Árni Páll Árnason framtíðarformaður Samfylkingarinnar?

Ég efast um að Ingibjörg Sólrún muni segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi flokksins. En ég tel hins vegar líkur á að hún muni draga sig í hlé í kjölfar Alþingiskosninga.

Því mun eiginleg barátta um formennsku Samfylkingarinnar verða baráttan um varaformannsembættið. Þar hefur einungis einn gefið kost á sér. Hinn öflugi þingmaður Árni Páll Árnason - sem væntanlega er ráðherraefni Samfylkingarinnar í dómsmálaráðuneytið eftir að Lúðvík var úr leik.

Mun Árni Páll Árnason verða framtíðarformaður Samfylkingarinnar?

Eða munu fleiri koma fram á næstunni?

Ég held það.

Það er hins vegar enginn sterkur leiðtogi í sjónmáli. Dagur B. mun væntanlega koma fram.  Björgvin mun reyna. Sé enga sterka konu. Gunnar Svavarsson kemur örugglega til að missa ekki sæti sitt til Árna Páls. Nema Lúðvík bæjarstjóri í Hafnarfirði ákveði að taka slaginn.

Það ríkir greinilega forystukrísa í Samfylkingunni. Jón Baldvin sá það - og stimplaði sig inn.


mbl.is Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki alveg með þig, þú ferð að skrifa um formann í öðrum flokki þegar nýji formaður framsóknar, með ,,enga fortíð",  er kynntur, eins Jón Ársæll gerði í kvöld  ?

Formaðurinn , sem þið framsóknamenn eruð búin að kynna sem mann með ,,enga fortíð" , átti sér fortíð og það meira að segja mikla framsóknafortíð !

Það er eðli fólks í pólitískum flokkum á Íslandi að setja ,,skítadreyfaran" á fullt og reyna að gera andstæðinganna tortryggilega, heldur en að upphefja  sjálfan sig með einhverjum snjöllum hugmyndum og gjörðum !

Þetta ert þú núna að sanna hér með þínum skrifum !

Svo við höldum því til haga, Jón Baldvin er eins og Davíð og Ólafur Ragnar, allir komnir út fyrir síðasta söludag og eru farnir að eyðileggja út frá sér !

JR (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:52

2 identicon

Hallur, með fullri virðingu fyrir ykkur framsóknarmönnum, hvernig væri það að hætta þessum leðjuslag og fara að hugsa um hag þjóðarinnar?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Hallur Magnússon

JR og Sveinn hin ungi!

Ég sá ekki Jón Ársæl í kvöld - en það er ekki stóra málið!

Þið talið um "skítadreifarann" og "leðjuslag".

Ég átta mig ekki alveg á hvað þið eruð að meina.

Ég hef fylgst mjög náið með stjórnmálum á 30 ár.  Var lengi blaðamaður. Áskil mér rétt til þess að greina stöðuna í fleiri flokkum en mínum.

Staðan í Samfylkingunni er eins og ég greini hana. Það er ekkert um "skítadreifarann" og "leðjuslag" í þeirri greiningu.

En ég snerti greinilega auman blett. Sorrý!

Mér finnst Árni Páll glæsilegur og góður þingmaður sem mun sóma sér vel sem varaformaður þegar þar að kemur!  Er ekki alltaf sammála honum - en hann er röggsamur og rökfastur.

... og við Framsóknarmenn erum einmitt að hugsa um hag þjóðarinnar þessa dagana. Minnihlutastjórnin er lýsandi dæmi þess.

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Hallur Magnússon

... og strákar.

Hafið eitt í huga þegar þið kjósið nýjan varaformann.

Kjósið þann sem þið treystið til þess að taka við flokknum ef formaðurinn forfallast.

Stærsta vandamál Samfylkingarinnar í dag er líklega sú staðreynd að menn kusi ekki varaformann til að taka við keflinu af formanninum - heldur var varaformaðurinn kosinn af einhverjum allt öðrum ástæðum. Það eru fleiri flokkar en Samfylkingin sem hafa einmitt klikkað á því gegnum tíðina.

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 23:12

5 identicon

Þetta er ekkert aumt hjá mér. Það er bara lélegt að hjakka endalaust í þessu gamla fari.

Ef þú er búinn að hjakka svona í 30 ár, þá er kominn tími til að breyta aðeins, er það ekki?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Halló Sveinn!

Hjakka í hvaða fari?

Að hafa áhuga á stjórnmálaflokkum og því sem fer fram innan þeirra? Greina stöðuna hverju sinni?

Hvað er það sem kemur svona við kauninn hjá þér í þessari greiningu -  og er eitthvað rangt við hana?

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 23:17

7 identicon

Þetta kemur ekkert við mig, ég var að skrifa það.

Aftur á móti er kominn tími til að stjórnmálamenn dragi úr þessu drullukasti og fari að hugsa um hag þjóðarinnar. Það virðist vera barátta upp á líf og dauða framundan hjá þjóðinni.

Þú ert að fara í framboð, er það ekki? Ég held að það sé lítil eftirspurn eftir leðjuslag núna. Aftur á móti hefur formaður ykkar framsóknarmanna verið málefnalegur og talað af skynsemi. Þannig menn þurfum við. Þannig ættir þú líka að hafa þinn málflutning (svo ég hjálpi þér svolítið í komandi baráttu).

Allt í góðu annars af minni hálfu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:32

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir hjálpina Sveinn.

Ég er sammála um að málflutningur eigi að vera málefnalegu - og að leðjuslagur er ekki það sem fólk vill.

En hvað var það í greiningu minni sem er ómálefnalegt?

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 23:43

9 identicon

Þetta er bara á þessum level hjá þér.

"Lúðvík var úr leik"

"enginn sterkur leiðtogi"

 "Sé enga sterka konu"

"Það ríkir greinilega forystukrísa í Samfylkingunni."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:51

10 identicon

ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hallur reyndi nú að hætta. Þvílíkt rugl í þér, ef þú ert að reyna að veiða atkvæði reyndu að vera málefnalegri. Að hlusta á þig í gærmorgum í Vikulokunum hjá Halla Thorst þar sem Tryggvi stakk upp í þig er með því lákúrulegasta sem ég hef heyrt í lengri tíma. Þú ert farinn að minna á Hannes Hólmstein þar sem þé gerir ekkert annað en að skemma fyrir flokknum

thi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Sveinn,

Takk fyrir svarið.

En sérðu óumedeildan sterkan leiðtoga í Samfylkingunni ef Ingibjörg hverfur á braut?

Sérðu sterka konu sem getur tekið við flokknum?  (Aðra en Jóhönnu náttúrlega - en ég held að hún sé ekki fframtíðarleiðtogi)

Ertu að segja að það ríki ekki forystukrísa í Samfylkingunni - þegar formaðurinn er ekki í ríkisstjórn - og fyrrum formaður segist ætla að bjóða sig fram gegn núverandi formanni?

... og THI.

Gætir þú skilgreint hvað var lágkúrulegt í Vikulokunum - og hvað það var sem ég sagði sem ekki er rétt?

Tryggvi Þór stakk ekki nokkurn skapaðan hlut upp í mig né nokkurn annan þar - enda var hann sammála mér í því að síðasta ríkisstjórn hefði klikkað á því að koma því sem hún var (hugsanlega) að gera á framfæri - þótt honum hafi fundist vont að fá athugasemd um það.

Reyndar fanns mé Börn Þorri vera mjög góður í þættinum - eins og í Silfrinu í dag.

Hallur Magnússon, 16.2.2009 kl. 00:14

12 identicon

Bíddu við Hallur minn, þú varst á staðnum er það ekki annars???  Fólkinu ofbauð hvernig þú lést enda gaf Halli þér ekki meiri séns á að komast að. Kannski er þetta pólitíska eðlið, að þurfa alltaf að vera að gjamma frammí í tíma og ótíma, og að séfræðingurinn skyldi þurfa að segja þér að stoppa til að hann gæti klárað. Ef þetta er uppleggið þitt fyrir framtíðina líst mér ekki vel á. Þetta er það síðasta sem við þurfum núna. Við getum þó verið sammála að þau þrjú sem voru þarna voru stórfín en það hefði alveg mátt sleppa einum (væntanlegum pólitíkusi??) aðila.

thi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:26

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sterkar konur í Samfó -aðrar en ISG- ?

Hvað með Steinunni Valdísi ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 01:08

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef Ingibjörg ákveður að hætta afskiptum af pólitík þá held ég að Dagur verði formaður.
Það hefur ekki verið varaformaður í sf og því miklvægt að flokkurinn breyti því.

Óðinn Þórisson, 16.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband