Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Móttaka Gyðinga 1938
3.7.2008 | 21:24
Við skulum láta hugan reika aftur til ársins 1938. Ímynda okkur að maðurinn væri gyðingur. Hvernig hefði verið tekið á móti manninum? Líklega á sama hátt og núna. Hvernig var samviska okkar eftir stríð gagnvart þeim gyðingum sem við gerðum afturreka?
Hélt við hefðum lært af sögunni. Vitum að það er engin trygging fyrir því að Ítalir sendi hann ekki til baka. Eins og þær þjóðir sem tóku við gyðingum sem vísað var frá Íslandi fyrir stríð. Sumir enduðu aftur í Þýskalandi. Með afleiðingum sem við þekkjum öll.
Viljum við hafa líf mannsins mögulega á samviskunni?
Held ekki.
Við eigum að veita manninum hæli með hraði - fá hann heim frá Ítalíu - og veita fjölskyldunni öryggi hér heima.
Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar?
3.7.2008 | 07:55
Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar sem að líkindum fór ekki að reglum Kauphallarinnar um birtingu fjárhagslegrar upplýsinga á upplýsingavef Kauphallar?
Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld klikka í þeim efnum, en stjórnmálamenn hafa átt í gegnum tíðina erfitt með að sætta sig við að geti ekki sjálfir stjórnað því hvernig og hvenær þeir koma fram með slíkar upplýsingar í fjölmiðlum. Ásóknin í dýrðarljóma fjölmiðlaljóssins verið skynseminni ofursterkari.
Íbúðalánasjóður hefur alla tíð lagt megináherslu á að upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á markaði birtist fyrst í Kauphöll áður en frá þeim er greint á öðrum opinberum vettvangi - eins og reglur Kauphallar gera ráð fyrir. Þar er ekki einungis nóg að upplýsingar birtist á íslensku heldur einnig samhliða á ensku.
Þetta hefur ekki alltaf tekist - oftast vegna fljótfærni stjórnmálamanna - sem hafa verið einum of fljótir að tjá sig í fjölmiðlum.
Nú er ljóst að upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar birtust einhverra hluta á visir.is áður en frá þeim var greint á vef Kauphallar. Hvort um hafi verið að ræða leka frá ríkisstjórn, mistök embættismanna í ráðuneytum eða að ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í bankakerfinu hafi búið yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki - er ekki gott að segja - en þetta er staðreyndin.
Svo virðist reyndar að í gegnum Samráðsvettang bankanna - Samtök fjármálafyrirtækja - hafi upplýsingarnar borist vítt og breytt um bankakerfið - áður en aðgerðirnar voru tilkynntar í Kauphöll. Það er ólíðandi - en undirstrikar samráð bankanna gegnum þennan opinbera samráðsvettvangi sinn - sem bankarnir hafa notað ótæpilega óáreittir gegnum tíðina.
Landsbankinn virðist þó sá eini sem hafði tækifæri til að nýta sér þessar upplýsingar - einhverra hluta vegna!
Landsbankinn liggur enn undir grun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru stjórnendur Strætó gersamlega úti að aka?
2.7.2008 | 21:53
Eru stjórnendur Strætó gersamlega úti að aka þessa dagana?
Skemmst er að minnst afar sérkennilegrar brottvísunar trúnaðarmanns hjá Strætó, brottvísunar sem virðist brjóta gegn þeim samskiptareglum sem gilt hafa á vinnumarkaði undanfarna áratugi.
Nú virðist vera að kona sem unnið hefur sem vagnstjóri í 10 ár hafi verið látin fjúka í kjölfar bloggfærslu þar sem hún lýsir andúð sinni á framangreindri framkomu stjórnenda Strætó!
Hvað er eiginlega í gangi?
Vagnstjóri segist rekin vegna bloggfærslu (Frétt á visir.is)
Hallur Magnússon
stjórnarmaður í stjórn SVR 1986-1990
Staðfesta Einars Kristins til fyrirmyndar!
2.7.2008 | 07:41
Staðfesta Einars Kristins sjávarútvegsráðherra við úthlutum fiskveiðiheimildar er til fyrirmyndar! Einar Kristinn tekur enn á ný mjög erfiða ákvörðun þar sem hann fer nánast eftir fyrirliggjandi tillögum fiskifræðinga um takmarkaðar fiskveiðiheimildir á næsta fiskveiðiári, þrátt fyrir mikinn þrýsting útvegsmanna og þrátt fyrir versnandi efnahagsástand þar sem freistandi hefði verið að láta reka á reiðanum og auka fiskveiðiheimildir af efnahagslegum aðstæðum.
Vandamálið er hins vegar það að ríkisstjórnin hefur brugðist landsbyggðinni vegna skorts á raunhæfum mótvægisaðgerðum, þrátt fyrir gorgeir og gildar yfirlýsingar þar um. Nú verður ríksistjórnin að grípa til raunverulegra og raunhæfra mótvægisaðgerða!
Það hefði verið alvarlegt stílbrot hjá Einari Kristni að standa ekki við þá stefnumótun sem hann lagði upp með á síðasta ári þegar hann skar verulega niður þorskheimildir í takt við tillögur fiskifræðinga. Hins vegar er ljóst að margir efast um réttmæti þeirrar stefnumótunar. Mögulega með réttu.
Fiskifræðingar og stjórnmálamenn verða að hlusta á rök þeirra sem gagnrýna þessa stefnumótun og telja verndun fiskistofnanna með mikilli takmörkun hámarksafla ekki réttu leiðina og geti mögulega hafa haft öfug áhrif. Í ljósi þess að þorskstofnin hefur haldið áfram að minnka þrátt fyrir verndunaraðgerðir kann þetta að vera rétt.
En það er ekki rétti tíminn nú að snúa við blaðinu. Það verður að klára þessar aðgerðir og sjá hvort þær skila tilætluðum árangri. Ef ekki - þá verða stjórnmálamenn og vísindamennirnir í Hafró að hugsa sinn gang - og hlusta á kenningar þeirra vísindamanna sem eru þeim ósammála. Þeir hafa meðal annars bent á þróun mála í Barentshafi. Þá hefur verið bent á að ekki eigi að veiða fæðuna frá þorskinum, það er loðnuna.
Þessar raddir kunna að hfa rétt fyrir sér og það er skylda mann að íhuga þær.
En þrátt fyrir það tekur Einar Kristinn rétta ákvörðun og á hrós skilið fyrir staðfestuna.
Næsta ár verður erfitt fyrir sjávarútveginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi!
1.7.2008 | 18:20
Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi með bankaviðskiptin og tengd viðskipti! Átti í viðskiptum við Búnaðarbankann í Borgarnesi. Hann rann inn í Kaupþing með stofnun KB banka. Á í viðskiptum við Alþjóða líftryggingafélagið - sem rann inn í Kaupþing. Færði viðskiptin mín í SPRON. Færði einni aukalífeyrissparnaðinn minn þangað í haust. Nú er SPRON runnið inn í Kaupþing.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að gefast upp og halda bara áfram viðskiptum við Kaupþing/SPRON - eða hvort ég skuli stuðla að frekari samruna á bankamarkaði með því að taka upp viðskipti við annan banka! Því að sjálfsögðu mun sá banki - eða sparisjóður - renna inn í Kaupþing með tímanum!
Kaupþing og SPRON sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vistvænn vilji er allt sem þarf!
1.7.2008 | 07:49
"Þetta er bara ekki framkvæmanlegt" er allt of ríkjandi viðhorf hjá embættismönnum. Yfirleitt hafa þeir rangt fyrir sér. Nenna bara ekki að breyta til! En oftast er vilji allt sem þarf. Í tilfelli þess að fjölga vistvænum bílum hjá hinu opinbera - þá er alveg ljóst að vistvænn vilji er allt sem þarf! Hvað sem embættismenn hjá Ríkiskaupum segja.
Ríkisstjórnin setti fram markmið um fjölgun vistvænna bíla, en samkvæmt þeim áttu 10% ríkisbifreiða að ganga fyrir vistvænum orkugjöfum í árslok 2008. Þeir eru orðnir þrír!
Fyrst einkafyrirtæki geta rekið vistvæna bíla - þá getur ríkið gert það.
Já, vistvænn vilji er allt sem þarf!
Ekki framkvæmanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)