Mikilvæg göngudeildarþjónusta SÁÁ nú tryggð til 2012
28.1.2009 | 18:40
Það er afar ánægjulegt að sjá mikilvæga göngudeildarþjónustu SÁÁ tryggða til loka ársins 2011 með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Það hefði verið skelfilegt ef SÁÁ hefði þurft að loka göngudeildarþjónustu sinni - ekki hvað síst á þessum erfiðu tímum sem reyna verulega á fólk sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og eru í bata.
SÁÁ er að vinna afar mikilvægt starf.
Við í Velferðarráði fólum í haust SÁÁ að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.
Sá samningur fólst í því að SÁÁ tryggir með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu.
Sérstök áhersla er lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa.
Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.
Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!
Samið við SÁÁ um göngudeildarþjónustu til 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Facebook
Athugasemdir
Jákvæð og góð frétt. En þetta er ekki bara fyrir sjúklinga sem þegar eru í bata, eða hvað Hallur? Mun velferðarstjórn Jóhönnu stuðla að enn bættri þjónustu þeirra sem eiga við tengd vandamál að stríða, eftir niðurskurð að undanförnu?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:03
Mér finnst Jóhanna aðeins hafa misst sig og gefið falskar vonir
Tveggja mánaða stjórn er einungis stjórn um brýnustu skammtímaverkefni og stjórn til að halda sjó fram að kosningum.
Verkefni velferðarstjórnar er langtímaverkefni. Vonandi nýrrar stjórnar með klárt umboð stjórnarinnar. En ekki í bráðabirgðastjórn fram að kosningum.
Það er RANGT að gefa almenningi vonir um snöggan viðsnúning innan 8 vikna!
En ég treysti því að þetta hafi einungis verið sagt í anda andartaksins - og að Jóhanna hafi nú náð jarðtengingu.
Hallur Magnússon, 28.1.2009 kl. 21:26
Vona það líka. Steingrímur Joð sparaði ekki heldur yfirlýsingarnar og loforðin. Síðast í frægu viðtali með Geir í Kastljósi áður en slitin urðu. En hann gat a.m.k. ekki svarað spurningu Geirs um hvort hann ætlaði að fylgja efnahagsáætlun AGS eða hver hans áætlun væri í staðinn.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:50
Ekkert nema gott um það að segja, ef þessi þjónusta styrkist.
Mér hefur stundum dottið það í hug, hvort þeir sem tóku "ýmsar stórar ákvarðanir" í þessu þjóðfélag og keyrðu okkur í "þrot", hefðu ekki haft gott af því að taka "eins og eina umferð" í gegnum SÁÁ.
SÁÁ er ekkert annað en "ódýr mannrækt" fyrir þjóðfélagið, hvort sem menn eru óvirkir eða virkir í "sínum sjúkdóm".
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:34
Tek undir ánægju þína. Hins vegar þarf að aðgreina stjórnunarlega starfsemi samtakanna SÁÁ og sjúkrastofnanna SÁÁ. Það gengur ekki upp að forustan hjá báðum sé á sömu hendi, þ.e. að formaður samtakanna og yfirlæknir sjúkrastofnanna er sami maðurinn. Með þessu er ég ekki að gagnrýna gæði þjónustunnar, því hún er afbragðs góð. Núverandi fyrirkomulag er siðferðilega rangt. Spurning er hvort kaupandi þjónustu geti gert kröfu um aðskilnað, m.a. með tilliti til eftirlitssjónarmiða.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:41
Jón Tynes.
Ég get tekið undir þetta sjónarmið - en þetta er málefni sem SÁÁ verður að taka á að eigin frumkvæði.
Hallur Magnússon, 29.1.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.