Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Framsóknarflokkurinn ætti að flýta flokksþingi sínu og halda það 1. desember. Efni flokksþing ætti að vera þríþætt, Evrópumál, kosningar nýrrar forystu og uppgjör vegna efnahagsástandsins.

Meira um þetta á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/696448/


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hallur,

Væri ekki nær að stofna nýjan flokk? Nafn Framsóknarflokksin tengist áralangri spillingu, klíkuskap, bitlingum, baktjaldamakki, fyrirgreiðslupólitík, einkavinavæðingu - framhald í næsta þætti...

Sigurður Hrellir, 2.11.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi minn.

Þetta er bara alrangt hjá þér!

... reyndar unnt með skýrum dæmum að færa allt sem þú setur fram upp á Samfylkingu - þennan stutta tíma sem hún herur setið í ríkisstjórn - sem og Alþýðuflokkinn heitinn!!

Að ég tali ekki um Sjálfstæðisflokkinni

Hallur Magnússon, 2.11.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Björn.

Kynntu þér betur málefni ÍLS og svokölluð 90% lán. Þau lán hafa ekkert með efnahagsástandið nú að gera. Þá ákvarðast vextir ÍLS í útboðum á markaði - ekki af stjórnvöldum.

Lækkun tekjuskatts var á stefnuskrá Samfylkingarinnar jafnt sem Sjálfstæðisflokks - og er ekki mál Framsóknarflokksins.

Þú veist líka jafn vel og ég að svokallað stríð við aldraða og öryrkja var stríð Sjálfstæðisflokkinn - sem Framsóknarmenn fengu skellin af eins og af fjölmiðlamálinu og Íraksstríðinu - sem einnig var fyrst og fremst mál Sjálfstæðisflokksins.

Einkavæðing bankanna var rétt og nauðsynleg.

Skömm Framsóknar liggur í því að hafa ekki staðið betur í fæturna gegn íhaldinu.

 En það er rétt hjá þér - til að finna ásökunum Sigurðar stað þarf að fara afar langt aftur í sögu Framsóknarflokksinbs - annað en hvað Samfylkinguna varðar!

Hallur Magnússon, 2.11.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Nú líst mér á þig Hallur. Flokkarnir þurfa svigrúm til að endurnýja sig og aðlaga sig breyttum forsendum.

Í pistli mínum í dag hvet ég mitt fólk til að taka áskorun þjóðarinnar og tryggja lýðræðislega aðkomu fólksins að mótun nýrrar framtíðar. http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/

Gunnar Axel Axelsson, 2.11.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nohhh... uppreisn í Framsókn... það er samhljómur með Framsókn og Frjálslyndum.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Einar G. Harðarson

Sæll Hallur.

Það er rétt það þarf að skipta um forystu í Framsóknarflokknum en það þarf í öllum hinum flokkunum líka.

Það hafa mest allir landsmenn misst trú á núverandi stjórnmálamönnum. Þeir sem hafa lifað og gerjast í flokkunum fram til þessa eru fastir í ákveðnum farvegi sem þarf að rjúfa. Því þarf nýtt fólk.

Þegar þjóðin (og flestir erlendir sérfræðingar) stendur svo fast á að seðlabankastjóri sé vanhæfur (hvað sem hann heitir) og stjórn og stjórnarandstaða gerir ekki meira en raun ber vitni, þá er vandinn ekki bara innan stjórnar heldur er hann í öllu stjórnkerfinu.

Stjórnkerfið allt er ekki að virka. Vegna hvers? Vegna þess að allir (innan kerfisins) vita að vanhæfnin nær inn í allt kerfið, Alþingi og ríkisstjórn. Allir sváfu á verðinum. Allir (innan þessa hóps) vita að ef einn fer þá fara margir fleiri og það gæti verið óþægilegt. 

Einar G. Harðarson, 2.11.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Og það sem verra er: Á meðan að sömu stjórnvöld sitja sem fastast læðist að mönnum sá óþægilegi grunur að verið sé að bjarga ýmsum málum fyrir horn og eyða skjölum sem leitt gætu ýmislegt vafasamt í ljós...

Sigurður Hrellir, 2.11.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Björn!

Ég hef margoft farið yfir rangærslur vegna 90% lánanna - og hrakið fullyrðingar um að þau væru ástæða þenslunar. Mér hefur ALDREI verið svarað þar sem sýnt hefur verið fram á að þjóðsagan um að 90% lánin hefðu valdið þenslunni - hefur verið staðfest. Eðlilega ekki - því 90% lánin eru ekki orsök þenslunnar.

Síðast skrifaði ég um þetta í pistlinum Alvarlegar rangfærslur í leiðara 24 stunda!

 Þá skrifaði ég ítarlega grein um þetta í tímaritinu Herðubreið.

Bið þig því að fara varlega í að kenna 90% lánum Íbúðalánasjóðs um þensluna.

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband