Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Ögrandi hagfræðingur í Samfylkingunni!
10.4.2007 | 18:01
Hann er ögrandi - hinn annars ágæti hagfræðingur í Samfylkingunni - sem fer mikinn á ritvellinum og skrifar um efnahagsmál á þann hátt sem hæfði vel forystumanni á framboðslista flokksins. Sem hann reyndar stefndi á að verða - en varð ekki.
Mærir Seðlabankann - en horfir fram hjá alvarlegum mistökum þeirrar merku stofnunar í upphafi árs 2004 - þegar bindiskylda bankanna var lækkuð verulega með þeim afleiðingum að bankarnir höfðu fulla vasa fjár sem þeir dældu síðan á stuttum tíma inn á lánamarkaðinn - með efnhagslegum afleiðingum - sem hagfræðingurinn gagnrýnir ríkisstjórnina nú fyrir.
Hinn ögrandi hagfræðingur skrifar greinarnar reyndar undir starfsheiti sínu sem framkæmdastjóri einnar merkustu fjöldahreyfingar landsins - ASÍ - en ekki sem Samfylkingarmaður eins og rétt væri miðað við efnistökin.
Ekki viss um að stór hluti félagsmannanna - sem notið hafa ótrúlega mikilla kjarabóta undanfarin ár - kunni honum þökk fyrir að nota nafn samtakanna á þennan hátt.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að greinarnar eru gott innlegg í þá umræðu um efnahagsmál sem nauðsynleg er í aðdraganda kosningar - þótt rökin séu handvalin - og veigamiklum atriðum og staðreyndum sleppt. Og hann er góður penni, Samfylkingarmaðurinn.
Göng eftir göng - að sjálfsögðu!
3.4.2007 | 20:08
Að sjálfsögðu eiga Vaðlaheiðagöng að vera á vegum ríkisins. Eins og öll hin göngin sem við þurfum að klára ekki síðar en í gær. Td. tvenn göng á Vestfjörðum - og þrenn göng fyrir austan!
Tvenn göng í gangi á sama tíma - eins og Jón Sig og hinir framsóknarmennirnir hafa sett stefnuna á.
Gott að hafa svo öflugan mann sem Kristján Möller með í þvl átaki! Eykur líkur á því að markmiðinu verði náð :)
Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 4.4.2007 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tveir sjálfhverfir miðaldara fréttamenn!
2.4.2007 | 22:49
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skíðað í Tindastól!
1.4.2007 | 17:21
Það var frábært að skíða með fjölskyldunni í Tindastól í dag. Snjórinn reyndar á hröðu undanhaldi, en nægur samt. Hitti fólk sem flúði Akureyri vegna veðurs- hafði verið í tvo daga þar og einungis komist tvær ferðir niður Hlíðafjall. Komust eins margar ferðir og þau lysti í Tindastólnum.
Gréta mín - 2 1/2 árs - fór nokkrar ferðir neðsta hluta brekkunnar. Viggó "guðfaðir" skíðasvæðisins tók ekki annað í mál en að lána henni skíði og skíðaskó. Ótrúlegt hvað þessi litlu kríli geta. Takk fyrir það Viggó!
Magnús 6 ára og Styrmir 8 ára fóru mikinn!
Þetta er fyrsta ferðin okkar á skíði í Tindastól - en örugglega ekki sú síðasta!