Áfengissmygl til útlanda?
9.10.2008 | 08:52
Ég hef heyrt að nú sé stundað áfengissmygl til útlanda. Ekki að undra þegar bjórinn kostar 1250,- á Strikinu - og þá væntanlega marga þúsundkalla í miðborg Parísar! Bjórinn kostar hins vegar ennþá 600 -700 kall á Íslandi á veitingastað skilst mér.
Hitti rússneskan barþjón í ræktinni í gær. Hann er á leið heim. Hafði vit á því að skipta hýrunni sinni jafnóðum í Evrur þessi ár sem hann hefur búið á Íslandi.
Hann sagði mér að áður fyrr hefðu norskir ferðamenn verið þeir einu sem höfðu efni á því að kaupa sér bjór á Íslandi. Undanfarna daga hafi þetta hins vegar breyst! Nú séu allir útlendingar svo glaðir og ánægðir yfir því hvað bjórinn sé ódýr á Íslandi að þeir eigi það til að panta sér staup af köldu, íslensku brennivíni með bjórnum - og það með bros á vör!
Öðru vísi mér áður brá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég keypti bjór á Íslandi í gær og drakk hann ekki. Er hann þá ekki hugsanlega góð fjárfesting? En í alvöru talað: Hvað gerist þegar við verðum færðir hreppaflutningum frá ..... til Íbúðalánasjóðs?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 09:17
Það fer eftir því hvernig það er gert. Mín tillaga er að ÍLS stofnu dótturfélag í hlutafélagsformi um lánin - og enduskipuleggi lánasafnið þar.
Hallur Magnússon, 9.10.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.