Hnýtið saman Samfylkingu og Vinstri græna

Endilega hnýtið saman Samfylkingu og Vistri græna. Það yrði spennandi kostur ef Vinstri grænir og Samfylking gengju bundin til kosninga. Slíkt hefur ekki tíðkast í langan tíma. 

Væntanlega yrði gengið frá því fyrirfram hver yrði forsætisráðherraefni slíkrar stjórnar.

Hvort ætti það að vera Steingrímur J. eða Jóhanna?

Ég er hins vegar ekki viss um að slík stjórn yrði farsæl ef Framsókn yrði ekki með - framganga minnihlutastjórnarinnar undanfarið lofar ekki allt of góðu - það vantar dálítið jarðtenginguna.

 


mbl.is Samfylkingin gangi bundin til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kæmi sér vel fyrir X-S, en ekki viturlegt fyrir VG. Því ætti VG að sjá um áframhaldandi völd ráðherra síðustu stjórnar.

Palli (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hallur segir m.a:

Ég er hins vegar ekki viss um að slík stjórn yrði farsæl ef Framsókn yrði ekki með - framganga minnihlutastjórnarinnar undanfarið lofar ekki allt of góðu - það vantar dálítið jarðtenginguna.

Hallur: við höfum þó all langa reynslu af Framsóknarflokknum í stjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum mörg undanfarin ár.

Held ekki að fólk sé mjög ginkeypt fyrir endurtekningu á því stjórnarfari á næstunni.

Kvótinn, Einkavinavæðing, og ábyrgðarlaus fjármálastjórn.

Nei við þurfum eitthvað annað nú.

hilmar jónsson, 4.3.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband