Stólarnir voru bara svo freistandi fyrir Samfylkingarfólk

Það er einfalt af hverju Samfylkingin gerði ekki afdráttarlausar kröfur um breytingar á stjórnkerfinu. Samfylking vildi ekki breytingu á stjórnkerfinu í sjálfu sér heldur einungis að setja Samfylkingarfólk í þá stóla sem fyrir voru.

Núverandi forsætisráðherra gekk meira segja svo langt að hún braut lög þegar hún setti mann af til að koma Samfylkingarmanni í stólinn!

Ingibjörg Sólrún gekk líka dálítið langt í einkavinavæðingunni í utanríkisráðuneytinu.

Það er auðvelt að koma núna og segja - við hefðum átt - en það er bara of seint!


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sigurbjörg það má lengi böl bæta með því að benda á eitthvað annað.  Ef Samfylkingin hafði eitthvað við kerfið að athuga hversvegna var því ekki breytt?  

G. Valdimar Valdemarsson, 27.3.2009 kl. 22:20

2 identicon

Hvernig væri að framsóknarmenn hættu að agnúast út í aðra flokka og sýndu hvað þeir ætla að gera , ef þeir komast að ?

Þið eruð farin að hljóma eins og gömul plata , sem rispaðist fyrir áratugum !

Framsóknarflokkurinn er partur af því ástandi sem hér er í dag.  Valgerður og búnaðarbankasalan verður ykkur dýr.  Þess vegna hljómar þetta með stólasetu eins og brandari í ykkar munni !

JR (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband