Afnemið uppgreiðslugjald á íbúðalánunum!

Ríkisbankarnir eiga að afnema illræmt uppgreiðsluákvæði á íbúðalánum sínum þannig að þeir sem vilja greiða lán sín upp hraðar en skilmálar segja til um geti gert það án aukagjalds. Hið illræmda uppgreiðslugjald var slæmur gambítur bankanna á almenning.

Þá er vert að minna ríkisstjórnarflokkana á að þeir lofuðu að afnema stimpilgjöld af íbúðalánum. Væri ekki nær að gera það núna - og hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs verulega?


mbl.is Kjörvaxtaálag Kaupþings til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!!!!!!!!!!

Gunnar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta!

Marta B Helgadóttir, 3.11.2008 kl. 12:02

3 identicon

Tek undir þetta  og sting uppá að hætt verði að nota vísutölu neysluverðs við útreikning lána í stað tekin upp Vísitala íbúðaverðs.Vísitala íbúðaverðs taki mið af meðalverði  selds íbúðafermetra samkvæmt þinglýstum kaupsamningum á landinu öllu síðustu  36 mánuði [eða jafnvel síðustu 120 mánuði.Þá fylgja afborganir lækkandi og hækkandi íbúðaverði. Því  lengra miðmiðunartímabil því minni  sveiflur í afborgunum. Lánstíminn  er líkast oftast á bilinu 20 – 40 ár.

JULIUS BJORNSSON (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: 99

Bankarnir eru ennþá það innheimta uppgreiðslugjald af lánum í Íslenskum krónum með breytilegum vöxtum þrátt fyrir nýsett lög og bera við að lögin séu ekki afturvirk.
Er það eðlilegt?

http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.063.html

99, 4.11.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband