Vistvænn vilji er allt sem þarf!

"Þetta er bara ekki framkvæmanlegt" er allt of ríkjandi viðhorf hjá embættismönnum. Yfirleitt hafa þeir rangt fyrir sér. Nenna bara ekki að breyta til! En oftast er vilji allt sem þarf. Í tilfelli þess að fjölga vistvænum bílum hjá hinu opinbera - þá er alveg ljóst að vistvænn vilji er allt sem þarf!  Hvað sem embættismenn hjá Ríkiskaupum segja.

Ríkisstjórnin setti fram markmið um fjölgun vistvænna bíla, en samkvæmt þeim áttu 10% ríkisbifreiða að ganga fyrir vistvænum orkugjöfum í árslok 2008.  Þeir eru orðnir þrír!

Fyrst einkafyrirtæki geta rekið vistvæna bíla - þá getur ríkið gert það.

Já, vistvænn vilji er allt sem þarf!

 

 


mbl.is Ekki framkvæmanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er fyrir löngu kominn með áætlun eða hugmynd að því hvernig hægt er að gera þetta allt vistvænna enn verst að ríkistjórnin hefur engan áhuga á að hlusta á mig eða taka eftir nokkru sem skiptir máli hjá almenningi því hann er of upptekinn við að klúðra málunum.

Jón Pálsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þetta er framtíðin og ef vel ætti að vera þá væri þetta nútíðin.

Flott hjá þér að vekja máls á þessu. Kannski þyrfti áhugahópur fólks um vistvænar samgöngur að krunka sig saman og reyna þannig að hafa meiri áhrif.

Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband