Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Óverjandi ofbeldi Ísraela kosta börnin lífið!

Ofbeldi Ísraela er óverjandi þegar fyrirséð er að stór hluti fallinna Palestínumanna verða börn og almennir borgarar. Þetta verður að stöðva.

Þá er ég ekki að mæla bót árásum Hamas á ísraelska borgara sem eru jafn vítaverðar.

Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna

Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas


mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas

Ísraelar ætluðu greinilega alltaf að ráðast á Gaza hvort sem Hamas héldi vopnahlé eða ekki. Þeir hafa verið að undirbúa innrásina í 18 mánuði í eftirlíkingu af Gazaborg. Ætli það hafi verið líkön af palestínskum börnum í Gaza gerviborginni - lifandi og liðnum?

Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna


mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarslit og ESB umsókn eftir Alþingiskosningar?

Stefnir Ingibjörg Sólrún að stjórnarslitum og að ESB umsókn eftir kosningar?

Með hverjum ætlar hún í ríkisstjórn og ESB umsókn?  Vinstri grænum? Veit að þeir eru búnir að opna á slíkt - en er ekki verið að hætta of miklu?

Eða eru þau Steingrímur J. búin að handsala nýja ríkisstjórn sem fari í aðildarviðræður - og láti þjóðina kjósa um niðurstöðuna - þannig að VG geti hangið í ríkisstjórn - þrátt fyrir ESB ágreining?


mbl.is Segir utanríkisráðherra vinna gegn ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna

Síendurtekin dráp ísraelska hersins á palestínskum börnum er móðgun við minningu gyðingabarna sem þýskir nasistar myrtu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Þótt það sé ekki hægt að bera saman þjóðernishreinsanir þýskra nasista gegn gyðingum, sígaunum og öðrum "óæðri kynþáttum"  við síendurteknar hernaðaraðgerðir Ísraela gegn Palestínumönnum, þar sem engu virðist skipta fyrir Ísraela að tugir eða hundruð barna missi lífið, þá finnst mér hernaðaraðgerðir Ísraela gegn nánast varnarlausum Palestínumönnum vera nánast móðgun við þær milljónir Gyðinga sem þýskir nasistar myrtu í síðari heimsstyrjöldinni.

Árás Ísraelhers á Gaza minni óþægilega á árás Þjóðverja á gettóið í Varsjá, þótt ekki sé sömu við að jafna þar sem engar líkur eru á að Ísraelar leggi Gaza í rúst og myrði alla íbúa svæðisins. En mannfall verður mikið - þar af hefur þegar fjöldi barna verið drepin og væntanlega munu enn fleiri börn falla.

Hugmyndafræði Ísraela um harkalegar og mannskæðar hefndarárásir á Palestínumenn ef Ísraeli fellur er sama hugmyndafræði og hjá Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldina sem tóku af lífi margfalt fleiri óbreytta borgara fyrir hvern þann Þjóðverja sem andspyrnuhreyfingar felldu.

Mín skoðun er sú að Ísraelar eigi að minnast milljónanna með því að beita sér fyrir friði og bera umhyggju fyrir öllu lífi, í stað þess að breyta eftir hinu mistúlkaða "lögmáli"  auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.  Reyndar hefur það verið haus fyrir auga og fótur fyrir tönn hjá Ísraelum gagnvart Palestínumönnum.

Að sjálfsögðu hafa Ísraelar rétt á að verja sig. En aðgerðir Ísraela geta ekki skilgreinst sem sjálfsvörn.

Þeir hafa sagt að aðgerðirnar á Gaza beinist einungis gegn Hamas. Það er ekki rétt. Allsherjarárás á Gaza beinist gegn öllum fólki þar. Þeir sem blæða eru börn og aðrir óbreyttir borgarar.

Ekki ætla ég að verja árásir Hamas gegn Ísraelum.  Ekki heldur að Hamas hafi ekki viljað framlengja vopnahlé við Ísraela. Auðvitað áttu þeir að gera það.

En á hinn bóginn þá hefur lengi verið ljóst að Ísraelar hafa ekki viljað taka skref í friðarátt. Þeir neita að viðurkenna Hamas sem réttkjörin stjórnvöld á Gaza - þrátt fyrir að Hamas hafi unnið lýðræðislegar kosningar þar.

Eflaust má efast um stjórnarhætti Hamas á Gaza - en það réttlætir ekki þá harkalegu einangrun sem Ísraelar hafa beitt íbúa Gazasvæðisins á vopnahléstímanum. Það var ekki friði til framdráttar. Enda náðu Ísraelar fram markmiði sínu - Hamas framlengdi ekki vopnahléinu - og Ísraelar fengu langþráð tækifæri til að ráðast að Hamas á Gaza af fullum hernaðarmætti - og skeyta engu þótt tugir eða hundruð barna og óbreyttra borgara liggi í valnum.

Íslendingum ber skylda til þess að fordæma Ísraela fyrir hernaðaraðgerðirnar af fullum krafti - og Íslendingar eiga að krefjast þess af Bandaríkjamönnum að þeir hætti að veita Ísraelum endalaust svigrúm til árása á Palestínumenn - með því að beita í sífelldu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 


mbl.is Harðir bardagar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lambhúshettuliðið enn með leiðindi

"Nú er lokið vikulegum mótmælafundi á Austurvelli. Lögregla áætlar að um tvöþúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendurnir segja á bilinu fjögur til fimm þúsund hafi mótmælt. Hörður Torfason sem staðið hefur fyrir fundunum lenti í orðaskaki við fundargesti þegar hann bað hóp manna að taka niður lambhúshettur sem huldu andlit þeirra."

Þetta segir í frétt á www.visir.is

Ég komst ekki á fundinn, en það er alveg ljóst að lambhúshettuliðið heldur áfram með leiðindi - og skemmir fyrir friðsömum mótmælendum sem standa fyrir máli sínu með rökum og í eigin persónu.

Mér dettur helst í hug hugleysi þegar ég sé þetta lambúshettulið.

Málstaðurinn er góður - en lambhúshettuaðferðin slæm.

Ítreka fyrri orð mín um að leiðin út úr erfiðleikunum verður að vera Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna .

Bendi einnig á góða pistla Salvarar Gissurardóttur Skríllinn mun eiga síðasta  og Þátttökumótmæli eða miðstýrð mótmæli

Einnig frábært blogg Eyþórs Árnasonar  Kryddsíld - Bardaginn á Borginni


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bardaginn á Borginni - Hobbiti segir frá!

Bardaginn á Borginni þegar grímklæddir "mótmælendur" sem ekki þora að mótmæla í eigin persónu - enda markmið "mótmælanna" hjá sumum þeirra skemmdarfýsn og  ósk um slagsmál - réðust að starfsmönnum Stöðvar 2 og eyðilögðu sjónvarpsbúnað - verður væntanelga hafður í minnum.

Ég rakst á frábæra frásögn Eyþórs Árnasonar leikstjórar og hins frábæra sviðsstjóra hjá Stöð 2 - á blogginu hans. Frásögn sem á erindi við alþjóð.

Í frásögninni segir meðal annars:

"Það er kannski tilgangslaust að lýsa bardaganum. Hann er að mestu til á myndbandi. En það sem ekki sést vel er hvernig manni leið. Inni í sér. Það er best að taka það fram í byrjun að bardagi er kannski ekki rétta orðið. Hnoð, nudd eða stimpingar eru kannski réttari orð. Og hróp og köll. Sennilega rosalegur hávaði. Svolítið eins og í réttum. Stóðréttum. Og þó, þetta var líkara því að kljást við kálfa. Samt leið manni eins og þetta væri stríð. Þarna vorum við í byrjun fjórir drengir. Fjórir litlir hobbitar og móti okkur streymdi her. Her af svörtu andlitslausu fólki. Andlitslausir Orkar. Og það var svo skrítið að ég sagði ekki neitt. Gat ekki sagt neitt. Hafði ekkert að segja við andlitslaust fólk. Orka. Og við tókumst á..."

Sagan öll er á blogginu hans Eyþórs - og ég hvet ykkur til að lesa hana í heild:

Kryddsíld - Bardaginn á Borginni


Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna eru forsenda þess að íslenskt samfélag komist heilt út úr þeim hremmingum sem við eigum við að glíma.

Þeir sem ábyrgð bera á efnahagskrísunni og bankahruninu eiga að axla ábyrgð. Stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn.  Það vantar nokkuð á að þessir aðiljar séu að axla ábyrgð.

Heiðarleiki verður að vera fyrir hendi svo sátt náist milli almennings og þeirra sem bera ábyrgð á efnahagshruninu. Það vantar nokkuð á að stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn hafi komið fram á heiðarlegan hátt og upplýst þjóðina um hvað raunverulega gerðist. Þá vantar nokkið á að almenningur geti treysti því að sérvaldir gæðingar fái ekki aftur í hendur eignir sem þeir hafa tapað, en þjóðin sitji eftir með skuldirnar.

Samvinna er forsenda þess að við náum að ríka á ný. Það vantar nokkuð upp á samvinnu ríkisstjórnar við minnihlutann á Alþingi. Það vantar nokkuð upp á samvinni ríkisstjórnar við aðilja vinnumarkaðarains. Það vantar nokkuð á að ríkisstjórnin vinni saman með þjóðinni og þeim þúsundum friðsamra mótmælenda sem mótmælt hafa á undanförnum vikum.

Ítreka að það má ekki láta lítinn hóp óábyrgra skemmdarvarga og ofbeldissinna sem nýtt hafa sér ástandið til eignaspjalla og líkamsmeiðinga varpa skugga á þúsundir heiðarlegra og friðsamra mótmælenda.

Já, það vantar dálítið upp á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu. Ástandið er því svartara en það þyrfti að vera.

En ég treysti því að við rönkum öll við okkur - með ábyrgð, heiðarleika og samvinnu að leiðarljósi!


Óafsakanleg skemmdarverk á Nornabúðinni

Skemmdarverk sem gerð hafa verið á Nornabúðinni eru óafsakanleg.

Eigandi búðarinnar hefur verið mjög virk í mótmælum að undanförnu og telur það ástæðu skemmdaverkanna. Þótt ákveðinn lítill hópur mótmælenda hafi svert þúsundir heiðarlegra og friðsamlegra mótmælenda með skemmdarverkum og ofbeldi, þá réttlætir það ekki skemmdarverk á Nornabúðinni.

Ég hef skömm á skemmdarverkamönnum sem brotið hafa rúður Nornabúðarinnar - eins og ég hef skömm á þeim litla hóp skemmdarvarga og ofbeldismanna sem hafa staðið fyrir skemmdarverkum og slasað fólk undir yfirskyni mótmæla vegna bankahrunsins.

Leiðin er ekki skemmdarverk og ofbeldi.

Leiðin er Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband