Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Dagur B. næsti formaður Samfylkingarinnar

Dagur B. verður væntanlega næsti formaður Samfylkingarinnar. Það hefur verið rætt um það lengi að Ingibjörg Sólrún myndi ekki segja af sér formennsku fyrr en það væri tryggt að Dagur B. tæki við. Nú hefur Ingibjörg Sólrún gefið út að hún ætli að halda áfram sem formaður flokksins - en ekki forsætisráðherraefni.

Væntanlega mátu þau stöðuna þannig að Dagur B. myndi ekki hafa formannsembættið í beinni kosningu eins og staðan er nú.

Það kemur því ekki á óvart að Dagur B. skuli nú koma fram og lýsa yfir framboði til varaformanns Samfylkingarinnar. Ef hann nær því mun Ingibjörg Sólrún geta staðið upp við gott tækifæri og láta Dag B. Samfylkinguna eftir.

Vandamál Dags B. verður hugsanlega að hann er oddviti Samfylkingar í Reykjavík - en verðr ekki á þingi - nema hann bjóði sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar. En það gæti reyndar eins orðið að Dagur B. taki við sem ráðherra þegar Ingibjörg hættir - ef Samfylking verður í ríkisstjórn. Það er fordæmi fyrir því.

Árni Páll Árnason hinn snaggaralegi þingmaður Samfylkingarinnar berst nú á tveimur vígstöðvum. Annars vegar gegn vinsælum bæjarstjóra í Hafnafirði sem er með öflugan flokk Hafnarfjarðarkrata á bak við sig um 1. sæti framboðslista - og nú við Dag B. leiðtoga Samfylkingar í Reykjavík.

Ef Árni Páll hefir 1. sætið í Suðvesturkjördæmi - þá gæti hann orðið ógnun við Dag B. og Ingibjörgu Sólrúnu! Árni Páll er alveg maður í það - það hefur hann sýnt á Alþingi og víðar.


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattarþvottur Sjálfstæðisflokks - stefnan brást líka - ekki bara fólkið

Þetta er óttalegur kattarþvottur Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.  Auðvitað brást stefna Sjálfstæðisflokksins - það var ekki bara fólkið sem var í framlínunni.

En það er rétt að það þarf að skipta um fólk í framlínunni ef Sjálfstæðisflokkurinn á að verða stjórntækur á ný. Það verður spennandi að fylgjast með endurnýjuninni.

En ég held að það væri gott bæði fyrir þjóðina og Sjálfstæðisflokkinn að flokkurinn taki sér gott - mjög gott frí frá landsstjórninni.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær skíðadagur í Bláfjöllum

Það var frábær skíðadagur með strákunum í Bláfjöllum í gær þar sem færið var til fyrirmyndar og veðrið yndislegt. Hvet alla til að nýta sér þá góðu aðstöðu sem í Bláfjöllum er - ekki skemmir gott veður fyrir - þótt ekki skíni sólin í dag eins og í gær.
mbl.is Skíðasvæðin opin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband