Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Framsóknarleiðtogarnir Obama og Steingrímur Hermannsson
31.3.2009 | 21:28
Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er nú í mikilvægri ferð til Evrópu. Ég var hins vegar á fundi með öðrum afar merkum Framsóknarmanni - Steingrími Hermannssyni - sem skipar heiðurssæti á lista Framsóknarflokksins í Kraganum.
Steingrímur hélt ótrúlega snjalla og markvissa ræðu þar sem hann rifjaði upp kosningabaráttu fyrri ára á Vestfjörðum - enda um að ræða fjölmennt og skemmtilegt átthagakvöld Framsóknarfólks með rætur í Norvesturkjördæmi. Steingrímur sýndi gamla góða takta sem öflugur leiðtogi - takta sem við sjáum nú hjá Framsóknarmanninum Barack Obama!
Ég er þess fullviss að Steingrímur næði öruggu þingsæti ef það væri búið að innleiða persónukjör!
Með eigin þotu, þyrlu, bíl, lækna og kokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikilvægt að ná samstöðu um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar
31.3.2009 | 15:01
Það er afar mikilvægt að ná samtöðu um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar fyrir kosningar þannig þetta er gott skref.
Mikilvægast af öllu er þó að tryggja að baráttumál Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing þjóðarinnar nái fram að ganga.
Nálgast Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðgjafastofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum góð hugmynd
30.3.2009 | 22:52
Alþingi var að samþykkja mikilvægar breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti sem kveða á um greiðsluaðlögun einstaklinga. Það er mikilvægt ekki síst ástandinu eins og það er núna.
Annað mikilvægt skref í ástandinu eins og það er núna væri ef Alþingi samþykkti að setja á fót ráðgjafastofu fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum. Slíkt gæti eflaust hjálpað mörgum fyrirtækjum, ekki síst minni og millistórum fyrirtækjum að þreyja þorrann og viðhalda atvinnu.
Fimm þingmenn fjögurra flokka vilja einmitt að stofnuð verði ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum.
Um það er fjallað á visir.is þar sem segir meðal annars:
Við teljum að fyrirtæki í rauninni hafi ekki neinn stað til að leita til. Stofan er því bæði hugsað til að ráðleggja fyrirtækjum að halda áfram rekstri eða hætta rekstri til að takmarka skaðann," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Eygló telur nauðsynlegt að stofna slíka ráðgjafarstofu. Við erum að horfa á ofboðslega alvarlega stöðu," segir Eygló vísar í tölur Hagstofu Íslands um fjölda gjaldþrota máli sínu til stuðnings. Tölur sýna 70% aukningu í janúar og 38% aukningu í febrúar á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eygló segir að í fyrra hafi verið metár hvað varðar gjaldþrot fyrirtækja og ástandið sé því mjög alvarlegt.
Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur réð ekki við borgina
30.3.2009 | 08:54
Það er rétt hjá Degi B. Eggertssyni að það ráða ekki allir við erfið mál. Sem dæmi um það er að Dagur B. Eggertsson réð ekki við að vera borgarstjóri. Dagur B. brást algerlega í að halda saman baklandinu sínu í borgarstjórn með þeim afleiðingum að hann missti meirihlutan úr höndunum.
Dagur fattaði nefnilega ekki að það var ekki nóg að vera flottur og fínn í fjölmiðlum í hlutverkinu leiðtoginn í Reykjavík - heldur þurfti hann líka að rækta garðinn sinn. Það klikkaði.
Það er ekkert sem bendir til þess að Dagur B. sé betur til þess fallinn nú en áður að halda saman meirihluta - en hver veit ...
Dagur: Ráða ekki allir við erfið mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn nauðsynleg í ríkisstjórn - segir eðalkratinn Kolbrún!
29.3.2009 | 22:15
Það eru flestir sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera áfram á stjórnarandstöðubekknum eftir kosningar, en flest skynsamt fólk eins og til dæmis Kolbrún Bergþórsdóttir krati og bókmenntagagnrýnandi, eru sammála um að Framsóknarflokkurinn sé nauðsynlegur í vinstri stjórn eigi hún að virka.
Í Morgunblaðinu í dag segir Kolbrún meðal annars:
"Vinstri græn eru kokhraust þessa dagana og það má sjá á þeim að þar á bæ geta menn ekki beðið eftir að fá umboð hjá þjóðinni til að koma hugmyndum sínum un skattahækkanir í framkvæmd. Samfylkingin mun dansa með. Eina vonin er sú að niðurstöður kosninga verði þannig að þessir tveir flokkar fái ekki tilskilinn meirihluta og neyðist til að taka Framsókn með sér í ríkisstjórn.
Oft er sagt að þriggja flokka ríkisstjórn sé ekki af hinu góða en þess konar stjórn er miklu betri kostur en afturhalds-samsull Samfylkingar og Vinstri grænna´. Í þriggja flokka stjórn mun það verða hlutskipti Framsóknar að halda ríkisstjórninni í jarðsambandi og koma í veg fyrir að hún haldist í afturhaldsförunum.
Kolbrún Bergþórsdóttir, eðalkrati, hittir þarna naglan á höfuðið!
Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða
29.3.2009 | 11:25
Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða er ekki galin hugmynd enda ljóst að það þarf að gera mun róttækari breytingar á stjórnarráðinu en gert var í upphafi þessa kjörtímabils.
En það er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fari fyrir slíku ráðuneyti í næstu ríkisstjórn ef við ætlum að ná okkur upp úr efnahagslægðinni með lágmarksskaða fyrir fjölskyldurnar og heimilin.
Það eru reyndar fleiri og fleiri að átta sig á því að það er nauðsynlegt þjóðarinnar vegna að Framsóknarflokkurinn verði með í verðandi vinstri stjórn.
Nú síðast eðalkratinn, blaðamaðurinn og bókmentarýnirinn Kolbrún Bergþórsdóttir - sem fram að þessu hefur frekar haft horn í síðu Framsóknar.
Eitt ráðuneyti efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Aðildarviðræður fyrst - ákvörðun um aðild svo
28.3.2009 | 12:17
Það er mikilvægt fyrir þjóðina að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þegar niðurstöður slíkra aðildarviðræðna ligga fyrir er fyrst tími til kominn um að taka ákvörðun um aðild eða aðild ekki.
Hættan við að láta Samfylkinguna leiða aðildarviðræðurnar er sú að Samfylkingin er reiðubúin að ganga í Evrópusambandið nánast hvað sem það kostar.
Því er mikilvægt að það sé Framsóknarflokkurinn sem leiði aðildarviðræðurnar og samningsmarkmið sem Framsóknarflokkurinn hefur sett séu þau skilyrði sem Íslendinga setja sér í viðræðunum.
ESB efst á blaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn samur við sig - pólitískari enn nokkru sinni
27.3.2009 | 22:56
Seðlabankinn er samur við sig. Pólitískur.
Þetta er ekki "kostnaður" í venjulegum skilningi þess orðs. Þetta er niðurfelling - sem kostar ríkið ekkert. Þetta er niðurfærsla sem tryggir betur stöðu kröfuhafa en ef niðurfellingin verður stjórnlaus - það er hún verði í formi gjaldþrotahrinu sem er fyrirsjáanleg ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin.
Kostnaður við fjöldagjaldþrotin munu hins vegar falla á ríkið í meira mæli en niðurfærslan - og að líkindum enn meira á kröfuhafana - auk þess sem slík gjaldþrotahrina mun éta upp eignir þeirra landsmanna sem þó geta staðið undir lánunum sínum vegna hruns á fasteignaverði - fasteignir enn stærri hluta verður yfirveðsettur.
Til viðbótar þá mun kostnaður við að koma efnahagslífinu aftur af stað að líkindum verða miklu meiri ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin - því hluti niðurfærsluleiðarinnar felst í að losa um fé til runnið geti til endurreisnar atvinnulífsins. En það vill Seðlabankinn greinilega ekki. Allavega tekur hann ekki æþann þáttinn inn í jöfnuna.
Hvernig væri að Seðlabankaliðið lyftu hausnum upp úr klofinu og horfi yfir sviðið í heild og þaðan til framtíðar?
... og svona að lokum. Ætli tímasetningin hjá Seðlabankanum - beint inn í landsfund Samfylkingar sé tilviljun?
Ónei.
Seðlabankinn er enn flokkspólitískari en hann var!
Nú er það bara norskur smákrati sem leiðir pólitíkina fyrir hönd Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar - í stað Davíðs Oddssonar áður.Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stólarnir voru bara svo freistandi fyrir Samfylkingarfólk
27.3.2009 | 17:48
Það er einfalt af hverju Samfylkingin gerði ekki afdráttarlausar kröfur um breytingar á stjórnkerfinu. Samfylking vildi ekki breytingu á stjórnkerfinu í sjálfu sér heldur einungis að setja Samfylkingarfólk í þá stóla sem fyrir voru.
Núverandi forsætisráðherra gekk meira segja svo langt að hún braut lög þegar hún setti mann af til að koma Samfylkingarmanni í stólinn!
Ingibjörg Sólrún gekk líka dálítið langt í einkavinavæðingunni í utanríkisráðuneytinu.
Það er auðvelt að koma núna og segja - við hefðum átt - en það er bara of seint!
Átti að gera skýrari kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20% leiðréttingarleið Framsóknar eina vitið
27.3.2009 | 10:10
20% leiðréttingarleið Framsóknarflokksins er eina vitið. Hún byggir á jafnræði, hún er mjög vel framkvæmanleg, hún er ekki dýr - þótt kratarnir haldi slíku fram algerlega órökstutt - og leiðin kemur atvinnulífinu aftur af stað.
Annars er það með ólíkindum að 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé í Mogganum sífelld tengd Tryggva Þór Herbertssyni - en ekki Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknar sem setti hugmyndina fram með 17 öðrum skynsamlegum tillögum um aðgerðir í efnahagsmálum.
Þá er það einnig sérstakt að blaðamenn biðja kratana aldrei um rökstuðning þegar þeir staðhæfa að kostnaður við 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé dýr fyrir ríkið. Það er hreinlega rangt hjá krötunum - enda hafa þeir aldrei þurft að færa rök fyrir upphrópunum.
Reyndar er athyglsivert hvað formaður Samfylkingarinnar teygir sig langt til að gagnrýna - án rökstuðnings - tillögur Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins. Nú síðast í ræðu sinni á þingi ASÍ þar sem hún - ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og stuðningsmanni Samfylkingarinnar - voru að pirrast út í Framsókn og Framsóknarfólk.
Er „Leiðrétting“ lausnin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)