Vextir ÍLS nálgast hávaxtastigið 2000-2001

Þótt enn sé langt í það að vextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs nái þeim okurraunvöxtum sem tíðkuðust í húsbréfakerfinu á árunum 1990-1993 þegar þeir voru iðulega um 7,5% og náðu reyndar 9,5% 1991, þá er vaxtastigið að nálgast hina háu raunvexti sem ríktu í húsbréfakerfinu frá miðju ári 2000 fram á mitt ár 2001. Þá fóru vextirnir reyndar yfir 6% en eru ekki "nema" 5,75% í dag.

Reyndar eru vextir Íbúðalánasjóðs töluvert undir vaxtastigi bankanna í dag og langt undir þeim vöxtum sem bankarnir buðu viðskiptavinum sínum áður en þeir snarlækkuðu vexti haustið 2004 og settu efnahagslífið á hvolf.

Margir hafa ekki áttað sig á því hve háir raunvextir íbúðalána voru oft á tíðum í húsbréfakerfinu. Ástæðan er eðli húsbréfakerfisins sem lagt var af sumarið 2004. 

Húsbréfin báru fasta vexti, en raunverulegir vextir komu fram í afföllum - eða yfirverði - á hverjum tíma fyrir sig. Afföllin voru ekkert annað en fyrirframvaxtagreiðsla á mismuni fastra vaxta húsbréfanna - lengst af 5,1% - og raunvöxtum sem birtust í ávöxtunarkröfunni - sem oft var á bilinu 5,5% - 6,05% - og var reyndar 7,6% í upphafi þess tímabils sem meðfylgjandi tafla sýnir.

raunvextir íbúðalána des 07


mbl.is Íbúðalánasjóður hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Já verðum að fá okkur svona húsnæðisbréfakerfi aftur, svo að allir lántakendur, hjálpist að við að minnka eftirspurn og verðbólgu ekki bara þeir sem þurfa nauðsinnlega á húsnæði að halda núna.

Johnny Bravo, 13.12.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband