Námslán LÍN miðist við mynt og framfærslukostnað námslandsins!

Framtíð íslands mun byggjast á vel menntuðu fólki. Ísland hefur notið þess á undanförnum áratugum að Íslendingar hafa sótt menntun sína víðs vegar um heiminn. Þrátt fyrir að á Íslandi hafi verið byggt upp öflugt og fjölbreytt háskólanám þá er nauðsynlegt að halda áfram að sækja fjölbreytta menntun víðs vegar um heiminn.

Svo það sé unnt verður að breyta aðferðafræði við útreikning námslána LÍN vegna stúdenta erlendis. Við höfum aftur og aftur séð efnilegt fólk hrökklast frá námi erlendis þegar íslenska krónan fellur og námslánin duga enn skemur fyrir framfærslu en venjulega.

Námslán til Íslendinga erlendis eiga ekki að taka mið af íslenskum framfærslugrunni og byggja á íslenskum krónum - heldur eiga þau að taka mið af framfærslukostnaði í hverju landi fyrir sig og ákvarðast í þeim gjaldmiðli sem námið fer fram í - hvort sem það er pund, dollar, evra eða norsk króna!


mbl.is Skólagjöldin nærri tvöföld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

takk Don Alfredo!

Hallur Magnússon, 3.10.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Námslán LÍN fyrir stúdenta erlendis er ákveðin þarlend gjaldmiðilstala þó svo lánið sé afgreitt í ISK. En tökum sem dæmi; ég fékk mitt námslán fyrir haustönnina '08 afgreitt í júlí, á genginu 110kr/€ eða þar um bil, og fékk því mikið minni upphæð heldur en hefði ég beðið þar til nú með að fá lánið afgreitt. Því á þessum þremur mánuðum hefur sú upphæð sem á að duga mér fram að áramótum í leigu og uppihald, rýrnað um góð 30% eða svo. Það þarf bara að bæta við þeirri þjónustu að endurreikna lánin fyrir stúdenta sem eru í erfiðleikum á svona tímum, og bjóða þeim viðbótina sem þarf miðað við núverandi gengi.

Sigurður Eggert Halldóruson, 3.10.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Nákvæmlega Sigurður!

Hallur Magnússon, 3.10.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Við námsmenn á háskólastigi ættum ekki að vera á námslánum! Heldur fara dönsku leiðina og láta ríkið styrkja okkur. Förum við ekki hvort sem er dönsku leiðina í nánast öllu nema þegar það hentar ekki xxxxxx ríkistjórninni.

Sigríður G. Malmquist, 3.10.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband