Seðlabankinn samur við sig - pólitískari enn nokkru sinni

Seðlabankinn er samur við sig. Pólitískur.

Þetta er ekki "kostnaður" í venjulegum skilningi þess orðs. Þetta er niðurfelling - sem kostar ríkið ekkert. Þetta er niðurfærsla sem tryggir betur stöðu kröfuhafa en ef niðurfellingin verður stjórnlaus - það er hún verði í formi gjaldþrotahrinu sem er fyrirsjáanleg ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin.

Kostnaður við fjöldagjaldþrotin munu hins vegar falla á ríkið í meira mæli en niðurfærslan - og að líkindum enn meira á kröfuhafana - auk þess sem slík gjaldþrotahrina mun éta upp eignir þeirra landsmanna sem þó geta staðið undir lánunum sínum vegna hruns á fasteignaverði - fasteignir enn stærri hluta verður yfirveðsettur.

Til viðbótar þá mun kostnaður við að koma efnahagslífinu aftur af stað að líkindum verða miklu meiri ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin - því hluti niðurfærsluleiðarinnar felst í að losa um fé til runnið geti til endurreisnar atvinnulífsins. En það vill Seðlabankinn greinilega ekki. Allavega tekur hann ekki æþann þáttinn inn í jöfnuna.

Hvernig væri að Seðlabankaliðið lyftu hausnum upp úr klofinu og horfi yfir sviðið í heild og þaðan til framtíðar?

... og svona að lokum. Ætli tímasetningin hjá Seðlabankanum - beint inn í landsfund Samfylkingar sé tilviljun?

Ónei.

Seðlabankinn er enn flokkspólitískari en hann var!

Nú er það bara norskur smákrati sem leiðir pólitíkina fyrir hönd Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar - í stað Davíðs Oddssonar áður.
mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

já!

Hallur Magnússon, 27.3.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hallur ef þessi ,,niðurfelling" kostar ekki neitt því þá einungis 20% - af hverju þá bara ekki að fella niður allar skuldir og þá meina ég bara allar, allar skuldir.

Enginn borgar!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ekki einu sinni „hádegisverðurinn er ókeypis“ sögðu Hannes Hólmsteinn og félagar hvað þá hundruð milljarða skuldaniðurfelling.

Þetta er bara enn ein sjónhverfing öfga-ný-kóna. Öfga-græðgismenn vilja fá afslátt á skuldunum sem þeir komu ekki undan í eignarhaldsfélög, og hvort sem þeir geta borgað eða ekki. -Í samræmi við það breytti sjálfstæðismenn ályktun sinni úr því að „lækka höfuðstól íbúðar-skulda“ í það að „lækka höfuðstól skulda“ - þ.e. allra skulda.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

- Þún meinar kannski bara að við stelum þessu bara af útlendingum?

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér finnst Seðlabankinn reikna dæmið eins og dæmigerðir baunateljarar. Rétt í sjálfu sér ef horft er einungis á tölurnar sem núna liggja á borðinu.

Dæmið í raun er hins vegar miklu flóknara ef horft er á þróun efnahags þjóðarinnar næstu 1-2 árin.

Ef fjöldagjaldþrot eiga sér stað eins og liggur fyrir ef ekki verður farið í niðurfærslu skulda er ljóst að það gerist ekki án þess að áhrif verði fasteignamarkað og fjárhag almennt.

Getur einhver sagt fyrir um hvað fasteignaverð verður, ef segjum 20 þús. manns verða gerð gjaldþrota. Ætli fasteignaverð yrði mikið meira en 30% af því sem nú er í dag. Hvaða áhrif hefði það á heimtur skuldaeigenda hjá þeim sem ekki ná að standa í skilum. Er ekki augljóst að það er hagur skuldareigenda að kreppan verði eins lítil og hægt er.

Ég sem skuldareigandi í gegnum lífeyrissjóð minn geri þá kröfu að menn hætti baunatalningu og reyni að horfa á hlutina í víðara samhengi.

Finnur Hrafn Jónsson, 28.3.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband