Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Mikilvægt að halda stjórnmálasambandi við Íran!
17.7.2008 | 12:31
Það er mikilvægt að Bandaríkjamenn - og vestræn ríki yfir höfuð - haldi stjórnmálasambandi við Íran. Aðferðafræði Bandríkjamnna - sem reyna að einangra Írana - hefur einungis öfug áhrif. Slíkt styrkir harðlínumenn og kemur í veg fyrir að hófsamari öfl nái fótfestu.
Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt - verða að umgangast önnur ríki af virðingu. Það er eina leiðin til að ná þokkalegu jafnvægi í Miðausturlöndum.
Gott samband við Tyrki - sem undanfarið hafa kosið yfir sig íslamistastjórnir - hófsamar þó - er einn af mikilvægustu hlekkjunum milli vesturlanda og múslimaríkja. Góð vísbending um það er að Sýrlendingar og Ísraelar velja Tyrkland til að ræða mögulegt friðarsamkomulag.
Kveðja úr tyrkneska hitanum!
Stjórnmálasamband í athugun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar kjósendur ganga af göflunum!
16.7.2008 | 19:22
Það er víðar en á Íslandi sem kjósendur virðast ganga af göflunum í kjörklefanum! Í Tyrklandi hafa þarlendir ítrekað kosið yfir sig ríkisstjórn íslamistans Recep Tayyip Erdoğan - sem brotið hefur ákvæði stjórnarskrár og áratuga hefð í tyrkneskum stjórnmálum um að trúarbrögð megi ekki hafa áhrif á stjórnskipun landsins.
Ofan í kaupið kaus tyrkneska þingið Abdullah Gül samflokksmann Erdoğan sem forseta landsins!
Tyrkir gera þetta þrátt fyrir ótrúlega dýrkun á Jóni Sigurðssyni þeirra Tyrkja - Kemal Atatürk - föður nútíma Tyrklands. Í tiltölulega friðsælli byltingu sem hann gerði í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar kom hann á fót viðamiklum félagslegum umbótum - veitti konum meðal annars kosningarétt - og skildi að stjórnmál og trúmál.
Tyrkir dá og dýrka Atatürk. En kjósa yfir sig Erdoğan og islamistana og Gül - sem reyndar eru á hóflegum nótum miðaið við strangtrúarmúslíma. En þeir heimuluðu konum að bera höfuðklút í háskólum í Tyrklandi - en slíkt hafði verið bannað frá tímum Atatürksþ Táknræn aðgerð!
Kannske er þetta tákn um ákveðinn "geðklofa" í tyrknesku samfélagi - líkt og stundum virðist vera hjá okkur Íslendingum líka
Langar í því efni að vísa í blogg hjá Silfur-Agli - sem ég mundi eftir í vikunni þegar ég var að pæla í þessum skrítna tvískinnungi. Egill sagði í fyrra:
"Tyrkland togast á milli hins vestræna heims með neyslu sinni og velmegun og austursins með trúarhita sínum og dulhyggju.
Hin opinbera heimspeki er veraldarhyggja sem er varinn af slíkri hörku að bannað er að fjalla um sögu landsins nema á ákveðinn hátt; það má ekki móðga Ataturk, föður þjóðarinnar, ekki segja frá fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum sem tilurð þjóðarinnar byggir að vissu leyti á.
Samt er íslam alls staðar, í körlunum sem lauga sig við moskurnar, konunum með höfuðklútana, úti um sveitir þessa stóra ríkis. Evrópusambandið getur samt ekki hummað Tyrkland fram af sér - staða þess í heiminum er alltof stórt mál."
Þetta er líklega málið!
Pistill Egils var ritaður í tilefni þess að rithöfundurinn Ohran Pamuk fékk nóbelinn.
Egill sagði í pistli sínum um Pamuk:
"Ég ætla að nefna tvær bækur eftir Pamuk. Annars vegar Snjór sem fjallar um hvernigþjóðernishyggja, róttækt íslam, aðdáun en um leið minnimáttarkennd gagnvart vestrinu, minningar um þjóðarmorð, frelsisbaraátta Kúrda, birtast í hópi fólks sem er fast í snjóbyl niðurníddri borgí austur Tyrklandi. Úr þessu og margvíslegum persónulegum harmi vefur Pamuk einkennilegan vef - nánast eins og teppi úr snjó."
Ég ætlaði alltaf að vera búinn að lesa að minnsta kosti eina bók eftir Pamuk áður en ég færi til Tyrklands. Komst aldrei til þess. Sé eftir því - en mun örugglega byrja að lesa við fyrsta tækifæri!
Kveðja úr 40 gráðunum í Tyrklandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Konu sem forstjóra Landspítala takk!
16.7.2008 | 18:42
Nú gefst ríkisstjórninni tækifæri til þess að fylgja eftir heitum sínum í jafnréttismálum og auka hlut kvenna í hópi ríkisforstjóra! Það hafa hæfar konur sótt um!
Hins vegar hef ég grun um að jafnréttismálin gleymist í þessu eins og öðru hjá okkar ágæturíkisstjórn. En heilbrigðisráðherrann verður að rökstyðja afar, afar vel, ef hann ætlar að ráða kral í stöðuna.
Fáum hjúkku í djobbið! Er ekki örugglega hjúkka í umsækjendahópnum?
PS.
Var undrandi að Ásta Möller skyldi ekki sækja um!
Fjórtán sækja um forstjórastarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Anna rett kona a rettum stad!
10.7.2008 | 14:26
Anna Krıstınsdott er rett kona a rettum stad. Dugnadarforku sem unnıd hefur lengı ad mannrettındamalum - er med mıkla og goda reynslu ı stjornmalum og er vel menntud. Thad ad hun skulı vera radın eınroma segır allt sema segja tharf!
Anna ráðin mannréttindastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að spúla á sér afturendan í Tyrklandi!
9.7.2008 | 09:10
Að spúla á sér afturendan á tyrkneskum hágæða vatnssalernum er ein þessara upplifana sem maður gengur í gegnum þegar Tyrkland er sótta heim! Verð að segja að mér líkar þetta betur en gamla tyrkneska aðferðin sem ég upplifði svo oft fyrir 20 árum er ég sótti Tyrkland síðast heim - þegar maður varð að miða vel á gatið í gólfinu - og hreinsa afturendan til með eini litlu klósettpappírssnifsi! Með vinstri - minnir mig - í samræmi við hefðir múslíma.
Núna sest maður á hefðbundið "íslenskt" salerni - nema hvað á þessum er vatnsstútur - þar sem vatnið sprautast á bossan - þegar skrúfað er frá krana í vegg við hlið salernisins. Þá er ætlast til þess að salernispappírinn sé sparlega notaðu - til þess að þurrka burt rakan - og pappírnum skilið - ekki í salernið - heldur í fötu sem stendur á hægri hönd!!!
Þeir segja að þetta sé miklu umhverfisvænna en hefðbundna norðurevrópska aðferðin!
Ekki fjarri að það geti verið rétt - minni pappírsnotkun ogh einungis hálífrænn úrgangur sem flýtur út úr klóakinu!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrirboði ríkisstjórnarslita?
9.7.2008 | 08:32
Ætli sprunginn meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé fyrirboði stjórnarslita sömu flokka í ríkisstjórn Íslands? Oddviti Samfylkingar segir ástæðuna vera "langvarandi óánægja með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum."
Ég veit það frá fyrstu hendi að meðal margra Sjálfstæðismanns hefur verið "langvarandi óánægja með samstarfið við..." Samfylkinguna "... vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum."
Sjálfstæðismenn eru langtífrá hressir með endalaust gaspur Samfylkingarráðherra um eitt og annað sem ekki hefur verið rætt eða náðst samkomulag um í ríkisstjórninni. Evrópumálin eru eitt dæmi þess.
Ástæða þess að flokkurin hangi í samstarfinu sé ást þeirra á valdastólunum - sem þeir óttast að missa - til langframa. Eðlilega.
Á sama hátt hefur borið á innan Samfylkingar "...óánægja með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum." Dómsmálin yfir höfuð - og sjávarútvegsmálin eru til dæmis dæmi þess.
Ástæða þess að flokkurinn hefur hingað til hangið í samstarfinu sé sú að þrátt fyrir að hafa gengið rösklega til verks að koma sínu fólki fyrir í embættismannakerfinu - þá eigi enn eftir að dekka nokkra slíka stóla - og koma sínu fólki fyrir í þeim stólum sem Alþýðuflokkurinn skipaði krötum þegar Alþýðuflokkurinn var í stjórn og nú eru að losna vegna aldurs gömlu Alþýðuflokksmannanna.
Hafði útlenski hagfræðingurinn kannske rétt fyrir sér? Er ríkisstjórnin að springa!!
Kveðja úr 42 gráðu hitanum í Tyrklandi!
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Grindavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þróuð greiðsluerfiðleikaúrræði hjá Íbúðalánasjóði!
6.7.2008 | 10:52
Það harnar á dalnum og greiðsluerfiðleikar að aukast. Þeir sem hafa íbúðalán sín hjá Íbúðalánasjóði eru væntanlega í skárri stöðu en aðrir, því sjóðurinn hefur yfir að ráða þróuðum greiðsluerfiðleikaúrræðum sem geta aðstoðað fólki að komast yfir erfiðasta hjallan.
Það skal undirstrikað að það skiptir öllu máli að leita sér aðstoðar og áður en allt er komið í óefni í fjármálum fjölskyldunnar. Ekki bíða of lengi!!!
Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs felast meðal annars í því að unnt er að frysta lán sjóðsins til allt að 3 ára og breyta vanskilum lán til allt að 15 ára. Hafa ber í huga að greiðslubyrði lána hækkar í kjölfari þessara þriggja ára - en unnt er að draga úr því með lengingu lánanna.
Nánari upplýsingar um greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs og annað er snýr að sjóðnum er að finna á vef sjóðsins www.ils.is.
Vonandi munu bankar og sparisjóðir landsins feta í fótspor Íbúðalánasjóðs í greiðsluerfiðleikamálum á meðan núverandi niðursveifla (og ríkisstjórn) ríkir. Við skulum líka vona að ríkisstjórnin ranki við sér!
Eiga erfitt með að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hengið arkitektinn!
5.7.2008 | 14:11
"Hengið arkitektinn!" eða "mimar as!". Þessi setning Ottómansoldánsins Kanuni Sultan Suleyman varð til þess að nafn lítils en hernaðarlega mikilvægs fiskibæjar á vesturströnd Tyrklands - gegnt Roðey eða Rhodos - var breytt úr "Physkos" yfir í "Mimaras" sem síðar þróaðist yfir í Marmaris.
Ástæða þess að Kanuni Sultan Suleyman vildi hengja arkitektinn var sú að honum líkaði ekki nýji kastalinn í "Phsykos". Svo segir þjóðsagan allavega!
Bærinn hafði reyndar borið nafnið "Phsykos" allt frá því á 6. öld fyrir krist. Þá eru heimildir fyrir því að í bænum hafi verið kastali frá því 3000 fyrir krist - ef marka má hinn geðþekka og skemmtilega sagnfræðing Heródótus - sem var uppi 484 til 425 fyrir krist og stundum hefur verið kallaður faðir vestrænnar sagnfræði!
Bærinn varð hluti af rómverska heimsveldinu 138 fyrir krist og stjórnuðu rómverskir hershöfðingjar bænum frá höfuðstöðvum sínum á Rhodos. Bærinn lenti eðlilega í austrómverska ríkinu á sínum tíma - en var innlimaður í ottómanska veldið 1425.
Kastalinn - sem varð til þess að nafninu var breytt í kjölfar óánægju soldánsins með arkitektinn - var byggður 1521 - sem liður í undirbúningi soldánsins fyrir fyrirhugaða innrás á Roðey þar sem Jóhannesarriddararnir höfðu ráðið ríkjum frá árinu 1309. Innrás 100.000 Tyrkja var gerð 1522 og endaði með uppgjöf þeirra 650 Jóhannesarriddara sem vörðust ofureflinu þó vasklega. Roðey varð síðan undir stjórn Tyrkja í 390 ár eða þar til Ítalir hertóku eyna 1912. Grikkir tóku síðan við yfirráðum Róðeyjar árið 1948.
Ástæða þess að ég er að birta þessa sögu um nafngift Marmaris - sem mér finnst dálítið skemmtileg - er sú að fjölskyldan er á leið í langþráð frí til "Pshykos", "Mimaras" eða "Marmaris"!
Vonandi verður ekki allt of heitt. Reyndar sé ég að hitinn er 40 gráður í dag! Kannske maður taki með sér Egils kristal!
... en mér er ekki til setunnar boðið - flugið bíður!
Ferðalög | Breytt 7.7.2008 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hummerar á leíð á Humarhátíð á Höfn?
4.7.2008 | 21:33
Væntanlega eru margir sem ætla austur á Hornafjörð þar sem hin frábæra Humarhátíð á Höfn er haldin um helgina. Því miður komumst við fjölskyldan ekki á Humarhátíð þetta árið þar sem Tyrklandsferðin fjölskyldunnar - sem átti eftir fyrstu plönum að hefjast þann 9. júlí - var færð fram um tvo daga. Yfirgefum skerið á mánudagsmorgun og höldum á vit ævintýranna í Tyrklandi í tvær vikur!
Já, Humarhátíð er alveg æðisleg! Náði væntanlega hátindi sínum á 100 ára afmæli Hafnar - en þá starfaði ég á Hornafirði að endurskipulagningu og uppbyggingu heildstæðrar heilbrigðis, fræðslu og félagsþjónustu undir hatti sveitarfélagsins - sem á þeim tíma var reynslusveitarfélag. Það var frábær þriggja ára tími hjá frábæru fólki!
Kæri vinir á Hornafirði. Góða skemmtun!
Mikil umferð frá höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Móttaka Gyðinga 1938
4.7.2008 | 07:16
Við skulum láta hugan reika aftur til ársins 1938. Ímynda okkur að maðurinn væri gyðingur. Hvernig hefði verið tekið á móti manninum? Líklega á sama hátt og núna. Hvernig var samviska okkar eftir stríð gagnvart þeim gyðingum sem við gerðum afturreka?
Hélt við hefðum lært af sögunni. Vitum að það er engin trygging fyrir því að Ítalir sendi hann ekki til baka. Eins og þær þjóðir sem tóku við gyðingum sem vísað var frá Íslandi fyrir stríð. Sumir enduðu aftur í Þýskalandi. Með afleiðingum sem við þekkjum öll.
Viljum við hafa líf mannsins mögulega á samviskunni?
Held ekki.
Við eigum að veita manninum hæli með hraði - fá hann heim frá Ítalíu - og veita fjölskyldunni öryggi hér heima.
PS:
Bendi á undirskriftarlista sem ég var að rekast á á netinu: http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses
Fjölskyldu fleygt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)