Ögrandi hagfræðingur í Samfylkingunni!

Hann er ögrandi - hinn annars ágæti hagfræðingur í Samfylkingunni - sem fer mikinn á ritvellinum og skrifar um efnahagsmál á þann hátt sem hæfði vel forystumanni á framboðslista flokksins. Sem hann reyndar stefndi á að verða - en varð ekki.

Mærir Seðlabankann - en horfir fram hjá alvarlegum mistökum þeirrar merku stofnunar í upphafi árs 2004 - þegar bindiskylda bankanna var lækkuð verulega með þeim afleiðingum að bankarnir höfðu fulla vasa fjár sem þeir dældu síðan á stuttum tíma inn á lánamarkaðinn - með efnhagslegum afleiðingum - sem hagfræðingurinn gagnrýnir ríkisstjórnina nú fyrir.

Hinn ögrandi hagfræðingur skrifar greinarnar reyndar undir starfsheiti sínu sem framkæmdastjóri einnar merkustu fjöldahreyfingar landsins -  ASÍ - en ekki sem Samfylkingarmaður eins og rétt væri miðað við efnistökin.

Ekki viss um að stór hluti félagsmannanna - sem notið hafa ótrúlega mikilla kjarabóta undanfarin ár -  kunni honum þökk fyrir að nota nafn samtakanna á þennan hátt.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að greinarnar eru gott innlegg í þá umræðu um efnahagsmál sem nauðsynleg er í aðdraganda kosningar - þótt rökin séu handvalin - og veigamiklum atriðum og staðreyndum sleppt. Og hann er góður penni, Samfylkingarmaðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband