óskar Bergsson á lítið sameignlegt með vg og ef þetta er rétt með þessa könnun sf þá get ég ekki séð að hann geti verið áfram hlekktur við þennan auma minnihluta.
Hanna Birna er gríðarlega öflugur stjórnmálamaður sem á gott að vinna með fólki og nýtur virðingar langt út fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Það væri mjög skynssamlegt af Óskari Bergssyni að hitta Hönnu Birnu og reyna að komast að samkomulagi við hana um hvernig hann geti komið inn í þetta trausta meirihlutasamstarf sem hefur mjög góðan málefnasamning.

Óðinn Þórisson, 9.6.2008 kl. 11:48

6 identicon

Er Framsókn að þegja Óskar í hel? Heldurðu virkilega að stjórnmálabarátta gangi út á það að kaupa á vagninum spurningar sem þegja fólk úr öðrum flokkum? Hvað kom fyrir Hallur minn?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli minn.

Í þessu tilfelli þá var það nákvæmlega svona!  Samfylkingin vildi ekki að Óskar kæmi vel út þegar birtar yrðu niðurstöður við spurningunni: Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig.

Því var ákveðið að hafa hann ekki með!

Þú ættir kannske bara hringja í Dag og spyrja!

Hallur Magnússon, 9.6.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Er þetta ekki ágætis vísbending um það af hverju Framsóknarflokknum gengur jafn illa og raun ber vitni. Menn eru að argnúast yfir því hvaða spurningar eru notaðar í skoðanakönnun og hvaða spurningar "gleymast".

Væri ekki nær að einbeita sér að öðru ? Það er samt held ég engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn er sá eini af þeim þremur í minnihlutanum sem ekki hefur aukið fylgi sitt að einhverju ráði síðan hinn magnaði meirihluti Ólafs F tók við. Af hverju ætli það sé ?

Smári Jökull Jónsson, 9.6.2008 kl. 22:37

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Smári!

Það e ekki rétt að Framsóknarflokkurinn hafi ekki aukið fylgi sitt í borginni eftir að Ólafur Friðrik tók við.

Svo það sé á hreinu

Hallur Magnússon, 9.6.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband