"Götustrákurinn" Jón Ásgeir setti Ísland ekki á hausinn - einsamall
29.12.2008 | 11:43
Þótt ég hafi talið að Jón Ásgeir hafi verið einn þeirra sem eigi þátt í íslenska efnahagshruninu þá hefur það verið ljóst jafn ljóst í mínum huga að þáttur hans hefur verið verulega ofmetinn, enda gat hann ekki borið ábyrgð á sífelldum mistökum seðlabanka og ríkisstjórnar, sem meðal annars fólust í því að gjaldeyrisforð Íslendinga var ekki efldur.
Líklega hefur óbeit seðlabankastjóra á Jóni Ásgeiri leikið stærra hlutverk í bankahruninu en Jón Ásgeir sjálfur. Það er deginum ljósara að aðförin að Glitni - sem meðal annars varð til þess að íslenska bankakerfið hrundi - hefði ekki verið gerð ef Jón Ásgeir og fyrirtæki hans hefðu ekki verið tengd Glitni. Hætt við að Glitnir hefði fengið lánafyrirgreiðslu í seðlabankanum ef persónur og leikendir hefðu verið aðrir.
En nóg í bili af hefðu og ef!
Las grein Jóns Ásgeirs. Hún er trúverðug - en eðli málsins vegna endurspeglar hún náttúrlega hans hlið á málunum.
Það sem kom mér mest á óvart í henni er hve lágt hlutfall útlána Glitnis var til félaga í hans eigu. Hafði í ljósi umræðunnar talið að það væri miklu hærra!
Það verður gaman að sjá við brögð hörðustu andstæðinga Jóns Ásgeirs við henni. Vonast eftir rökum en ekki upphróðunum frá þeim.
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt Hallur. Hatur, öfund og afbrýðissemi ásamt nornaleit að blórabögglum til að fá að sjá blóð hefur gengið of langt og það með hjálp fjölmiðlanna, sérstaklega þó Ríkisfjölmiðilsins RÚV/Sjónvarp.
Mér er enn í fersku minni þáttur RÚV/Sjónvarpið og Morgunblaðsins í aftökunni á Hafskip og þeim er þar stýrðu. Megi sú minning verða þeim til ævarandi skammar. Þeir einfaldlega tóku við kyndlinum frá Helgarpóstinum til að kveikja galdrabrennuna.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.