Neyðin kennir naktri konu að spinna

 „Við erum aldrei svo blönk að við höfum ekki efni á að hugsa.“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Það er mikill sannleikur í þessu hjá honum. Þá vitum við líka að neyðin kennir naktri konu að spinna.

Við erum skítblönk og nánast eins og nakin kona.

En í þessari stöðu okkar eru möguleikar. Eins og alltaf. Við þurfum bara að hugsa skýrt, draga fram rokkinn og byrja að spinna ný sóknarfæri.  Ég finn í kring um mig að það er mikil gerjun í gangi. Það eru margar nýjar og góðar hugmyndir komnar á loft. Ég sé líka í kring um mig að rokkarnir eru farinn að snúast.

Við munum rísa úr öskustónni á ný.

Vilhjálmur bendir á þá staðreynd að Alþingi hafi aldrei tekið neina grundvallarákvörðun í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Hann nefnir að sú ráðstöfun að gengi gjaldmiðilsins skuli ákveðið í Seðlabankanum hafi verið ákveðið með bráðabirgðalögum árið 1961 framhjá Alþingi. Einnig hafi heimild til almennrar verðtryggingar verið lögfest sem aukaatriði með frumvarpi til laga um stjórn efnahagsmála. Ekki liggi heldur fyrir ákvörðun Alþingis í tengslum við frjálsa vexti, heldur hafi þeir verið heimilaðir á grundvelli gleymds ákvæðis í lögum um Seðlabanka Íslands í andstöðu við forsætisráðherra þegar hann var í fríi. 

Þetta er athyglisvert. Það er kannske þess vegna sem dregast að leggja skýra aðgerðaráætlun í efnahagsmálum fyrir Alþingi!

Nýtt Alþingi verður kosið næsta vor. Það hlýtur að vera eitt af meginverum þess Alþingis að taka grundvallarákvarðanir um efnahagsmál íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

Það hlýtur einnig að vera eitt af meginverkum þess Alþingis að hugsa skýrt og veita þeim sem stíga rokkana stuðning og réttlátan lagaramma til þess að spinna garn í vef endurreisnarinnar á Íslands.

En Alþingi má þó ekki spinna togann. Við höfum nefnileg ekki langan tíma til að koma okkur á réttan kjöl á ný. 


mbl.is Aldrei of blönk til að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er góð greining hjá Vilhjálmi og ætla ég að kíkja á þá félaga annað kvöld á Skaganum, hlakka til að heyra í þeim. En ástæðan fyrir því að ég kem hér inn og kommenta núna er kannski ekki beint vegna þess sem Vilhjálmur segir heldur að biðja þig um að leyfa ekki Framsóknarflokknum að bakka eitt einasta fet með stjórnlagaþingið, það verður að komast á. Sjálfstæðismenn eru brjálæðir vegna þess að þeir kæra sig ekki um nein mannréttindi, þeir eru líka hræddir um að missa völd ef stjórnarskránni verður breytt. VG eru líka á harað hlaupum undan stjórnlagaþinginu, og ástæðan er einföld, þeir eru svo hræddir við að landinu verði breytt í eitt kjördæmi og þar með riðlast vægi atkvæða og þeir missa spón úr aski sínum. Nú er s.s. komið að stóru stundinni, ætlar Framsókn að standa við stóru orðin, eða er þetta bara kosningatrix hjá ykkur og formanni ykkar, þetta með stjórnlagaþingið?

Valsól (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband