Herdís Sæm með öldungunum á þing!

Það er alveg ljóst af hverju eldri borgarar buðu ekki fram undir eigin merkjum í Norðvesturkjördæmi! Það var ekki pláss fyrir fleiri öldunga en þegar voru fyrir  í fyrstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndaflokksins og Vinstri grænna! 

 Framsóknarflokkurinn er greinilega flokkur unga fólksins og þeirra sem eru að nálgast miðjan aldur - eins og ég - í þessu kjördæmi!  Reyndir og vandaðir stjórnmálamenn eins og Maggi Stefáns - sem staðið hefur sig afbragðs vel í félagsmálaráðuneytinu og Herdís Sæmundardóttir sem komin er með mikla og góða reynslu á ýmsum sviðum stjórnmálanna - eru bara unglingar við hliðina á þessum rosknu köllum!  Þá er ekki verra að hafa Valdimar á Glitstöðum - kornungan manninn með í þessum hóp!

Þegar kjósendur á slóðum föðurfjölskyldu minnar í Hnappadalnum og þar um kring - ásamt kjósendum annars staðar í þessu víðfeðma kjördæmi - taka lokaákvörðun um hvar skuli setja exið á kjörseðilinn - þá ættu þeir að bera saman þessa ágætu öldunga sem væntanlega sumir eru öryggir á þing - og Herdísi Sæmundardóttur - sem þarf örfá atkvæði til viðbótar til að tryggja sér þingsæti.

Atkvæði alvöru unga fólksins og kvenréttindafólksins í kjördæminu ættu að lenda framan við B-ið - því þótt öldungurinn Jón Bjarnason segist vera feministi og haldinn ungmennafélagshugsjón - þá ber það keim af eftirlíkingu! Betra að kjósa orginalinn - Herdísi Sæm!

En svona í lokin - sjáið öldungadeildina í norðvestrinu sem ungir Framsóknarmenn í Skagafirði settu svo snyrtilega upp á vefsíðu sinni:

 

 Einar Oddur Kristjánsson 65 ára þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í NV. Hefur setið á alþingi síðan 1995.

  •  Guðjón A. Kristjánsson 63 ára oddviti Frjálslyndaflokksins í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1999 og varaþingmaður þar áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
  •  Sturla Böðvarsson 62 ára oddviti Sjálfstæðismanna í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1991. Og varamaður frá 1984
  •  Jón Bjarnason 64 ára oddviti Vinstri Grænna í NV. Hefur setið á Alþingi síðan 1999. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband