Áfall fyrir Kaupthing!

Það hlýtur að teljast áfall fyrir Kaupþing að neyðast til þess að falla frá yfirtöku Kaupþings á NIBC, enda hafa forsvarsmenn Kaupþings talið að samruninn hefði geta styrkt stöðu þeirra sem evrópsks banka verulega.

En í núverandi stöðu á fjármálamörkuðum virðist ljóst að það var lítið annað fyrir Kaupþing að gera.

Ef ég þekki forsvarsmenn Kaupþings rétt, þá munu þeir ekki láta þetta á sig fá, heldur pústa lítillega,  horfa á innri vöxt Kaupþings um tíma eins og forstjórinn orðaði það og síðan halda áfram af fullum krafti í útrásinni við fyrsta tækifæri,

Það verður reyndar spennandi að sjá ársuppgjör bankans vegna árins 2007 á morgun.  Væntanlega mun draga út hagnaði fyrirtækisins, þótt hagnaður Kaupþings verði væntanlega stjarnfræðilegur á vísu meðaljónsins á Íslandi, eins og hagnaður hinna stóru bankanna.


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband