Bandaríkin lykillinn í loftlagsmálum

Vonandi hefur Al Gore rétt fyrir sér þegar hann segist telja að næsti Bandaríkjaforseti muni breyta stefnu landsins í loftlagsmálum.  Það er forsenda fyrir því að við náum tökum á umhverfismálum heimsins, því Bandaríkin eru lykillinn að árangri í loftlagsmálum sem og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum mannkyns.

Synd að Bandaríkjamenn urðu að sitja uppi með Flórídaklúðrið og George W. Bush - í stað þess að hafa Al Gore réttkjörinn forseta Bandaríkjanna. 

Reyndar enn meiri synd fyrir aðrar þjóðir heims sem sopið hafa seyðið af óstjórninni.

Það er vonandi að næsti forseti Bandaríkjanna breyti einnig um stefnu almennt í samskiptum þessa risaveldis við aðrar þjóðir heims.  Bandaríkin eiga að vera forysturíki heims með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum - en ekki neikvæðum og niðurrífandi eins og verið hefur í tíð George W. Bush.


mbl.is Gore: Breyttar áherslur í loftlagsmálum með nýjum forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já einmitt, Spaugstofan hitti víst áreiðanlega naglann á hausinn. Framsóknarmenn eru án heila. Þú getur dælt hvaða helv. kjaftæði sem er inn í það holrúm.

Baldur Fjölnisson, 10.12.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Demókratahluti einflokksins í BNA hefur haft meirihluta á þingi í ár og verið í lófa lagið að setja lög í samræmi við umhverfismal sitt - en hefur ekki gert það og það er skv. fyrirmælum eigenda og kostenda einflokksins. Það eru engar líkur á að það muni breytast ef svo vill til að eigendur einflokksins kjósa að láta demókratahluta hans sigra í "kosningunum" á næsta ári. Þetta hlýðir allt sömu húsbændunum.

Baldur Fjölnisson, 11.12.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Elsku Baldur minn. Ertu Framsóknarmaður?

Hvorki Al Gore né ég minnumst einu orði á stjórnmálaflokka - enda snýst málið ekki um það - heldur líklega stefnu nýs forseta sem tekur við - hvort sem hann verður demókrati eða repúblikani.

Hallur Magnússon, 11.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband