Maó kemur af stað unaðslegri ritdeilu!

Það er hrein unun að fylgjast með tveimur af mínum uppáhalds pennum kljást á ritvellinum í skemmtilegri ritdeilu - sem getur ekkert annað en magnast - okkur hinum til ánægju og yndisauka! Þetta eru snillingarnir Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og Ólafur Teitur Guðnason fyrrum blaðamaður.

Ólafur Teitur þýddi "Maó: Sagan sem aldrei var sögð" sem út kom á dögunum. Sverrir skrifaði nokkuð harðan - og skemmtilegan - ritdóm um bókina sem Ólafur Teitur var ekki alls kostar ánægður með.  Eins og Ólafi Teiti er von og vísa svarað hann fyrir sig af mikilli hörku - og fær að vonum skemmtilegt andsvar í lesbók Morgunblaðsins í dag.

Sverrir segir meðal annars í lesbókinni: "Það eru svo sem ekki ný tíðindi að menn taki bókadóma óstinnt upp, ekki síst þegar þeir eru sjálfir viðriðnir útgáfu verkanna, en þó er sjaldgæft að jafn glannalegar ályktanir séu dregnar af neikvæðum ritdómi". 

Sverrir bætir um betur í niðurlagi greinar sinnar þegar hann segir: "Þrátt fyrir gífuryrði Ólafs Teits og rangtúlkanir á köflum er ég ekki ósammála öllu því sem sagt er í þessu andsvari. Það er td. heiðarlega mælt hjá honum að viðurkenna að hann sé "enginn sérfræðingur í sögu Kína" þótt andsvar hans taki raunar af öll tvímæli um það."

Ég hlakka til að lesa andsvar Ólafs Teits við þessu - sem örugglega verður hnitmiðað og kjarnyrt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

þú mát alveg birta "link á þessa, stór merkilegu umræðu okkur óupplýstum almúganum  til upplýsingar.

Magnús Jónsson, 1.12.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þessir herramenn er eiginlega með sjálfblekunginn í hönd! Finn átökin bara á pappír.

Hallur Magnússon, 1.12.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband