Fjárfestirinn Endre Røsjø aufúsugestur á Íslandi

Það er afar mikilvægt að fá norska fjárfesta eins og Endre Røsjø með fjármagn til fjárfestinga á Íslandi. Endre Røsjø er ekki einungis "einhver" fjárfestir sem hefur náð ótrúlegum árangri í fjárfestingum sínum heldur lítur hann á það sem nánast skyldu sína að koma bræðraþjóð Norðmanna til hjálpar í erfiðleikum.

Endre Røsjø og þá ekki síður Ingjald Ørbeck Sørheim hafa af mikill elju unnið að því í sumar að fá fleiri norska fjárfesta til þess að fjárfesta með sér á Íslandi í samvinnu við ábyrga íslenska fjárfesta.

Þá er ekki verra að hafa Svein-Harald Øygard með í hópnum - enda líklega fáir útlendingar búnir að kynnast í íslensku efnahagslífi betur en hann.

Við eigum að taka þessum frændum okkar opnum örmum. Framlag þeirra getur skipt sköpum á Íslandi.


mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Norðmenn eru fínir

Jón Snæbjörnsson, 5.9.2009 kl. 08:54

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þessir eru meira að segja mjög skemmtilegir!

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 09:01

3 identicon

Mér þykir þið félagarnir aldeilis vel upplýstir.  Ég hef reyndar aldrei heyrt minnst á Endre Røsjø áður, né að í slagtogi með honum sé hópur ábyrgra íslenskra fjárfesta.  By the way - hverjir eru það annars?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, ég er vel upplýstur.

Endre er í viðræðum við íslensku lífeyrissjóðina - en er með hóp NORSKRA fjárfesta með sér - enda vill hann fjárfesta með ÁBYRGUM íslenskum fjárfestum - sem við skulum vona að íslensku lífeyrissjóðirnar eru.

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta er líklega besta fólk sem vill okkur vel, en er það nóg? Er eðlilegt að þessi hópur fjárfesta hafi haft sérstakan aðgang að Svein Harald og hann sé að vinna með þeim jafnframt sem hann á að vera óháður Seðlabankastjóri?  Hvað með aðra góða fjárfesta t.d. frá Svíþjóð?  Eiga þeir ekki kröfu á að fá sömu upplýsingar og aðgang?  Hvers vegna var þetta ferli ekki auglýst opinberlega í erlendu pressunni?

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Aðkoma þessara Norðmanna er ekki að frumkvæði Svein-Harald - heldur er þetta frumkvæði þeirra sjálfra. Það er ekkert óeðlilegt við það að Norðmennirnir hafi samband við Norðmanninn Svein-Harald til þess að fá ábendingar um við hverja þeir eigi að tala á Íslandi.

Svein-Harald er ekki lengur seðlabankastjóri og því ekkert að því að hann sé Norðmönnunum innan handar á fundum þeirra með  Íslendingum.

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 10:14

7 identicon

Seðlabankastjórinn fyrrverandi !

Hvort ætli hann hafi meiri áhuga á að hjálpa Íslendingum

Nú eða....

Að nota þekkinguna sem hann öðlaðist í seðlabankastjórastólnum til að græða með Norskum vinum sínum.

Einhvernveginn held ég að Ísland græði aldrei til langframa á þessu dæmi.

Hættulegasta fólkið í landinu eru þeir sem vilja selja allt þegar erfiðleikar steðja að. Enda oft fólk með hagsmuna að gæta en ekki með hagsmuni framtíðar landsins.

Hefur þú hagsmuna að gæta Hallur ?

Már (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:06

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hallur,

Morgunblaðið heldur öðru fram og það segir:

„Svein Harald Øygard, þáverandi
seðlabankastjóri, bauð mér hingað í
apríl. Ætlun hans var að leiða saman
fjárfesta til að koma að fjárfestingu í
íslenskum fyrirtækjum og stuðla að
endurreisn íslensks efnahagslífs,“
segir Røsjø,"

Hvað fjárfestum bauð Seðlabankastjóri hingað? Á hvaða forsendum voru þeir valdir?  Hvaða upplýsingar fengu þeir?  Er það í verkahring óháðs Seðlabankastjóra að vera að bjóða prívat fjárfestum og gefa þeim aðgang og upplýsingar?  

Er ekki eðlilegt að spyrja þessara spurninga í lýðræðisþjóðfélagi? Ef norski Seðlabankastórinn væri að bjóða sænskum fjárfestum prívat til að ræða fjárfestingar í Noregi, er ég ansi hræddur um að uppi yrði fótur og fit í norska þinginu!

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 14:14

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Andri.

Eins og fram kemur í sömu Morgunblaðsfrétt þá er þetta í þriðja sinn sem Endre kemur til landsins vegna þessa.

Endre Røsjø og Ingjald Ørbeck Sørheim leituðu til Svein Haralds vegna mögulegra fjárfesta á Íslandi - væntanlega eins og fleiri aðiljar. Í kjölfar þess býður Svein Harald þeim að koma til Íslands.

Endre og Ingjald funduðu með lykilmönnum og öfluðu sér upplýsinga - og á grundvelli þess hafa þeir haldið áfram að fá til liðs við sig öfluga norska fjárfesta.

Það er ekkert dularfullt við aðkomu seðlabankastjórans í þessu máli.

Ekki gleyma því að Svein Harald er nú hættur sem seðlabankastjóri og er fjárlst að aðstoð hverja þá sem hann lystir.

En mér finnst dálítið kúnstukt þegar okkur sárvantar fé í fjárfestingar og uppbyggingu atvinnulífs og efnahagslífs - að þegar fjárfestar hliðhollir okkur Íslendingumn eru reiðubúnir til þess að setja 20 milljarða inn í íslenskt efnahagslíf - þá er því snúið á hvolf og gert tortryggilegt!!!

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 15:31

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Már.

Hagsmunir mínir eru þeir sömu og hagsmunir Íslendinga allra. Heilbrigð erlend fjárfesting svo unnt sé að byggja á ný upp atvinnu- og efnahagslífið. Ef við byggjum ekki upp atvinnu- og efnahagslífið - þá er framtíðin svört.

Þessir aðiljar leggja áherslu á samvinnu við tarusta íslenska fjárfesta. Þess vegna eru þeir að ræða við lífeyrissjóðina.

Við lifum ekki á því einu að týna íslensk fjallagrös - hversu góð sem þau eru ...

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 15:36

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hallur,

Þetta snýst um almennar siðareglur.  Um leið og Svein Harald tekur við Seðlabankastjórastarfinu verður hann að sýna hlutleysi og jafnrétti.  Sérstaklega er mikilvægt að hann hætti öllu afskiptum við fyrri kunningja og vini sem eru á höttunum eftir fjárfestingartækifærum á Íslandi.  Það er í hæsta máta óviðeigandi að hann sé að bjóða þessum fjárfestu til viðræðna á meðan hann er Seðlabankastjóri.  Hvaða upplýsingar fengu þessir aðilar?  Hvaða aðgang fengu þeir að stjórnsýslunni, embættismönnum eða ráðherrum?  Fengu aðrir fjárfestar sama aðgang og upplýsingar? Á jafnræðisreglan ekki að gilda hér? 

Þetta mál þarf að rannsaka af óháðum aðila.  Þar sem norsk stjórnvöld og norski forsætisráðherrann, Stoltenberg gaf Sveini Haraldi sín bestu meðmæli er þetta mál mjög neyðarlegt fyrir Norðmenn og ég er viss um að norskir kjósendur vilji fá þetta á hreint.

Að norski forsætisráðherrann sé að troða sínum manni inn hér sem Seðlabankastjóra sem síðan er með prívat fundi með norskum fjárfestum sem tengjast norska Verkamannaflokknum er vægast sagt full langt gengið. 

Það er ekki siðferðislega rétt að Sveinn Harald geti gert hvað sem er nú þegar hann er hættur.  Hann á ekki að hjálpa fjárfestum sem er hagur í að notfæra sér hans þekkingu, reynslu og upplýsingar sem hann aflaði sér hér sem Seðlabankastjóri,  að minnsta kosti ekki næstu 2 árin.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 16:26

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Andri Geir.

Fyrst.

Það er andskotanum merkilegra hvað margir fara á hvolf þegar erlendir aðiljar vilja koma með lífsnauðsynlegar fjárfestingar inn í íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

Það er eins og ákveðin hópur fólks þrái það helst að efnahagshrunið verði algert - að skellt verði í lás gagnvart umheiminum - og við situm hér á skerinu lifandi á sjálfsþurftarbúskap.

En látum þá paranoju vera.

Hvað varðar Norðmennina - þá kom Svein Harald ekki nálægt því að koma á  fundum Norðmannanna og lykilaðilja í viðskiptalífinu eða stjórnsýslu.

Átta mig ekki alveg á því hvað býr undir hjá þér í skrifum þínum.  Viltu ekki erlent fjármagn inn í landið?

Hallur Magnússon, 5.9.2009 kl. 18:48

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Erlent fjármagn er gott svo framalega sem það kemur inn á skynsamlegum og réttlátum forsendum. 

Ég hef sett fram ákveðnar spurningar um samskipti Seðlabankastjóra við þessa norsku fjárfesta.  Þetta snýst ekki um peninga heldur að farið sé eftir réttum leikreglum.  

Mér finnst athyglisvert að þú staðhæfir að Svein Harald hafi ekki komið nálægt því að koma á fundi með Rösjö þegar hann segir annað í Morgunblaðinu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 19:56

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér heyrist þetta í ætt við innherjaviðskipti.  Tek undir allt sem Andri Geir segir hér. Þetta er í meira lagi undarlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Andri.

Ég skal endurtaka þetta: 

Endre Røsjø og Ingjald Ørbeck Sørheim leituðu til Svein Haralds vegna mögulegra fjárfesta á Íslandi - væntanlega eins og fleiri aðiljar. Í kjölfar þess býður Svein Harald þeim að koma til Íslands.

Endre segir ekkert annað en það í Morgunblaðinu. Þú þarft að lesa fréttina betur. Ég staðhæfi að Svein Harald kom ekki nálægt því að koma á fundum með Endre og öðrum aðiljum á Íslandí í vor. Ég veit það.

Ef við ætlum að taka á móti þeim erlendu fjárfestum sem vilja koma með fé sitt í að endurreisa efnahagslífið á þann hátt sem sum ykkar gera hér - þá er eins gott að pakka saman strax.

Jón Steinar. Það hafa engin viðskipti farið fram. Ef móttökurnar halda áfram svona eins og hjá ykkur þá vrða engin viðskipti. Vona bara að meirihluti þjóðarinnar sé víðsýnni en þetta.

Þið talið eins og það séu hér fjárfestar í röðum sem vilja setja fjármagn inn í landið - og að það sé kapphlaup um "hnossið"!

Það er bara ekki þannig. Það eigið þið að vita.

Hallur Magnússon, 6.9.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband