Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Stiglitz á villigötum - langtímagreiðslubyrði hærri!

Ég hef haft mikla trúa á Stiglitz og fagnaði því að hann yrði mögulega ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinna. En það runnu á mig tvær grímur þegar ég las í morgun það sem hann hefur að segja um að breyta verðtryggingu húsnæðislána!

Ef leið Stiglitz hefði verið farin í stjórnartíð Framsóknarflokksins 1995 - 2006 þegar varð mikil raunhækkun á kaupmætti launa - þá hefðu húsnæðislánin og greiðslubyrði þeirra hækkað miklu meira vegna launasvísitöluhækkunar en þau gerðu vegna neysluverðsvísitöluhækkunarinnar.

Til lengri tíma litið er því greiðslubyrði af húsnæðislánum hærri með aðferð Stiglitz en með hefðbundinni verðtryggingu neysluvísitölu!

Mér þykir þessi ummæli Stiglitz benda til þess að hann hafi ekki alveg sett sig inn í málin!


mbl.is Segja bæði kosti og galla fylgja hugmyndum Stiglitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppboðshrina fyrir jólin?

Það er hætt við að það gangi yfir uppboðshrina fyrir jólin. Ástæðan er einfaldlega sú að ríkisstjórnin ákvað sem aðgerð vegna greiðsluvanda heimilanna að ekki færu fram nauðungarsölur á íbúðum fólks í 6 mánuði. Þegar það tímabil líður er því miður hætt við að allt of margir hafi ekki fengið úrlausn sinna mála - og missi íbúðina sína á uppboð.

Það verður því svartur jólamánuður fyrir marga. Því miður!


mbl.is 128 fasteignir seldar á nauðungaruppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svigrúm til leiðréttingu lána!

Þessi niðurstaða hlýtur að leiða til þess að Kaupþing fær svigrúm til leiðréttingu lána fjölskyldnanna í landinu!
mbl.is Endurgreiðslur til kröfuhafa Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnishæfi Íslands betra en ætla mætti eftir hrunið!

Þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins á Íslandi þá er samkeppnishæfi landsins betra en ég átti von á. Það er gott. Við höfum þá á einhverju að byggja.  Eðlilega fellur landið vegna skorts á efnahagslegum stöðugleika og slæmu mati á þróunarstigi fjármálamarkaða.

Í endurreisn efnahagslífsins verðum við að stækka þjóðarkökuna á ný - en ekki einungis einblína á skattahækkanir og blóðugan niðurskurð.

Við verðum að nýta þó það samkeppnishæfi sem Ísland hefur. Stjórnvöld verða að huga að þeirri hliðinni ekki síður en öðrum þáttum.

Heilbrigðar fjárfestingar erlendra aðilja á Íslandi er ein stoð þess að að byggja upp efnahagslífið á ný. Þar á Ísland að hafa góða samkepnismöguleika - ef við náum að sannfæra erlenda aðilja um að samkeppnisstaða Íslands sé þokkalega góð.

Því þarf hluti af endurreisn Íslands að byggja á markvissri kynningu á kostum landsins erlendis.  


mbl.is Minni samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin í forgang á erfiðum tímum

Það er eitt af forgangsmálum Velferðarráðs á tímum sem nú að standa vörð um velferð barna í borginni. Reykjavíkurborg mun og hefur verið að forgangsraða í þágu barnanna í borginni og annarrar grunnþjónustu í velferðarkerfinu. Um það eru allir flokkar sammála um að gera.

Velferðarráð og velferðarsvið hefur frá því í hruninu síðastliðið haust sérstaklega beint sjónum að stöðu barnanna í borginni á erfiðum tímum. Velferðarráð er nú að taka eitt skref í að styrkja stöðu barna láglaunafólks. Það er ljóst að það þarf að taka fleiri skref þótt fjármagn sé takmarkað.

Ég hef trú á því að þótt nú sé að ganga í garð kosningavetur þá muni meirihluti og minnihluti Velferðarráðs vinna þétt saman í að tryggja stöðu barna eins og kostur er - eins og allir fulltrúar í Velferðarráði hafa gert á undanförnum mánuðum - en missi sig ekki í pólitískt argaþras.

Í þeirri forgangsröðun sem er óhjákvæmileg kann að vera að það þurfi að draga úr einhverjum þjónustuþáttum við börn til þess að geta styrkt aðra veigameiri.  Það sama má segja um önnur svið velferðarmála. En í grunninn þá eiga börnin að haga forgang á erfiðum tímum.

Ég hef nú látið af embætti varaformanns Velferðarráðs þar sem ég tók að mér formennsku í Innkauparáði Reykjavíkurborgar þegar fyrri formaður það hélt til annarra starfa.. Verð þó varamaður í Velferðarráði og fylgist náið með starfi ráðsins sem að undanförnu hefur einkennst að góðri samvinnu meirihluta og minnihluta. Vonandi mun það verða áfram í vetur - ekki hvað síst vegna barnanna í borginni.


mbl.is Aukin aðstoð við barnafjölskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleysingjar oft bak við dulnefni á blogginu

Þótt margir þeirra sem blogga undir dulnefni skrifi málefnaleg og heiðarleg blogg - þá er því miður allt of margir nafnlausir hugleysingjar sem hafa ekki manndóm í sér að standa fyrir máli sínu undir nafni og kennitölu. Einkenni þeirra er einmitt að vega fólk úr launsátri með harkalegum persónulegum árársum.

Þessi hópur nafnlausra bloggara er blettur á samfélaginu og er að ata málfrelsinu auri. Málfrelsi byggir ekki á því að fólk geti atað náungan auri undir dulnafni - heldur er það heilagur réttur fólks að geta tjáð sig fjálst í eigin persónu.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Islandsk superstjerne slakter Drillo-fotballen!

"Islandsk superstjerne slakter Drillo-fotballen!" er fyrirsögn í norska blaðinu VG eftir jafntefli Íslendinga og Norðmanna! Ekki leiðinlegt að sjá - og ég hefði alveg verið til í að mæta í vinnuna í norska Húsbankanum á mánudaginn og hitta fyrrum vinnufélaga mína þar!

"Den islandske superstjernen var selvsagt sentral, og scoret da Island fikk med seg ett poeng fra møtet med Norge - selv om de skulle hatt alle tre" segir norska blaðið um frammistöðu Eiðs Smára og íslenska landsliðsins.

Eiður Smári er ekkert að skafa utan af því í viðtali við blaðið og segir Norðmenn spila leiðinlegan fótbolta: "Eidur Gudjohnsen mener Norge spilte "kjedelig" fotball - og er glad han ikke er elev under Egil Drillo Olsen."

Sjónvarpsviðtal við Eið Smára - undir fyrirsögninni "Norge-dødaren» Gudjohnsen slakter norsk spillestil" er hér.

Þá vælie John Carew yfir því að fá ekki víti fyrir leikræna tilburði í leiknum í þessu viðtali!

 


mbl.is Veigar: Áhorfendur eflaust hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestirinn Endre Røsjø aufúsugestur á Íslandi

Það er afar mikilvægt að fá norska fjárfesta eins og Endre Røsjø með fjármagn til fjárfestinga á Íslandi. Endre Røsjø er ekki einungis "einhver" fjárfestir sem hefur náð ótrúlegum árangri í fjárfestingum sínum heldur lítur hann á það sem nánast skyldu sína að koma bræðraþjóð Norðmanna til hjálpar í erfiðleikum.

Endre Røsjø og þá ekki síður Ingjald Ørbeck Sørheim hafa af mikill elju unnið að því í sumar að fá fleiri norska fjárfesta til þess að fjárfesta með sér á Íslandi í samvinnu við ábyrga íslenska fjárfesta.

Þá er ekki verra að hafa Svein-Harald Øygard með í hópnum - enda líklega fáir útlendingar búnir að kynnast í íslensku efnahagslífi betur en hann.

Við eigum að taka þessum frændum okkar opnum örmum. Framlag þeirra getur skipt sköpum á Íslandi.


mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velgengni Magma Energy stórhættuleg?

Það gengur vel hjá Magma Energy sem er að festa kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Í venjulegu árferði hefði þessi velgengni styrkt fólk í trúnni með að aðkoma Magma Energy að HS Orku og í framhaldinu innspýting fyrirtækisins á 700 milljónum dollurum í framkvæmdir á Suðurnesju væri til góða.

En svo virðist ekki vera hjá þeim sem fallið hafa í áróðursgryfju Vinstri grænna og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar  - sem greinilega eru á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið og á móti uppbyggingu á Suðurnesjum sem miklu máli skiptir fyrir atvinnu- og efnahagslíf landsins.

Nú er það stórhættulegt að Magma Energy gangi vel!

Halló!

Er ekki allt í lagi?

Reyndar verður að halda því til haga að borgarfulltrúarnir eru á öðru máli en ráðherrar Samfylkingarinnar sem eru með erlendri fjárfestingu og aðkomu Magma Energy - ef marka má fyrri orð sumra þeirra að minnsta kosti.


mbl.is Velgengni Magma vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarnt að fresta afgreiðslu á sölu í HS Orku til Magma

Það er sanngjarnt og eðlilegt að verða við beiðni minnihlutans í borgarráði að fresta afgreiðslu á sölu HS Orku til Magma. Minnihlutinn lagði fram langan spurningalista - sem greinilega er að hluta til spurningar settar fram til að undirbyggja pólitíska frasa í umræðunni - en það er afar eðlilegt - ekki  hvað síst á kosningavetri.

Væntanlega munu svör við þeim spurningum liggja fyrir á næsta fundi borgarráðs þegar ráðið afgreiðir málið.

Síðan verður málið að sjálfsögðu hitamál á borgarstjórnarfundi þegar lokaafgreiðsla málsins fer fram.

Ég hef mikinn skilning á afstöðu Vinstri grænna og þess hluta Samfylkingarinnar sem telja að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu.  Það eru margir Framsóknarmenn sem telja slíkt hið sama, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum.

Ekki gleyma því að Orkuveitan er öflugt fyrirtæki í almannaeigu - fyrirtæki sem Framsóknarmenn hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp gegnum tíðina - og Framsóknarmenn munu af alefli standa vörð um að verði áfram í almannaeigu.

Ekki gleyma því heldur að það voru önnur sveitarfélög - sum undir stjórn Samfylkingarinnar - sem ákveða að einkavæða HS Orku - ekki Reykjavíkurborg.

Ekki heldur gleyma því að Orkuveitan sem er í almannaeigu ætlaði að eiga ráðandi hlut í HS Orku. Það voru samkeppnisyfirvöld sem skikkuðu Orkuveituna til að selja hlut sinn í HS Orku.

Framsóknarmenn eru löghlýðnir flestir upp til hópa og telja sig skylt að fara að lögum - þótt margir andstæðingar Framsóknarmanna í Samfylkingu og VG telji sig geta valið hvaða lögum eigi að fylgja og hvenær - jafnvel talið rétt að brjóta gegn landslögum í þessu tilfelli.

Við megum heldur ekki gleyma að ríkið og innlendir aðiljar hafa haft 6 mánuði til að koma með tilboð í hlut Orkuveitunnar. Það hefur ekkert tilboð komið annað en Magma. Áhuginn eða getan var ekki fyrir hendi.

Við megum heldur ekki gleyma því að frestur til sölu er einungis til áramóta.

Er það forsvarandlegt fyrir borgina að taka þá áhættu að missa af sölunni til Magma og að geta síðan ekki selt - nema þá á slikk á raunverulegri brunaútsölu 31. desember 2009?

Ég held ekki.

Að lokum.

Mér þótt dálítið broslegt þegar ég las Fréttablaðið í morgun - að það var gert stórmál úr því að einhverjir Framsóknarmenn væru hugsi yfir sölu Orkuveitunnar á hlut sínum í HS orku til erlends aðila - á meðan Fréttablaðið hefur þagað þunnu hljóði yfir því að forysta Samfylkingarinnar er klofin í herðar niður á afstöðunni til málsins.  Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn eru á því að það eigi að selja erlendum aðilja hlutinn - en borgarfulltrúarnir eru á móti.

Það skyldi þó ekki vera að borgarfulltrúar Samfylkingarinnar séu á móti málinu af því að þeir telja sig geta slegið pólitískar keilur á málinu á kosningavetri - á meðan raunveruleg stefna Samfylkingarinnar er önnur?

En reyndar skil ég mismunandi áherslur Samfylkingarmanna í málinu - því eins og ég sagði - það eru margir Framsóknarmenn sem telja slæmt að Orkuveitan hafi þurft að selja erlendum einkaaðila hlut sinn í HS Orku, enda er það ekki kappsmál Framsóknarflokksins að selja einkaaðiljum hlut í orkufyrirtækjunum. 

En við þær aðstæður sem við búum við í dag - lagalegum og efnahagslegum - þá tel ég rétt að selja Magma hlut okkar í HS Orku. Um það er nokkuð breið samstaða innan hins fjölmenna borgarmálahóps Framsóknar - þótt sumir séu efins.

Okkur veitir ekki af fersku erlendu fjármagni og þær framkvæmdir sem munu fylgja inn í það slæma atvinnu- og efnahagsáastand sem við búum við. Fyrst Orkuveitan var skikkuð til að selja.


mbl.is Fresta afgreiðslu á sölu HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband