Færsluflokkur: Ferðalög

Að spúla á sér afturendan í Tyrklandi!

 Að spúla á sér afturendan á tyrkneskum hágæða vatnssalernum er ein þessara upplifana sem maður gengur í gegnum þegar Tyrkland er sótta heim!  Verð að segja að mér líkar þetta betur en gamla tyrkneska aðferðin sem ég upplifði svo oft fyrir 20 árum er ég sótti Tyrkland síðast heim - þegar maður varð að miða vel á gatið í gólfinu - og hreinsa afturendan til með eini litlu klósettpappírssnifsi!  Með vinstri - minnir mig - í samræmi við hefðir múslíma.

Núna sest maður á hefðbundið "íslenskt" salerni - nema hvað á þessum er vatnsstútur - þar sem vatnið sprautast á bossan - þegar skrúfað er frá krana í vegg við hlið salernisins. Þá er ætlast til þess að salernispappírinn sé sparlega notaðu - til þess að þurrka burt rakan - og pappírnum skilið - ekki í salernið - heldur í fötu sem stendur á hægri hönd!!!

Þeir segja að þetta sé miklu umhverfisvænna en hefðbundna norðurevrópska aðferðin!

Ekki fjarri að það geti verið rétt - minni pappírsnotkun ogh einungis hálífrænn úrgangur sem flýtur út úr klóakinu!


Hengið arkitektinn!

"Hengið arkitektinn!" eða "mimar as!". Þessi setning Ottómansoldánsins Kanuni Sultan Suleyman varð til þess að nafn lítils en hernaðarlega mikilvægs fiskibæjar á vesturströnd Tyrklands - gegnt Roðey eða Rhodos - var breytt úr "Physkos" yfir í "Mimaras" sem síðar þróaðist yfir í Marmaris. 

Ástæða þess að Kanuni Sultan Suleyman vildi hengja arkitektinn var sú að honum líkaði ekki nýji kastalinn í "Phsykos". Svo segir þjóðsagan allavega!

Bærinn hafði reyndar borið nafnið "Phsykos" allt frá því á 6. öld fyrir krist. Þá eru heimildir fyrir því að í bænum hafi verið kastali frá því 3000 fyrir krist - ef marka má hinn geðþekka og skemmtilega sagnfræðing Heródótus - sem var uppi 484 til 425 fyrir krist og stundum hefur verið kallaður faðir vestrænnar sagnfræði!

Bærinn varð hluti af rómverska heimsveldinu 138 fyrir krist og stjórnuðu rómverskir hershöfðingjar bænum frá höfuðstöðvum sínum á Rhodos. Bærinn lenti eðlilega í austrómverska ríkinu á sínum tíma - en var innlimaður í ottómanska veldið 1425.

Kastalinn - sem varð til þess að nafninu var breytt í kjölfar óánægju soldánsins með arkitektinn - var byggður 1521 - sem liður í undirbúningi soldánsins fyrir fyrirhugaða innrás á Roðey þar sem Jóhannesarriddararnir höfðu ráðið ríkjum frá árinu 1309. Innrás 100.000 Tyrkja var gerð 1522 og endaði með uppgjöf þeirra 650 Jóhannesarriddara sem vörðust ofureflinu þó vasklega. Roðey varð síðan undir stjórn Tyrkja í 390 ár eða þar til Ítalir hertóku eyna 1912. Grikkir tóku síðan við yfirráðum Róðeyjar árið 1948.

Ástæða þess að ég er að birta þessa sögu um nafngift Marmaris - sem mér finnst dálítið skemmtileg - er sú að fjölskyldan er á leið í langþráð frí til "Pshykos", "Mimaras" eða "Marmaris"!

Vonandi verður ekki allt of heitt. Reyndar sé ég að hitinn er 40 gráður í dag! Kannske maður taki með sér Egils kristal!

... en mér er ekki til setunnar boðið - flugið bíður!


Hummerar á leíð á Humarhátíð á Höfn?

Væntanlega eru margir sem ætla austur á Hornafjörð þar sem hin frábæra Humarhátíð á Höfn er haldin um helgina. Því miður komumst við fjölskyldan ekki á Humarhátíð þetta árið þar sem Tyrklandsferðin fjölskyldunnar - sem átti eftir fyrstu plönum að hefjast þann 9. júlí - var færð fram um tvo daga. Yfirgefum skerið á mánudagsmorgun og höldum á vit ævintýranna í Tyrklandi í tvær vikur!

Já, Humarhátíð er alveg æðisleg!  Náði væntanlega hátindi sínum á 100 ára afmæli Hafnar - en þá starfaði ég á Hornafirði að endurskipulagningu og uppbyggingu heildstæðrar heilbrigðis, fræðslu og félagsþjónustu undir hatti sveitarfélagsins - sem á þeim tíma var reynslusveitarfélag.  Það var frábær þriggja ára tími hjá frábæru fólki!

Kæri vinir á Hornafirði. Góða skemmtun!


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göng eftir göng - að sjálfsögðu!

Að sjálfsögðu eiga Vaðlaheiðagöng að vera á vegum ríkisins. Eins og öll hin göngin sem við þurfum að klára ekki síðar en í gær. Td. tvenn göng á Vestfjörðum - og þrenn göng fyrir austan!

Tvenn göng í gangi á sama tíma - eins og Jón Sig og hinir framsóknarmennirnir hafa sett stefnuna á.

Gott að hafa svo öflugan mann sem Kristján Möller með í þvl átaki!  Eykur líkur á því að markmiðinu verði náð :)


mbl.is Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband