Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Er Ólafur Friðrik Magnússon borgarfulltrúi tregur?
5.3.2009 | 12:59
Er borgarfulltrúinn Ólafur Friðrik Magnússon tregur? Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag fór forseti borgarstjórnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í smáatriðum yfir undirbúning byggingar á Höfðatorgsreit og aðdraganda og forsendur leigusamnings Reykjavíkurborgar við Eykt í kjölfar fyrirspurnar Ólafs F.
Þar kom skýrt fram að Óskar Bergsson kom hvergi nærri, en hins vegar kom einnig fram að núverandi leigusamningur var gerður og samþykktur meðal annars af F-lista Ólafs F.
Þar kom einnig skýrt fram að Óskar Bergsson - sem er húsasmiður og rekstrarfræðingur - vakti strax athygli á því að hann hefði verið byggingarstjóri hjá Eykt árin 1989-1993 og væri því vanhæfur að fjalla um erindi frá því byggingarfyrirtæki.
Það kom reyndar einnig fram á borgarstjórnarfundinum að Ólafur F. hafði ekki vakið athygli á tengslum sínum við unglingasmiðjur í Reyjavíkurborg þegar hann fór mikinn í umræðum um fjárframlög til þeirra í borgarráði - en sonur Ólafs var starfsmaður í unglingasmiðju á þeim tíma - þrátt fyrir að Ólafi væri bent á að það gæti orkað tvímælis að láta ekki vita af slíkum tengslum.
Ólafur er nú að bera upp sömu fyrirspurnina og hann gerði á síðasta borgarstjórnarfundi og fékk ítarleg svör við.
Til upprifjunar þá er ástæða til að benda á að þessi yfirferð Vilhjálms var gerð á sama borgarstjórnarfundi og Ólafur Friðrik réðist ítrekað að starfsfólki Ráðhússins með dylgjum úr ræðustól borgarstjórnar.
Fyrir áhugasama um starfsferil Óskars Bergssonar, þá hefur ferilskrá hans verið á vef Reykjavíkurborgar frá því hann tók við sem borgarfulltrúi fyrir tveimur árum. Á það hefur Ólafi Friðriki ítrekað verið bent á þegar hann hefur spurst fyrir um starfsferil Óskars.
Krefur Óskar um svör varðandi Höfðatorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ný ríkisstjórn fari í aðildarviðræður við Evrópusambandið
5.3.2009 | 10:48
Ný ríkisstjórn á að sjálfsögðu að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er fullkomlega rétt hjá forseta ASÍ. Það er ábyrgðarleysi að fara ekki í slíkar viðræður.
Þar með er ekki sagt að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.
Sú ákvörðun á að vera þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir.
Þess vegna
verða stjórnmálafokkarnir að setja fram skýr samningsmarkmið fyrir komandi kosningar svo kjósendur geti tekið tillit til þeirra þegar gengið er til kosninga.
Framsóknarflokkurinn hefur þegar gengið frá sínum skilyrðum. Þau samningsmarkmið eru skýr og góð fyrir þjóðina. Það er enda lykilatriði að Framsóknarflokkurinn komi að viðræðum við Evrópusambandið því engum er betur treystandi til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar.
Samningsmarkmið sem Framsóknarflokkurinn vill hafa að leiðarljósi er að finna hér í ályktun flokksþings.
ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Opnum Alþingi almenningi
5.3.2009 | 08:42
Alþingi á að vera opið almenningi. Það er reyndar til fyrirmyndar að almenningur geti tekið sér stöðu á þingpöllum og fylgst með umræðu á þingfundum og það er til fyrirmyndar að þingfundum sé sjónvarpað.
En það á að ganga lengra. Meginreglan á að vera sú að fundir í nefndum Alþingis séu opnir. Sérstaklega þurfi að ákveða að nefndarfundir séu lokaðir og þá verði slíkt gert með rökstuðningi.
Þá á að sjálfsögðu að sjónvarpa af nefndarfundum Alþingis á sama hátt og sýnt er frá þingfundum. Þannig fær almenningur betri innsýn í raunveruleg störf Alþingis auk þess sem slík opnun er mikilvægt aðhald á þingmenn. Slíkt myndi að líkindum styrkja þingið gagnvart ráðherraræðinu.
Þá er það náttúrlega skandall að störf rannsóknarnefndar Alþingis sé ekki opnari en raun ber vitni. Þjóðin á rétt á því að fylgjast með þessari rannsókn sem beinist að efnahagshruninu sem gengur svo nærri okkur öllum.
Slepptu tækifæri til að opna nefndarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spilling í Afríku?
4.3.2009 | 22:08
Ætli það sé tilviljun að í nýjasta rafræna fréttabréfi Stefáns Jóns Hafstein "Afríka!" sé grein sem nefnist "Spilling í Afríku"?
Veit ekki - en hitt veit ég að það er mikill fengur í þessu fréttabréfi Stefáns Jóns sem ég fæ sent reglulega, en Stefán Jón hefur undanfarin misseri verið í leyfi frá borgarstjórn Reykjavíkur og unnið að verkefnum í Afríku á vegum Þróunarsamvinnustofnunar.
Í nýjasta tölublaðinu sem datt inn í pósthólfið hjá mér áðan lýsir Stefán Jón efni fréttabréfsins svo:
Í þessu tölublaði //Afríku!" sendi ég ykkur nýja stuttmynd með sveitarstemmingu í Malaví þegar uppskerutími fer í hönd. Dagbækurnar greina frá ástandi í Malaví þegar nær dregur kosningum, en skemmtiefnið og þroskasagan er frá tveimur
íslenskum hjúkkum sem gerðust æskulýðsleiðtogar í Malaví. Við vorum stolt Íslendingarnir þegar opnunarhátíð ,,Kraftaverkanna" stóð sem hæst, en þær Gugga og Ditta stofnuðu íþróttafélag með öllu sem þarf í litlu sveitaþorpi. Grein mánaðarins er svo hugleiðing sem heitir Spilling í Afríku? Og svo er margt fleira á vefnum, kær kveðja,
Stefán Jón.
Vona að Stefáni Jóni sé sama um að ég auglýsi skemmtilegt og fræðandi fréttabréf hans svona!
Hlekkur á greinina Spilling í Afríku?
Hlekkur á "Sveitarstemming í Malaví.
Hlekkur á gjaldfrjálsa áskrift á vefritið Afríka!
Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hnýtið saman Samfylkingu og Vinstri græna
4.3.2009 | 17:43
Endilega hnýtið saman Samfylkingu og Vistri græna. Það yrði spennandi kostur ef Vinstri grænir og Samfylking gengju bundin til kosninga. Slíkt hefur ekki tíðkast í langan tíma.
Væntanlega yrði gengið frá því fyrirfram hver yrði forsætisráðherraefni slíkrar stjórnar.
Hvort ætti það að vera Steingrímur J. eða Jóhanna?
Ég er hins vegar ekki viss um að slík stjórn yrði farsæl ef Framsókn yrði ekki með - framganga minnihlutastjórnarinnar undanfarið lofar ekki allt of góðu - það vantar dálítið jarðtenginguna.
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur F. Magnússon ræðst á starfsfólk Ráðhússins!
3.3.2009 | 18:16
Það var sorglegt að horfa á Ólaf Friðrik Magnússon borgarfulltrúa ráðast á afar ósmekklegan hátt á starfsfólk Ráðhúss Reykjavíkur með dylgjum og óhróðri úr ræðustól borgarstjórnar. Ólafur F. sakaði starfsfólk í ráðhúsinu um óheiðarleika.
Borgarstjóri kom starfsfólkinu til varnar og bað Ólaf F. að ráðast ekki að starfsfólki úr ræðustól borgarstjórnar þar sem starfsfólk gæti ekki varið heiður sinn. Við það færðist Ólafur F. í aukanna og bætti í árásirnar á starfsfólkið.
Ég hef aldrei áður séð ósmekklegri aðför að starfsfólki Reykjavíkurborgar úr ræðustól borgarstjórnar, en ég fylgdist með nánast öllum borgarstjórnarfundum tímabilið 1986-1991 þegar ég var varaborgarfulltrúi. Þá hef ég fylgst með útvarpssendingum af borgarstjórn af og til undanfarin misseri - en brá mér á pallana í dag - þar sem ég trúði ekki mínum eigin eyrum og augum þegar Ólafur F. hóf nánast að svívirða starfsfólk Ráðhússins. Hef þó heyrt ýmislegt vafasamt frá manninum.
Ekki veit ég hvað manninum stóð til - en má vera að Ólafur F. hafi átt dálítið erfitt eftir að fyrri dylgjur hans og ásakanir í garð borgarfulltrúa Framsóknarflokksins voru hraktar hver á fætur annarri - og flett ofan ásökunum Ólafs F. svo ekki stóð steinn yfir steini.
Á fundinum var meðal annars farið yfir nokkrar móttökur sem Samfylking, VG og Sjálfstæðisflokkur hafa haldið sambærilegar þeim sem Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hélt á haustmánuðum - og sýna svart á hvítu að Óskar fór eftir reglum og hefðum í borgarstjórn með móttöku sinni.
Reyndar hjólaði Ólafur F. einnig í fyrrum samstarfskonu sína - Margréti Sverrisdóttir - og vildi reka hana út úr borgarstjórnarsalnum - og í borgarstjórann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þar sem hann setti fram órökstuddar dylgjur.
Hvet fólk til að fylgjast með ræðum Ólafs Friðriks í borgarstjórn. Þær eru oft á tíðum afar athyglisverðar svo ekki sé meira sagt.
4100 fá sumarstarf hjá borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slysagildran á Kjalarnesi og slæmt ferðaveður
3.3.2009 | 09:03
Þegar ég heyri tilkynningar um að ekki sé ferðaveður þá leitar hugurinn einatt upp á Kjalarnes þar sem oft blæs hressilega og umferðin er þung. Þar skapast mikil hætta í slæmu skyggni og hálku enda liggur Vesturlandsvegurinn þröngur og dimmur í jaðrinum á byggðinni. Þar liggja einnig fjölmargir stórhættulegir afleggjarar að Vesturlandsveginum þar sem umferð er afar þung og hröð.
Reyndar þarf ekki slæmt veður til þess að skapa óásættanlega hættu á umferðaslysum á Kjalarnesi. Það er ekki síður hætta í góðu veðri þegar ökumenn aka greitt og umferðin er þung. Þá má sjá börn og unglinga sem leið eiga yfir Vesturlandsveginn skjótast á harða hlaupum rétt á meðan aðeins lengist bilið á milli bílana.
Ég fæ reyndar hnút í magan við tilhugsunina. Þarna hafa orðið slys og við viljum ekki fleiri slík.
Þá er ég kominn að kjarna málsins.
Það verður að grípa til aðgerða á þessum kafla Vesturlandsvegarins áður en við upplifum enn eitt stórslysið.
Samgönguráðherra verður að setja þennan vegakafla í forgang, fela Vegagerðinni að hanna strax tvöföldun Vesturlandsvegarins á þessum slóðum og það þannig að greið leið verði undir - eða yfir Vesturlandsveginn fyrir gangandi vegfarendur við þéttbýliskjarnann - og umferð inn á Vesturlandsveginn skapi ekki stórhættu eins og hún gerir í dag.
Það verður að laga til á þessum slóðum - þrátt fyrir blankheit.
Ég veit að þetta verður ekki gert strax á morgun - það þarf lengri tíma til að hanna framkvæmdina og byggja upp góðan og öruggan 2x2 veg þar sem umferðaöryggi er tryggt.
En í millitíðinni - strax í sumar - er hægt að gera minni úrbætur við afleggjara við Vesturlandsveg - og að sjálfsögðu er unnt að skella upp göngubrú yfir Vesturlandsveg strax í sumar!
Ég skora því á samgönguráðherrann að taka upp símann, hringja í Hönnu Birnu borgarstjóra til að tryggja hraðameðferð vegna þessara lagfæringa gegnum borgarkerfið - og hringja svo í Vegagerðina og fela þeim að klára málið hratt og örugglega.
Kjalnesingar eiga það skilið.
Ekkert ferðaverður á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við veitum heimilislausum skjól
2.3.2009 | 20:37
Þegar við Framsóknarmenn mynduðum nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir rúmu hálfu ári var það eitt af áhersluatriðum okkar í Velferðarráði að taka á vanda heimilislausra og ganga frá metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarðsfólks.
Á þeim tíma sem ég tók við sem varaformaður Velferðarráðs var í undirbúningi að Heilsuverndarstöðin tæki við þjónustu við allt að 20 manns - fólk sem glímt hefur við áfengis- og vímuefnavanda en eru í bata - þar sem áhersla átti að vera á félagslegan stuðning og hæfing fyrir þátttöku í samfélaginu.
Deilur höfðu verið um aðkomu Heilsuverndarstöðvarinnar að verkefninu og því miður gat hún ekki staðið við húsnæðishluta verkefnisins. Því var það að Velferðarráð rifti samkomulagi við Heilsuverndarstöðina og gekk til samninga við SÁÁ um að taka að sér verkefnið.
Það var mikilvægt að mínu mati að samkomulag tækis við SÁÁ um þetta mikilvæga verkefni eins og kom meðal annars fram í bloggi mínu Tímamótasamvinna Velferðarráðs og SÁÁ á þessum tíma.
Gengið var frá samningi við SÁÁ um verkefnið. Þetta skref var mjög mikilvægt að mínu mati.
Nú - nær þremur mánuðum eftir að samkomulag náðist milli Velferðarráðs, Velferðarsviðs og SÁÁ um verkefnið - fór fram formleg undirskrift félagsmálaráðuneytisins og borgarstjóra vegna aðkomu ríkisins að verkefninu. En gengið var frá þeirri aðkomu ríkisins fyrir rúmu ári síðan þótt ekki hafi verið ákveðið að skrifa undir formlegt samkomulag og samning fyrr en nú - einhverra hluta vegna.
Ráðist gegn vanda heimilislausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
... en lætur stóru orðin sem vind um eyru þjóta
2.3.2009 | 08:41
"Flokkurinn þolir stór orð" segir formaður "Endurreisnar Sjálfstæðisflokksins."
En er það nóg?
Ætlar flokkurinn bara að láta orðin sem vind um eyru þjóta?
Þjóðin mun beina sjónum sínum á Sjálfstæðisflokkinn og fylgjast með því hvort flokkurinn muni taka mark á gagnrýninni - eða hvort hann haldi áfram á sömu braut hroka og afneitunar!
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sig sekar um vanrækslu sem ráðherrar
1.3.2009 | 19:43
Ég get ekki annað séð en að Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir - tvíeykið í forystu Samfylkingarinnar - hafi gerst sekar um alvarlega vanrækslu sem ráðherrar í síðustu ríkisstjórn þar sem þær brugðust ekki við aðvörun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna bankakerfisins!
Af hverju í ósköpunum stungu þau Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde höfðinu í sandinn og gerðu nákvæmlega ekki neitt í málunum?
Getur Jóhanna Sigurðardóttir firrt sig ábyrgð - ráðherrann sem heimtaði að ekkert yrði skorið niður hjá sér í fjárlagagerðinni - bara hinum ráðherrunum? Jóhanna var ráðherra í ríkisstjórn sem skellti skollaeyrum við aðvörunum - ríkisstjórn sem ber því fulla ábyrgð á bankahruninu!
Hvernig dettur Ingibjörgu í hug að halda áfram í stjórnmálum í stað þess að axla ábyrgð sína á klúðrinu sem nú er að sliga okkur öll og gefa öðrum sviðið eftir?
Meira að segja Geir Haarde og Árni Matthiesen eru búnir að taka pokann sinn. Ingibjörg og Jóhanna sitja einar eftir af þeim sem bera ábyrgð á að hafa ekki brugðist við viðvörunum! Nei, reyndar Össur líka!
Telja þau að Samfylkingin þurfi aldrei að bera ábyrgð á mistökum sínum - bara hinir flokkarnir?
Er Jóhanna trúverðug sem framtíðarforsætisráðherra eftir að þessar upplýsingar koma fram?
Ber hún ekki ábyrgð á bankahrunsklúðrinu eins og aðrir ráðherrar síðustu ríkisstjórna?
IMF varaði við í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)