Ingilbjörg Sólrún "hótaði" stjórnsýslufræðingnum!

Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sem "hótaði" stjórnsýslufræðingnum Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, en ekki Guðlaugur Þór eins og 30% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun sem ég setti á netið vegna málsins.

Reyndar töldu 30% að stjórnsýslufræðingurinn hefði skrökvað.

Það er gott að Ingibjörg Sólrún skyldi taka af skarið og upplýsa málið - því annars lægju saklausir undir grun!

En það kemur reyndar ekki alfarið á óvart að Ingibjörg Sólrún hafi "hótað". Væntanlega ekki í fyrsta skiptið á hennar ferli sem slíkt gerist - eða hvað?  Allavega töldu 18% að hún  hefði staðið fyrir þessu!

En niðurstöður skoðanakönnunarinnar þegar hið rétta kom í ljós var eftirfarandi:

Árni Matthiesen 2.0%
Björgvin G. Sigurðsson 2.0%
Björn Bjarnason 2.0%
Einar Kristinn Guðfinnsson, 0.0%
Geir H. Haarde 4.0%
Guðlaugur Þór Þórðarson 30.0%
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 18.0%
Jóhanna Sigurðardóttir, 2.0%
Kristján L. Möller 0.0%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 0.0%
Þórunn Sveinbjarnardóttir 4.0%
Össur Skarphéðinsson 6.0%
Stjórnsýslufræðingurinn skrökvar 30.0%

mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Heldur þú virkilega að hún hafi tekið af skarið? Auðvitað var hún svæld út af Guðlaugi og öðrum ráherrum er ekki vildu láta kenna sér um ódæðið.

Merkilegt þó, hvað margir héldu þetta vera Ingibjörgu í skoðanakönnun þinni.

Halla Rut , 13.1.2009 kl. 19:23

2 identicon

Hallur!

 Mig grunaði Sollu um hótanir svo ég merkti við hana. Þetta var aldrei flókið.

Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:34

3 identicon

Sigurbjörg er ekkert annað en lygari. Það sem hún gerði kallast "Lying by omission" á erlendri tungu. Að segja hluta sannleikans, vitandi það að hann verði túlkaður á ákveðinn hátt. Í þessu tilviki gegn heilbrigðisráðherra. Hún er honum væntanlega sár, vegna þess að önnur manneskja var valin í starf sem hún sótti um. Ég held að lýðum megi vera ljóst að Sigurbjörg er allavega ekki rétta manneskjan í að gegna ábyrgðarmiklum störfum, eftir þetta útspil hennar.

Þetta var ómerkilegt af henni og hún er minni manneskja fyrir vikið. Ef svona fólk á að ganga fram í mótmælunum, þá er ekki von á góðu.

Offi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:46

4 identicon

Það er vandlifað á Íslandi í dag. Því fólk er að fara yfir um fær ekki neinar upplýsingar, það er nú sálfræðilega sannað að það er betra að vita hvenær á að hengja mann. En leyndardómarnir hjá í ríkisstjórninni í dag eru óþolandi. Kom þó eitt gott að bankastjórarnir fara og er ég sammála Agnesi Bragadóttur að við höfum nóg af vel menntuðu fólki. Ekki meiri einkavinavæðingu í störfin og þetta á líka við hagmunapotara Framsóknar. Þú ættir að kíkja á bloggsíðu Ásthildar Þórðar hún er með gamla grein um framsóknarflokkinn. Það er gott að horfa til framtíðar en stundum þarf að líta yfir farin veg og læra af mistökunum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Í hverju felst hótunin?

Eggert Hjelm Herbertsson, 13.1.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Halla Rut

Þetta er rétt hjá þér Offi, það var ómerkilegt af Sigurbjörgu að kjafta frá enda það ekki í anda ríkistjórnarinnar og þeirra vina. Ekki að undra að Ísland skuli vera svona þegar fólkið sjálft hjálpar ráðamönnum að breiða yfir.

Halla Rut , 13.1.2009 kl. 21:52

7 identicon

Hættum þessum stjórnmálaleik og pissukeppni Íslendingar. Ég var á þessum fundi og er algerlega óflokksbundinn. Ég sá að þessi kona (Sigurbjörg) hafði greinilega upplifað þessi orð sem hótun eða viðvörun. Hún var bókstaflega hrædd. Hún er líka hetja munið það. Hún kom fram og greindi frá því sem er mikilvægast í þessu öllu samann. Hún benti á hvernig henni var hafnað af Guðlaugi Þór í að sækja um starf sem hún er mjög fær um að sinna. Vegna þess að einkavæðingarmeistari Sjáflstæðisflokksins var þegar búið planta í starfið áður en það var auglýst.

Ég endurtek. Hættið þessum barnaskap. Þetta lyggur allt ljóst fyrir.

!. Hún var að segja satt frá sinni upplifun af skilaboðunum. Hvort þau breyttust eitthvað með milliliðnum er ekki gott að segja.

2. Hvernig var tekið á hennar umsókn um atvinnu er bara enn eina sönnunin hvernig Íslenska stjórnkerfið er orðið vanhæft vegna flokka og vinaráðninga.

Við erum öll að borga fyrir það núna í milljörðum.

3. Ingibjörg Sólrún þarf ekki að benda fólki á að tala varlega. Hugsið aðeins ! Af hverju þarf að benda fólki á að tala varlega sem hefur áratuga reynslu og

mikla virðingu í sinni starfsstétt ? Eruð þið að grínast með því að skjóta á þessa konu ? ( Sigurbjörgu)

Ég ætla ekki að taka endanlega afstöðu fyrr en ég veit nákvæmlega hvernig þessi skilaboð voru. Enda getur ekkert ykkar það án þess að vita þau nákvæmlega.

Hinsvegar er ljóst að jafnvel með fallegasta orðalagi þá getur viðvörun eða ábending verið dulbúinn hótun.

Vandamál Íslendinga sem blindar flestum sýn er flokkshollusta. Fólk er tilbúið að verja sitt fólk sama hvað það gerði af sér. Í þannig landi verðum við adrei

annað en nokkrar Mafíur í pissukeppni. Við eigum ekki að velja fólk sama hvaðan það kemur ef það verður uppvíst að spillingu.

Þangað til þið lærið þetta þá eruð þið meðvirk og meðsek í falli siðferðisins á Íslandi.

Þröstur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:59

8 Smámynd: Halla Rut

Heyr heyr Þröstur...það besta sem ég hef séð um þetta mál allt saman.

Halla Rut , 13.1.2009 kl. 22:14

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ingibjörg lætur skilaboða berast til Sigurbjargar um að gæta að heiðri sínum gegnum þriðja aðila. Ef íslensk pólitík yrði mikið meira í God-father stílnum myndi hún hafa vaknað með kyndarhaus í rúminu sínu. Ef Ingibjörg heldur áfram sem formaður Samfylkingarinnar eftir næsta landsfund Samfylkingarinnar er sá flokkur gagnslaus með öllu.

Héðinn Björnsson, 13.1.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ótrúlega endemis þvælu ´berð þú á borð hér núna Hallur. Kemur mér á óvart, yfirleitt ertu mun málefnalegri í þínum skrifum.  Hyllir undir að við sjáum H.M. á einhverjum framboðslistanum kannski? Er það skýringin á efnistökunum að þessu sinni?

Marta B Helgadóttir, 13.1.2009 kl. 22:42

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég verð að segja að ef ég væri ráðherra myndi ég ekki ráða Sigurlaugu í vinnu hjá mér.

Ég er formaður stéttarfélags og hef verið í góðu sambandi við nokkra ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Í samskiptum mínum við þetta fólk hef ég aldrei brugðist trúnaði. Vissulega hefur þetta fólk ekki alltaf verið á sömu skoðun og ég. Sumir hafa reynt að beita mann þrýstingi - ekki hótunum - og slíkt er eðlilegt í samskiptum við stjórnmálamenn og forstöðumenn stofnana. En að ég sem formaður myndi fara að segja frá slíku í fjölmiðlum eða öðrum - af og frá. Geri maður það er allur trúnaður farinn fyrir bí!

Það er mikill munur á því að fá orðsendingu á borð við þá sem Sigurlaug fékk frá stjórnmálakonu, sem hún er búin að vera í miklum samskiptum við árum saman, eða hreina og klára hótun! Þarna er ekki um stigsmun að ræða, heldur grundvallarmun!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.1.2009 kl. 23:15

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Best FriendsÞetta var nú bara vinar greiði á faglegum nótum. 





Magnús Sigurðsson, 13.1.2009 kl. 23:23

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Marta!

Ég næ þér ekki.

Hvað er ómálefnalegt við þennan pólitíska samkævmisleik - sem aðstæður í gær buðu svo skemmtilegae uppá?

Hallur Magnússon, 14.1.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband