Tímamótaverkefni í ferðaþjónustu fatlaðra

Velferðarráð óskar þeim borgarbúum,sem eru bundnir hjólastól og nota sértæka akstursþjónustu, til hamingju með samning sem gerir þeim kleift að nota Ferðaþjónustu fatlaðra í Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þá býður velferðarráð þá norrænu einstaklinga sem eru í sömu sporum velkomna í þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík.

Þannig hljóðaði bókun okkar í Velferðarráði þegar við samþykktum að Reykjavíkurborg tæki þátt í þessu merka verkefni.

Það er ánægjulegt að sitja sem varaformaður Velferðarráðs þegar verkefni sem þessu er hleypt af stokkunum.

Reyndar var ekki einungis gaman að afgreiða þetta. Það var ekki síður gleðilegt að tryggja Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík á sama fundi.

Nánar um það á blogginu mínu "Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík"

 

En tímamótaverkefnið í ferðaþjónustu fatlaðra er til tveggja ára og er leitt af samtökum hreyfihamlaðra á Norðurlöndum, Nordisk Handikap Forbund, sem Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra á Íslandi á aðild að. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Tilgangur verkefnisins er að gera hreyfihömluðum, sem búa í Kaupmannahöfn, Reykjavík, Ósló og Stokkhólmi, kleift að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra í hinum borgunum. Verkefnið nær til þeirra sem þurfa sérútbúinn bíl til að komast leiðar sinnar.

Reykvíkingar sem eru bundnir hjólastól á ferðum sínum og dvelja í einhverri þátttökuborganna geta nú pantað ferðaþjónustu fatlaðra á sama hátt og notendur sem búsettir eru í borginni sem ferðast á einfaldan máta á ferðalögum sínum í þátttökuborgunum.


mbl.is Ferðaþjónusta fatlaðra í norrænt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þetta finnst mér afar gott framtak - og óska Velferðarráði virkilega til hamingju.

Sjálf hef ég stýrt hópum fatlaðs fólks á ferðalögum um 20 ára skeið.  Þekki vel þær takmarkanir sem þessi hópur verður svo oft fyrir, auk þess að þurfa í mjög mörgum tilfellum manninn með sér, þannig að einnig er kostnaður þeirra alla jafna miklu meiri en okkar hinna. 

Hafið þökk fyrir það sem vel er gert 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Hallur! Óska þér og samstarfsfólki þínu til hamingju með árangurinn. Þekki fólk sem tekur þessum áfanga sem stórum framförum og verður hamingjusasmt með þennan áfanga.

Ertu nokkuð með heimasíðu eða mail hjá  Nordisk Handikap Forbund? Mig vantar að komast í samband við þá. Ég er að setja upp ferðaskrifstofu fyrir fatlaða. Þ.e. þeir norðurlandabúar sem eru styrktir til útlandsferða. Mjög gott mál og sýnir að Ísland er á félagslegri uppleið.

Á við smá fötlun að stríða sjálfur sem er líklegast í fyrsta skipti sem ég segi frá á bloggi. Hef þess vegna kynnt mér þessi mál alveg sérstaklega.

Heimasíða Velferðaráðs væri líka vel þegin. Aldrei að vita nema við yrðum samstarfsmenn í einhverjum málum í framtíðinni, enn ég bú í Stockhólmi.

Þessi pistill gladdi mig mjög mikið.

Kær kveðja,

Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Er ekki með upplýsingar um vefsíðu Nordisk Handikap Forbund - en tenglar á Sjálfsbjörg og systursamtök Sjálfsbjargar á Norðurlöndunum:

www.dhf-net.dk/

www.dhr.se/

www.invalidiliitto.fi/

www.nhf.no/

www.sjalfsbjorg.is/

Hallur Magnússon, 15.1.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Bogga.

Kem því á framfæri við starfsfólk Velferðarsviðs

Hallur Magnússon, 15.1.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Eg get aðstoðað Íslendinga með hvaða fötlun sem er, í Svíþjóð. Eða Asíu ef þeir viljas þangað. (Ódýrara og meira sðennandi)

Sama gjald er fyrir aðstoðarmenn, hvort sem þeir eru einn eða þrír. Enn þeir eru voða "slow" við afgreiðslu venjulegra mála.

Kær kveðja,

Óskar Arnórsson

26152-5179  

Óskar Arnórsson, 19.1.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband