Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og örva efnahagslífið. Fjölskyldur og fyrirtæki munu hrynja á næstunni ef ekkert er að gert.

Mín tillaga er að ríkið takið 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum, verðtryggt á 3,5% vöxtum og byrji að greiða af láninu eftir 10 ár. Lífeyrissjóðunum verði gert skylt að veita ríkinu lánið.

Lánið verði nýtt í framkvæmdir á vegum ríkisins. Strax verði gengið í byggingu á nýju hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík og byggingu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.  Vaðlaheiðagöng verði sett af stað og fé sett í ýmis konar atvinnubótaverkefni eins og þau sem ég benti á í bloggi mínu Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?

Mér er alveg sama þótt IMF sé á móti þessu. Það er engin ástæða til þess að rústa samfélaginu í óþörfu fjöldaatvinnuleysi.


mbl.is Íslendingar svartsýnir um eigin fjármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef lífeyrissjóðirnir eru ekki til í þetta af fúsum og frjálsum vilja, eru aðstæður með þeim hætti að setja þyrfti lög til að koma þessu fram.

Skaðinn er enginn, þar sem 3,5% raunávöxtun er sú ávöxtun sem lífeyrissjóðir eru að reikna með í sínum langtímaplönum.

Gestur Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er einmitt pælingin með 3,5% vaxtastiginu

Hallur Magnússon, 14.1.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Áhugaverð pæling!

Ævar Rafn Kjartansson, 14.1.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Birnuson

Æ, hringdu í Geir og láttu okkur vita hvað hann segir um þessa hugmynd.

Birnuson, 14.1.2009 kl. 12:00

5 identicon

Þessi hugmynd er góðra gjalda verð og nauðsyn krefur að hún verði tekin til skoðunar. Þetta er allt annað en þjóðnýtingarhugmyndir, sem misvitrir stjórnmálamenn virðast hafa viðrað að undanförnu, samanber Guðmund Ólafsson í Kastljósi í gær. Ég er sammála Halli í því að þörf er miklum framkvæmdum á sviði hjúkrunarheimila aldraðra. Það styttist í ellina hjá okkur Halli báðum og fleirum. En ég er ekki sammála hátæknisjúkrahúsi. Fyrst skulum við útrýma algjörlega lokunum deilda á þeim sjúkrahúsum sem fyrir eru. Það ætti að vera lögbannað að sjúkrahús í rekstri loki deild. Og hana nú.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sammála öllu hjá Halli hér að ofan, nema með hátæknisjúkrahúsið.  Það er nægt rými til staðar fyrir sjúklinga í landinu, - skipulangninguna vantar.  Hátæknisjúkrahús er gæluverkefni sem þolir einhverja bið.

Það þarf hins vegar að nýta þetta fjármagn til að bjarga verðmætum og þá á ég við þau hálfköruðu hús sem standa viðsvegar um borgina og bera óraunhæfum væntingum vitni.  Þetta eru samt verðmæti, sem liggja undir skemmdum, ef ekkert er að gert og eru auk þess lýti í umhverfinu.

Þó ég hafi fráleitt verðið sammála því að byggja tónlistarhúsið við höfnina, verður að gera það fokhelt með öllum tiltækum ráðum, annað væri foráttuvitlaust.

Þessi verkefni krefjast mannafla, sem ekki er skortur á nú um stundir, skv. skrá um atvinnulausa.  Með þessu skapast a.m.k. þrennt.  Verðmætum er forðað frá skemmdum, fólk fær vinnu og umhverfið fær á sig snyrtilegri blæ.

Kveðja úr fásinninu, - án menningarhúss.

Benedikt V. Warén, 14.1.2009 kl. 14:50

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála því að klára tónlistarhúsið. Held að það geti orðið okkur til góða þó sjálfsagt megi skera þar ýmislegt niður. hins vegar eru hálfkláruð hús víðsvegar um borgina dauðar eignir og ekki til neins að halda áfram með þau meðan ástandið er svona. Var ekki þýskur banki að eignast stóran part af 101? Látum þetta allt þróast en tónlistarhúsið þarf að klára svo það standi ekki sem minnisvarði um innistæðuleysið fyrir bankagrobbinu. Og hátæknisjúkrahús undir forsvari Alfreðs Þorsteinssonar  er partur af gamla Íslandi. Núna skiptir meira máli að bjarga því heilbrigðiskerfi sem eftir er eftir blóðugan niðurskurð ykkar framsóknarmanna og frjálshyggjuvampýrunnar.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.1.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband