Seðlabankinn staðfestir mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004!

Seðlabankinn hefur nú staðfest mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004 þegar hann klikkaði á því að hækka bindiskyldu íslensku bankana til að draga úr útlánagetu þeirra, en óhófleg fasteignalán bankanna á niðurgreiddum vöxtum haustið 2004 og vorið 2005 setti efnahagslífið á hvolf eins og kunnugt er!

 Nú hefur Seðlabankinn gripið til þess ráðs að rýmka bindiskyldu bankanna til að styrkja lausafjárstöðu þeirra. Það er aðgerð í hina áttina - enda ástæða til þess að hlaupa undir með bönkunum við núverandi aðstæður - á sama hátt og það hefði verið rétt að draga úr lausafjárstöðu bankana haustið 2004 með hækkun bindiskyldu.

Að sjálfsögðu eru bankastjórarnir ánægðir með að Seðlabankinn liðki fyrir í bindiskyldunni - enda er það gott í stöðunni í dag! 

Með þessari ákvörðun sinni í dag hefur Seðlabankinn í raun gengið gegn þeim rökum sem þeir hafa beitt fyrir því að hækka ekki bindiskylduna á sínum tíma - eða með öðrum orðum - óbeint viðurkennt afdrifarík mistök sín haustið 2004!!!

Batnandi mönnum er best að lifa!

Hins vegar boðar aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki gott - en ríkisstjórnin á drjúgan þátt í erfiðri stöðu dagsins í dag - þar sem hún lagði fram og lét samþykkja verðbólgufjárlög síðastliðið haust. Þar missti hún trúverðugleika é efnahagsmálum erlendis.   Ekki veit ég hvernig ríkisstjórnin ætlar að ná þeim trúverðugleika aftur - en hún gerir það ekki með vikulegum "ekki-fréttafundum".


mbl.is Stýrivaxtaákvörðun skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þá var viðkvæðið að aukiin bindiskylda myndi knésetja sparisjóðina. Svosem skiljanlegt að menn hafi samúð með þeirra hag, en stjórn SUF ályktaði einmitt um þetta á sínum tíma.

Gestur Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Johnny Bravo

Stýrivextir voru lækkaðir frá mars 2001 til mars 2003 úr 11,4% í 5,3% af því að hér var engin verðbólga engin þensla og atvinnuástand var að versna.

Svo í byrjun maí 2004 fóru vextir að hækka aftur og hækkuðu um tæp 10% á 46mánuðum. 

Kannski voru þeir bara lækkaðir of mikið milli 2003mars-2004mai. En það kvartaði engin þá.

Tala alltaf um að vinna trúverðugleika þegar þeir hækka. En hann gengur útá að breyta lítið og þora að hækka, en þá verða menn að lækka hægar, er það ekki?

Vonandi verða stýrivextir helmingaðir á næstu 24mánuðum. 

Ef ríkistjórnin hefði ekki lækkað vexti síðan maí 2004 og skilað 5-10% afgangi af ríkissjóði þá væru hlutirnir ekki svona núna. En það er óvinsælt og þess vegna þarf seðlabankinn að vera grýlan.

Johnny Bravo, 26.3.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband