Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og örva efnahagslífið. Fjölskyldur og fyrirtæki munu hrynja á næstunni ef ekkert er að gert.

Mín tillaga er að ríkið takið 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum, verðtryggt á 3,5% vöxtum og byrji að greiða af láninu eftir 10 ár. Lífeyrissjóðunum verði gert skylt að veita ríkinu lánið.

Lánið verði nýtt í framkvæmdir á vegum ríkisins. Strax verði gengið í byggingu á nýju hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík og byggingu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.  Vaðlaheiðagöng verði sett af stað og fé sett í ýmis konar atvinnubótaverkefni eins og þau sem ég benti á í bloggi mínu Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?

Mér er alveg sama þótt IMF sé á móti þessu. Það er engin ástæða til þess að rústa samfélaginu í óþörfu fjöldaatvinnuleysi.


mbl.is Yfir 11.300 atvinnulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð og ígrunduð tillaga hjá þér Hallur.

En það er rétt nær engar tillögur hafa komið frá þessari vesölu Ríkisstjórn til þess að sporna gegn atvinnuleysinu, eins og reyndar lofað hafði verið.

Þvert á móti finnst mér allir opinberu aðilarnir vera að segja upp fólki og draga saman. - Tónlistarhúsið, STÓRA STOPP, eins og svöðusár á þjóðini ! 

Það er rétt sem mótmælendur segja: ÞETTA ER VANHÆF RÍKISSTJÓRN !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:58

2 identicon

Þjóðhagfræði 103. Á fyrstu blaðsíðunum er kennt að þjóðir eiga að spara í góðæri og nýta sparnaðinn þegar niðursveifla kemur. Trúlega hefur þetta ekkert verið kennt í dýralækninum.

Þetta er hreint með ólíkindum!!

p.s. einhver séð Ólaf Ragnar Grímsson nýlega? 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:00

3 identicon

Kannski þetta sé allavega ein af lausnunum Hallur. Nei Svavar sennilega hefur sparnaður ekki verið kenndur í dýralækninum. Já og hvað með Ólaf Ragnar á hann ekki að vera peppa þjóðina upp eða til hvers er hann. Hélt að embættið væri ekki bara til að komast í Séð og heyrt hann er kannski að hjálpa hinum vesölu útrásarvíkingum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband