Við bíðum eftir íslenskum efnahagsaðgerðum

Við bíðum eftir íslenskum efnahagsaðgerðum. Vonandi tekur ríkisstjórnin á sig rögg og kemur fljótlega með íslensku aðgerðaráætlunina sem ríkisstjórnin lofaði okkur Framsóknarmönnum þegar ákveðið var að verja stjórnina falli.

Reyndar verið að taka nokkur hænuskref.

Ég hef sett fram aðgerð sem getur skipt sköpum fyrir heimilin, sjá: Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána


mbl.is Efnahagsaðgerðir afgreiddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er foringinn.

han. (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er að sannast á þessari ríkisstjórn að illt er að eiga þræl að einkavin.

Sigurður Sveinsson, 14.2.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Íslenska þjóðin missti efnahagslegt sjálfstæði sitt þegar bankarnir hrundu. Því getur þjóðin ekki farið í neinar efnahagslegar aðgerðir í líkingu við það sem Obama er að gera. Það eina sem við getum gert er að reyna verja heimilin og fyrirtækin, verja ekki efla eða sækja fram. Hvort þær varnaraðgerðir verði nægar eða skili tilætluðum árangri efast ég um því þær þurfa að vera svo víðtækar ef vörnin á að blífa. Frestun á afborgunum og slíku gerir ekkert nema lengja í ólinni.

Arinbjörn Kúld, 14.2.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Frestun á afborgunum gefur okkur ráðrúm til að leysa vandann til lengri tíma þegar þar að kemur.

Hallur Magnússon, 14.2.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessi skammlífa ríkisstjórn hefur engan vinnufrið,  m.a. vegna þess að "þið Framsóknarmenn" vomið yfir henni eins og hrægammar.   Þetta heitir ekki beint að "verja falli", frekar að nýta stöðuna til að hóta við hvert tækifæri -og þar með gera stjórnina óvinnufæra.   Sagan mun dæma misnotkun ykkar á þessarri stöðu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Hildur Helga

Þetta er alrangt hjá þér.  Hélt þú hefðir kynnt þér hvernig minnihlutastjórnir á Norðurlöndunum hafa unnið.

Það hafa engar hótanir verið í gangi.

Það voru sett 4 skilyrði fyrir því að verja stjórnina falli - strax í upphafi - á meðan´fyrri ríkistjórn var við völd!

Hafa VG og Samfylkingin uppfyllt þau skilyrði?

Nú eru þau meira að segja að draga í land í Stjórnlagaþingsmálinu!

... og það sést nánast frá tunglinu að Seðlabankafrumvarpið var hroðvirknislega unnið - en það mun leysast í þinglegri meðferð. Það eru allir sammála um það - nema íhaldið.

Hins vegar er annað að gerast sem er afar jákvætt!  Þingið er farið að átta sig á því að það er löggjafinn!  Ráðherraræðið á undanhaldi

Hallur Magnússon, 14.2.2009 kl. 17:00

7 identicon

Sammála Hildi Helgu þið eruð bara að reyna að tefja fyrir. Nú þarf að vinna hratt en stjórnin hefur ekki vinnufrið fyrir ykkur í Framsókn.

Ína (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:29

8 identicon

Hallur, inni í aðgerðaráætluninni verða sett lög sem gera almenningi/neytendum kleift að hefja hópmál gegn svikum?  Þannig lög eru til sem dæmi í Bandarikjunum og hafa virkað vel fyrir almenning, þar sem bæði of dýrt og of erfitt er fyrir fólk að ganga veginn einn.  Ef ekki, þarf alvarlega að hugsa um það.

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:51

9 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Það er búið að stranda skútunni það er ekki hægt að losa hana á c.a. 70.dögum

að fresta afborgunum er útí hött hvenær á að borga. Laun á klakanum eru hlægilega lág

og til skammar fyrir þá sem voru alltaf að tala um mjúka lendingu s.l. 18.ár

Bernharð Hjaltalín, 14.2.2009 kl. 21:35

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ljóst að gamli Alþýðuflokkurinn er ekki dauður.Það var reyndar vitað að einhverju leyti þar sem hann er í bæjarstjórn í Sandgerði undir forystu íhaldsins eins og verið hefur í 16 ár.En þar sem Jón Balvin hefur nú lýst stjórn Samfylkingarinnar ónothæfa og lýst því yfir að hann sé tilbúinn til forystu þar. þá fer nú að vandast málið fyrir Framsókn við hverja þeir eigi að tala varðandi ríkisstjórnina og að verja hana vanttrausti.

Sigurgeir Jónsson, 14.2.2009 kl. 22:36

11 identicon

Þessi minnihlutamartröð fær eina viku í viðbót til að koma fram málum sem máli skipta fyrir fólkið og heimilin í landinu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:08

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Ína.

Þú ættir að kynna þér betur staðreyndir málsins. Framsókn er ekki að skerða vinnufrið ríkisstjórnarinanr. En það er þvímiður þörf á því að halda henni við verkið - og tryggja að vinnubrögðin séu markviss.  Vinnsla Seðlabankafrumvarpsins í þinglegri meðferð er dæmi um slíkt. Ég veit að menn eru að vinna saman af einurð að breyta þessu meingallaða frumvarpi - sem því var ekki nægilega vel unnið í asanum við að koma því á dagskrá - í þétt og vönduð lög um Seðlabankann.

Aðhald Framsóknar og góð vinnubrögð þingmanna Framsóknar og  minnihlutastjórnarinnar við úrvinnsluna eru að tryggja það. Vinnslan er skólabókadæmið um hvernig þarf að vinna verkin í minnihlutastjórn til að tryggja vandaða afurð.

EE.

Ég hef talað mjög lengi fyrir því að það þurfi að setja á lög um hópmálsókn á Íslandi. Bendi á að öflugur talsmaður neytenda hefur talað fyrir slíku.

Ég mun vinna að setningu laga um hópsmálsókn fái ég til þess tækifæri.

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband