Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ögrandi hagfræðingur í Samfylkingunni!

Hann er ögrandi - hinn annars ágæti hagfræðingur í Samfylkingunni - sem fer mikinn á ritvellinum og skrifar um efnahagsmál á þann hátt sem hæfði vel forystumanni á framboðslista flokksins. Sem hann reyndar stefndi á að verða - en varð ekki.

Mærir Seðlabankann - en horfir fram hjá alvarlegum mistökum þeirrar merku stofnunar í upphafi árs 2004 - þegar bindiskylda bankanna var lækkuð verulega með þeim afleiðingum að bankarnir höfðu fulla vasa fjár sem þeir dældu síðan á stuttum tíma inn á lánamarkaðinn - með efnhagslegum afleiðingum - sem hagfræðingurinn gagnrýnir ríkisstjórnina nú fyrir.

Hinn ögrandi hagfræðingur skrifar greinarnar reyndar undir starfsheiti sínu sem framkæmdastjóri einnar merkustu fjöldahreyfingar landsins -  ASÍ - en ekki sem Samfylkingarmaður eins og rétt væri miðað við efnistökin.

Ekki viss um að stór hluti félagsmannanna - sem notið hafa ótrúlega mikilla kjarabóta undanfarin ár -  kunni honum þökk fyrir að nota nafn samtakanna á þennan hátt.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að greinarnar eru gott innlegg í þá umræðu um efnahagsmál sem nauðsynleg er í aðdraganda kosningar - þótt rökin séu handvalin - og veigamiklum atriðum og staðreyndum sleppt. Og hann er góður penni, Samfylkingarmaðurinn.


Göng eftir göng - að sjálfsögðu!

Að sjálfsögðu eiga Vaðlaheiðagöng að vera á vegum ríkisins. Eins og öll hin göngin sem við þurfum að klára ekki síðar en í gær. Td. tvenn göng á Vestfjörðum - og þrenn göng fyrir austan!

Tvenn göng í gangi á sama tíma - eins og Jón Sig og hinir framsóknarmennirnir hafa sett stefnuna á.

Gott að hafa svo öflugan mann sem Kristján Möller með í þvl átaki!  Eykur líkur á því að markmiðinu verði náð :)


mbl.is Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir sjálfhverfir miðaldara fréttamenn!

Var að horfa á tvo sjálfhverfa miðaldra fréttamenn fjalla um Jón Sigurðsson. Nálgunin nokkuð sérstök. Ætla ekki að dæma þættina þeirra fyrr en ég hef séð umfjöllun um alla formenn stjórnmálaflokkana svo ég hafi samanburð. Vona að þau beiti alla sömu "hlutlægni" og þau gerðu í kvöld!

Skíðað í Tindastól!

Það var frábært að skíða með fjölskyldunni í Tindastól í dag. Snjórinn reyndar á hröðu undanhaldi, en nægur samt. Hitti fólk sem flúði Akureyri vegna veðurs- hafði verið í tvo daga þar og einungis komist tvær ferðir niður Hlíðafjall. Komust eins margar ferðir og þau lysti í Tindastólnum.

Gréta mín - 2 1/2 árs -  fór nokkrar ferðir neðsta hluta brekkunnar. Viggó "guðfaðir" skíðasvæðisins tók ekki annað í mál en að lána henni skíði og skíðaskó. Ótrúlegt hvað þessi litlu kríli geta. Takk fyrir það Viggó!

Magnús 6 ára og Styrmir 8 ára fóru mikinn!

Þetta er fyrsta ferðin okkar á skíði í Tindastól - en örugglega ekki sú síðasta!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband