Dagur réð ekki við borgina

Það er rétt hjá Degi B. Eggertssyni að það ráða ekki allir við erfið mál. Sem dæmi um það er að Dagur B. Eggertsson réð ekki við að vera borgarstjóri. Dagur B. brást algerlega í að halda saman baklandinu sínu í borgarstjórn með þeim afleiðingum að hann missti meirihlutan úr höndunum.

Dagur fattaði nefnilega ekki að það var ekki nóg að vera flottur og fínn í fjölmiðlum í hlutverkinu leiðtoginn í Reykjavík  - heldur þurfti hann líka að rækta garðinn sinn. Það klikkaði.

Það er ekkert sem bendir til þess að Dagur B. sé betur til þess fallinn nú en áður að halda saman meirihluta - en hver veit ...


mbl.is Dagur: Ráða ekki allir við erfið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér, mér fannst hann klúðra "big time" því að vera Borgarstjóri, en því miður þá virðist fjöldi stuðningsmanna vera "blindur á sannleikann" og foringjadýrkun þeirra er með ólíkindum.  Þau dýrkuðu Ingibjörgu alveg fram í rauðan dauðann, og það var Ingibjörg sem vil að Dagur verði hennar erfðaprins.  Bara það að Ingibjörg hafi valið hann sem eftirmann hræðir mig...  Dagur er örugglega drengur góður og hefur falleg útgeislun, en ég á enn eftir að sjá hann sanna sig sem "góðan stjórnmálamann", vonandi tekst honum vel upp.  Sjálfstæðismenn völdu burtu "reynslu" og völdu i staðinn "nafn" sem foringja.  Sá góði drengur er t.d. enginn leiðtogi, og ég óttast að þetta foringjaval þeirra á bara eftir að valda áframhaldandi stöðnun hjá þeim.   Við lifum á skelfilega spennandi tímum, ég óska öllum þessum ólíku leiðtogendum góðs gengis á komandi árum í sínum störfum fyrir þjóðina.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu var það ekki Ólafur F sem kom úr fríi og vildi verða borgarstjóri. En framsóknarmenn sjá þetta kannski öðruvísi. Minni Hall á að framsókn sleit líka samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig að kannski er framsókn ekki stjórntæk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.3.2009 kl. 10:07

3 identicon

Rétt , Dagur er of heiðarlegur til þess að geta haldið mótað Framsókn, sem er ekki stjórntæk, og Ólafur F. sem var bara veikur úr hégómagirnd. En við næstu borgarstjórakaosningar þá verða svoleiðis flokkar hreinsaðir út og Samfylking og VG fá meirihluta eins og á Alþingi.

Róbert (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég man ekki betur en Dagur hafi haft mikinn stuðning sem borgarstjóri, mældist með fylgi frá 60-75% á meðan hann var þar.

Hann réði hins vegar ekki við Ólaf F, sem er skiljanlegt.

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.3.2009 kl. 10:22

5 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæll Hallur

Er það ekki rétt munað hjá mér að þú sért formaður hollvinasamtaka Bifrastar? Ef svo er, hvernig gengur annars að vinna að hagsmunum Háskólans á Bifröst (og nemenda hans auðvitað) þar sem þú ert þá væntanlega í stjórn skólans sem fulltrúi hollvinasamtakanna?

Annars finnst mér ummæli þín um Dag B. Eggertsson vera ómakleg. Finnst þau eiginlega ekki þarfnast frekari skýringa því það hljóta allir að muna hvernig þessi mál gengu fyrir sig.

Þórður Már Jónsson, 30.3.2009 kl. 10:32

6 Smámynd: Sævar Helgason

Já var það ekki Ólafur F. sem Sjálfstæðisflokkur gafst upp á. Síðan var stutt í hin landsfrægu hnífasett í Framsókn og brautin var rudd til valda með Flokknum...

Sævar Helgason, 30.3.2009 kl. 10:45

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Þórður Már.

Ég er ekki í stjórn Bifrastar. Fulltrúi Hollvinasamtakanna er Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu.

Það gengur þokkalega að vinna að hagsmunum Bifrastar. Væntanlega verður ráðstefna um stöðu og framtíð Bifrastar og Hollvinasamtakanna í mái.

Þú ert velkominn!

Vandamálið við hann Dag okkar var ekki útlitið og framgangan í fjölmiðlum - eins og ég benti á - heldur innviðirnir í meirihlutasamstarfinu. Það gleymdist að rækta þá. Það er ein ástæða þess að Tjarnarkvartettinn gekk ekki lengur - ekki einungis óstabíll Ólafur F.

En að sjálfsögðu voru menn ekkert að ræða það vandamál opinskátt á sínum tíma - og allra síst í fjölmiðlum.

Hallur Magnússon, 30.3.2009 kl. 10:55

8 identicon

 HALLUR RÉÐ EKKI VIÐ SMÁVERKEFNI

Það er rétt hjá þér Þórður hann Hallur er einn af aðalmönnum í Hollvinasamtökum Bifrastar sama hvað hann segir.

Sjá: http://hollvinir.bifrost.is/default.asp?sid_id=29611&tre_rod=002|001|&tId=1

Hallur kastar svo sannarlega steinum í glerhúsi enda hefur hann ekki á nokkurn hátt valdið því verkefni sem hann tók að sér fyrir Hollvinasamtökin sem eru jú talsvert smærri og afmarkaðra en þau verkefni sem Dagur tók að sér í borginni.

Eftir að Hallur tók að sér hagsmunagæslu fyrir Bifrestinga hefur allt farið á versta veg og hann virðist lítið gefa fyrir það enda ekki heyrst í manninum fyrir utan að hann hélt ræðu á Bifröst fyrir nokkrum mánuðum síðan og talaði um sameiningu við annan skóla til að bjarga fjárhag skólans en gerði svo ekki neitt til að klára það mál enda eitt að halda ræðu og annað að klára þau mál sem maður tekur að sér.

Síðan Hallur tók við embætti hefur leiga hækkað á Bifröst, nemendum fækkað og verður að telja líklegt að Bifrestingar hugsi ekki hlýlega til þessa svokallaða hagsmunafulltrúa sem virðist hafa tekið þetta að sér til þess eins að fá einhvern titil.....

það er rétt hjá þér Hallur að það er ekki nóg að vera flottur og fínn.

Ég ætla ekki að dæma um það hvort þú sért flottur eða fínn. En ljóst er að þú veldur ekki þeim verkefnum sem þú tekur að þér.

Allir eiga þó rétt á að taka sig saman í andlitinu og er það mín einlæga von að þú takir þig saman í andlitinu og farir nú að vinna að þeim verkefnum sem þú tókst að þér til hagsmuna nemenda á Bifröst.

Ólafur (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:20

9 identicon

Þessi er ódýr - jafnvel frá Framsóknarmanni.

Til að mynda meirihluta án Sjálfstæðisflokks, þurfti alla aðra borgarfulltrúa, líka þann sem er ekki heill á geði. Sjálfstæðisflokkurinn tók þann síðastnefnda til sín og gafst svo upp á honum, enda maðurinn jafn ósamstarfshæfur þar. Þá var það félagi þinn Hallur, sem valdi auðveldu leiðina og fór í samstarf með Sjálfstæðisflokknum.

Merkilegt með mann eins og þig, Hallur, sem getur haldið þig á nokkuð málefnalegum nótum mánuðum saman, að detta í svona bull bara af því að kosningar eru í nánd.

SoffíaSigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:10

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Ólafur.

Það hefði verið skárra ef þú hefðir kynnt þér málin áður en þú færir að tjá þig - svona svo þú gætir haldið þig við staðreyndir.

Hollvinasamtök Bifrastar hefur ekkert með rekstur eða stefnumótun Háskólans að Bifröst að gera að öðru leiti en því að Hollvinasamtökin skipa einn fulltrúa í stjórn skólans. Sá fulltrúi hefur verið undanfarin ár Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Þannig að því miður er ekki unnt að skamma mig fyrir hækkunar leigu og fækkun nemenda. Það er á ábyrgð rektors og stjórnar skólans - sem gera klárlega sitt besta í rekstri og uppbyggingu skólans.

Hins vegar eru þetta málefni sem Hollvinasamtökin hafa haft áhyggjur af - en eru ekki í stöðu til þess að taka á. Til þess hafa þau ekki nokkurt umboð né stöðu.

Ítreka aftur að í maí verður að líkindum málþing þar sem farið verður yfir stöðu og framtíð Bifrastar - og stöðu og framtíð Hollvinasamtakanna.

Ætla ekki að leggja mat á það að hvort ég hefi staðið mig eða staðið mig ekki í verkefnum sem Hollvinasamtökin geta og eiga að vinna að. Mælistikan hlýtur samt að vera sá rammi og hlutverk sem samtökin hafa.

Það breytir hins vegar alls ekki þeirri staðreynd að Dagur B. réði ekki við verkefnið Borgarstjórinn í Reykjavík - þótt það virðist koma illa við þig - ágæti Ólafur.

Kær kveðja

Hallur M

Hallur Magnússon, 30.3.2009 kl. 13:10

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ómakleg færsla af svona sviphreinum og tillögugóðum manni.  Þarna er vegið að starfsheiðri af mjög umdeilanlegu tilefni.  Flestir eru á því að Dagur hafi verið góður borgarstjóri og hvorki hann eða aðrir hefðu getað ráið nokkru um það hvernig mál skipuðust við endurkomu Ólafs. Ég skil ekkert í þér að vera að glefsa í aðra fyrir flokk sem vill ekkrt með þig hafa.  Þú ættir að koma til okkar hér á milliflokkalandinu. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 14:10

12 identicon

Ef rétt er munað er Baldur Kristjánsson einn af ríkisreknum fulltrúum almættisins hér á jörð.

Hann virðist búa yfir sömu náðargáfunni. Þannig fullyrðir Baldur að "flestir" séu á því að Dagur hafi verið mjög góður borgarstjóri. Hvernig veit Baldur þetta? Er hann eins og Faðirinn fær um að rýna í huga hundruða þúsunda manna á sama tíma? Er Baldri ekkert hulið fremur en Guði?

Vitleysa er þetta og ekki upplýstu fólki samboðið. Þetta er meira að segja andskotans vitleysa.

Karl (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:24

13 identicon

Mikið ofsalega er ég sammála þér Hallur, það er ekki nóg að vera bara með gel í hárinu og flottur í taujinu talandi í frösum, það kom nákvæmlega ekkert útúr dag sem Borgarstjóra og kannski á hann bara vel heima þarna hjá Samfylkingunni því ekki virðist vera mikið að koma útúr henni í dag frekar en fyrri daginn.

Andri (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:39

14 Smámynd: Hallur Magnússon

... en svona til að halda öllu til haga - þá held ég að Dagur B. sé efnilegur - en fyrst þarf hann þá að fatta trikkið. Ég óttast að hann hafi ekki lært af mistökunum sínum í 100 daga meirihlutanum - en vonandi gerir hann það einhvern daginn!

Hallur Magnússon, 30.3.2009 kl. 22:55

15 identicon

Hallur.

Alveg merkilegt með framsóknarmenn og framsóknarflokkinn. Þeir ráðast á annað fólk og aðra flokka, til að vekja athygli á framsóknarflokknum.  Er ekki betra að reyna koma til skila fyrir hvað framsóknarmenn og framsóknarflokkurinn stendur og hvað þeir ætla að gera ?

Hvers vegna þurfið þið að ráðst á annað fólk til að reyna upphefja sjálfa ykkur ? 

JR (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:01

16 identicon

JR!!!

Kom þessi nú ekki úr allra hörðustu átt?

Það hefur nú ekki staðið á Framsókn að koma með tillögur og greina frá því fyrir hvað flokkurinn stendur!

Hörðustu, ómálefnalegustu og rætnustu atvinnuniðurrifs bloggararnir koma klárlega ekki úr þeirra röðum!

Jóhann (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband